Saga - 2018, Page 235
menn hafa gert góð skil í skrifum sínum en ekki er minnst á einu orði í fyrri
hluta bókar Snorra. Eitthvað er bætt úr þessu í síðari hlutanum. Þar er t.d. í
fyrsta sinn minnst á rannsóknir Unnar Birnu karlsdóttur á mannkynbótum
þótt þær hafi einnig verið teknar til skoðunar í fyrri hluta bókarinnar. Þar er
einnig ítarlega vitnað í rannsóknir Þórs Whitehead, sem er gott og vel, en
ráða mætti af meðferð heimilda að Þór sé eini fræðimaðurinn sem hafi
fjallað um flóttamenn, gyðinga, fólksflutninga og skyld efni þegar raunin er
sú að fjölmargir fræðimenn hafa sinnt rannsóknum sem skýra mynd okkar
af hreyfanleika og fólksflutningum fortíðar. Þar mætti nefna t.d. Helga
Þorsteinsson, Guðmund Jónsson, Christinu Folke Ax, kristínu Loftsdóttur,
Sigurð Pétursson, Einar Heimisson, Pétur Eiríksson, Nínu Rós Ísberg og
undirritaða.
Það að rannsóknir fræðimanna á fólksflutningum í samtíð og fortíð skuli
vera skildar útundan með þessum hætti helst í hendur við nokkuð óná-
kvæma hugtakanotkun. Innflytjendur, og þá sérstaklega flóttamenn, eru
jaðarsettur hópur og því verður að vanda vel til verka í allri umfjöllun um
þá. Því er ekki alltaf að heilsa í bókinni Erlendur landshornalýður? Höfundur
tekur t.d. upp orð og hugtök sem eru nokkuð gildishlaðin í samtímanum og
yfirfærir þau tiltölulega gagnrýnislaust á viðfangsefni sitt. Margræð hugtök
eins og „fordómar“ og „kynþáttahyggja“ eru notuð án þess að þau séu skil-
greind nægilega vel en það ýtir undir möguleika á hugtakaruglingi. Annað
gott dæmi er orðið „framandi“ sem kemur víða fyrir í bókinni og er notað
til að greina á milli ólíkra flokka útlendinga, þeirra sem eru framandi og
annarra sem eru þá væntanlega venjulegir. Höfundur skilgreinir þó hvergi
hvaða skilyrði viðkomandi útlendingar þurfi að uppfylla til að vera eða
vera ekki framandi. Það er þó að einhverju leyti skiljanlegt þar sem þetta
orð hefur verið notað í ýmsum ólíkum skilningi af leikum sem lærðum. En
samfara aukinni áherslu á fólksflutninga hafa fræðimenn beint sjónum sín-
um að framandleika og hvernig hann er félagslega mótaður. Þeir skoða þá
þætti sem liggja að baki því hvað teljist framandi og hvað ekki, hvernig
framandleiki breytist í tíma og rúmi, þannig að sífellt sé verið að endurskil-
greina hver sé framandi, og hvaða eiginleikar búi að baki framandleikanum.
Snorri gerir aftur á móti hvergi slíkan greinarmun svo lesandinn hefur
aðeins samtímaviðmið að styðjast við og hlýtur það að byrgja honum sýn á
söguna.
Snorri notar einnig hugtakið „aðlögun“ á svipaðan hátt og orðið „fram-
andi“ og yfirfærir það á 100 ára gamalt samfélag án þess að útskýra hvernig
þetta orð, sem hefur verið lykilorð í fræðilegri og pólitískri umræðu um
útlendinga síðustu tuttugu árin, getur verið upplýsandi um stöðu gyðinga
á Íslandi á síðari hluta 19. aldar, tímabili sem er gjörólíkt samtíma okkar
hvað varðar viðhorf til fólksflutninga og þá lagalegu og hugmynda fræði -
legu umgjörð sem óneitanlega ákvarðar hvort hugtök eins og „aðlögun“ séu
yfirleitt viðeigandi. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíka galla með
ritdómar 233
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 233