Saga


Saga - 2018, Side 236

Saga - 2018, Side 236
ríkari vitund um það sem þegar hefur verið skrifað um sögu fólksflutninga, bæði erlendis og innanlands. Þá má nefna að allvíða eru dæmi þess að Snorri ýmist gangist möglun- arlaust inn á gildismat þeirra tíma sem hann fjallar um eða yfirfæri nútíma- gildismat á fortíðina. Í kaflanum um upphaf útlendingaeftirlits metur Snorri t.a.m. að það hafi verið nauðsynlegra á fjórða áratugnum en áratugina þar á undan og rekur það til þess að nasistar komust til valda í Þýskalandi og þar með hafi „þýski flóttamannavandinn“ hafist „með stórfelldum fólks - flótta úr landinu.“(126) Vissulega var gríðarmikill fjöldi manns á flótta eftir síðari heimsstyrjöldina, eða um 40 milljón manns, en fólksflutningar yfir Atlantshafið um og eftir aldamótin voru sömuleiðis afar umfangsmiklir og er talið að árlega hafi um ein milljón manns flutt sig um set frá Evrópu og yfir til Ameríku, aðallega Norður-Ameríku, á tímabilinu 1900–1910, alls um 20 milljónir á tímabilinu 1890–1900. Það er því afar ólíklegt að fjöldinn einn hafi valdið þessari þörf fyrir útlendingaeftirlit og því gjöfulla að leita skýringa einnig í vaxandi þjóðernishyggju, sterkara þjóðríki, auknum heim- ildum þess til að takmarka ferðir um landamæri og minna þoli fyrir hreyf- anleika, svo dæmi séu nefnd. Þess utan virðist Snorri hallur undir hagnýt - ingarviðhorf til útlendinga sem hefur verið ríkjandi síðustu öldina eða svo. Þar á ég við það viðhorf að innflytjendur þurfi að hafa eitthvert gildi fyrir samfélagið, sem réttlæti veru þeirra í búsetulandinu, og það gildi sé falið í einhvers konar ábata, yfirleitt fjárhagslegum. Það kemur t.a.m. fram í gildis - dómum um útlendinga sem voru á Íslandi „til gagns“ (128) eða hefðu „getað komið að góðum notum hér“ (211). Loks má nefna umfjöllun Snorra um Norðmenn á Íslandi við upphaf 20. aldar en þar kveður hann upp þann gildisdóm að „Norðmennirnir … virðast áður hafa flosnað upp úr störfum heima fyrir, trúlega helst sökum drykkjuskapar og ekki átt margra kosta völ á heimaslóðum.“(268) Vera má að þetta sé rétt túlkun, en þar sem Snorri vís- ar ekki í neinar heimildir máli sínu til stuðnings læðist óneitanlega að manni sá grunur að hann sé þarna að ganga inn í gildismat samtímans, sem var einmitt á þann veg að Norðmenn væru ofbeldisseggir og drykkjurútar, þótt það sé á huldu hvort það endurspegli frekar hegðun Norðmannanna eða þá staðreynd að stór hluti þeirra voru sjómenn og annað förufólk, fólk á jaðri samfélagsins og þess vegna varnarlaust gagnvart ýkjusögum og neikvæðu umtali. Í takt við þetta leggur Snorri mikla áherslu á gjörðir tiltekinna einstak- linga í stað hinnar samfélagslegu umgjörðar. Ber þar hæst Hermann Jónas - son, sem gegndi embætti forsætisráðherra á tímabilinu 1934–1942. Ráð - herravald var mjög mikið þegar kom að útlendingum og innbyggt í útlend- ingalögin, sem sett voru á þriðja og fjórða áratugnum, að stjórnvöld gætu nokkurn veginn tekið á málum einstakra útlendinga og innflytjenda, eða málaflokknum í heild, eftir eigin geðþótta. Hermann var því gífurlega valdamikill og Snorri rekur á afar fróðlegan hátt hvernig hann beitti valdi ritdómar234 Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 234
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.