Saga - 2018, Blaðsíða 237
sínu til að halda gyðingum frá Íslandi og úthýsa þeim sem höfðu komist til
landsins. Hér er því ekki ástæða til að bera blak af Hermanni Jónassyni eða
gera lítið úr hans ábyrgð. Hins vegar er gerð athugasemd við þá tilhneig -
ingu höfundar að einblína á Hermann í stað þess að setja ákvarðanir hans í
samhengi við þá hugmyndafræði kynþáttahyggju og þjóðernishyggju sem
einkenndi hinn vestræna heim á 20. öld, Ísland þar með talið. En þar sem
bókin er ekki nógu vel undirbyggð, þegar kemur að rannsóknum á hreyf-
anleika og fólksflutningum, skal engan undra að Snorri grípi til skýringa
sem snúast um áhrif valdamikilla gerenda á framgang sögunnar. Í innflytj-
endarannsóknum er aftur á móti lögð áhersla á samspil margra þátta, póli-
tískra, samfélagslegra og menningarlegra.
Snorra M. Bergssyni tekst þó með ritinu Erlendur landshornalýður? að
draga saman ýmsar áhugaverðar upplýsingar um útlendinga á Íslandi á
tímabilinu 1853–1940, þá sérstaklega þær er varða gyðinga sem sóttu um
hæli á Íslandi skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld, og viðbrögð íslenskra
stjórnvalda við þeim. Bókin er þó ekki nógu vel fræðilega undirbyggð. Því
fellur Snorri í nokkrar gryfjur og það rýrir trúverðugleika greiningarinnar.
Til dæmis yfirfærir hann nútímagildismat á fortíðina, sýnir ónákvæmni í
hugtakanotkun eða leggur óþarflega mikla áherslu á persónur sem ger -
endur í stað þess að greina þau samfélagslegu viðhorf sem höfðu áhrif á
ákvarðanir og gjörðir þeirra.
Íris Ellenberger
Vilhelm Vilhelmsson: SJÁLFSTÆTT FÓLk. VISTARBAND OG ÍS -
LENSkT SAMFÉLAG Á 19. ÖLD. Sögufélag. Reykjavík 2017. 314 bls.
Myndir, nafna- og atriðaskrár.
Bók Vilhelms Vilhelmssonar er að stofni til doktorsritgerð og hefur að geyma
merkilega og frumlega rannsókn á svigrúmi alþýðufólks til andófs í bænda-
samfélaginu gamla. Hún er á skjön við þá sýn sem áberandi hefur verið í
íslenskri sagnfræði að líta á „lægri“ stéttir samfélagsins sem áhrifalaus fórn-
arlömb félagslegra og efnahagslegra aðstæðna, ofurseldar reglum, venjum
og valdboði þeirra sem meira máttu sín. Fræðileg afstaða Vilhelms er önnur,
hann telur að þrátt fyrir að samfélagið hafi einkennst af mikilli misskiptingu
valds, þar sem valdboð bárust að ofan til lægri þrepa, hafi einna lægst settu
undirsátarnir í þessu stigveldi, vinnufólk og lausamenn, haft mikið svigrúm
til að hafa áhrif á umhverfi sitt og skapa sitt eigið „rými“. Um þetta svigrúm
og togstreituna sem því fylgdi milli undirsáta og yfirsáta fjallar rannsókn
Vilhelms. Þetta er sagan neðan frá þar sem „horft er á samfélagið með augum
vinnumannsins, uppreisnarseggsins, sakamannsins.“ (bls. 13)
ritdómar 235
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 235