Saga - 2018, Side 244
Sverrir Jakobsson, SAGA BREIÐFIRÐINGA I. FÓLk OG RÝMI FRÁ
LANDNÁMI TIL PLÁGUNNAR MIkLU. Sagnfræðistofnun Háskóla
Íslands. Reykjavík 2015. 282 bls. kort. Myndir. Heimilda-, mannanafna-
staðarnafna- og atriðisorðaskrá.
Saga Breiðfirðinga I er fyrsta bindið í fyrirhuguðu þriggja binda verki um
sögu Breiðafjarðar, frá landnámi Íslands til 1960. Útgáfan er liður í rann-
sóknarverkefninu Saga Breiðafjarðar, en að því verkefni hefur verið unnið
með ýmsu móti um nokkra hríð.
Í inngangi gerir höfundur verksins, Sverrir Jakobsson, grein fyrir rann-
sóknarmarkmiðum verkefnisins í heild sinni, með svofelldum hætti:
Rannsóknin felur í sér víðfeðma langtímaþróun á afmörkuðu og um
margt sérstöku svæði. Hún hefur beinst að samgöngum, verlsun, land-
búnaði, sjávarútvegi og sjávarnytjum — höfðingjum, lærðum mönn -
um, konum, vinnufólki — stjórnmálum, átökum og hversdagslífi og
svo mætti áfram telja því að segja má að velt hafi verið við hverjum
steini til að draga upp heilsteypta mynd af mörgum þáttum yfir langan
tíma. Niðurstaðan verður öðruvísi þjóðarsaga en tíðkast hefur hér á
landi þar sem sérkenni þessa svæðis eru dregin fram en einnig hvernig
það var hluti af stærri heild, ekki einungis Íslandi heldur einnig
Norður-Atlantshafinu (bls. 5).
Rannsóknin er margbrotið og metnaðarfullt langtímaverkefni, sem ég leyfi
mér að kalla nýja tilraunastofu í íslenskum sagnfræðirannsóknum. Markmið
rannsóknarinnar eru skýr, nálgunin fjölbreytt og sjónarhornin margþætt. Í
inngangi gerir Sverrir grein fyrir takmörkunum heimilda og bendir á vaxandi
mikilvægi fornleifarannsókna í því að varpa ljósi á sögu elstu Íslands byggðar.
Snillingnum Jóni Ólafssyni úr Grunnavík (1705‒1779) tókst að gera
Íslandssögunni skil í þremur orðum: „Bændur flugust á“, og Íslandssagan
með því, afgreidd. Þessari kjarnyrtu söguskýringu Jóns verður ekki mót -
mælt með góðu móti, enda er hún bæði rétt og sönn, sé litið til elstu heim -
ilda og bókmennta um sögu Íslands. Burtséð frá söguskýringu Jóns Grunn -
víkings, þá hneigjast íslensk fræði til ítarlegri söguskýringa og fjölbreyttari
sjónarhorna en svo, að afgreiða megi fyrirbærið Íslandssögu, með nokkrum
orðum, hvorki í heild né að hluta.
Sérstakur aðfari Sverris (bls. vii‒x) er afar greinargóð leiðarlýsing um
náttúru, kennileiti og örnefni Breiðafjarðarsvæðisins. Með honum rammar
Sverrir inn sögusviðið, undirstrikar mikilvægar miðstöðvar, þjóðleiðir, farar -
tálma og sérkenni þess. Ef velja ætti eitt orð sem dregur saman kjarna þess
sem aðfarinn hefur fram að færa, þá er það fjölbreytni. Á Breiðafjarðar svæð -
inu má sjá Ísland í smækkaðri mynd.
Sögu Breiðfirðinga I, er skipt í þrjá meginhluta. Fyrsti hlutinn fjallar um
um landnám og elstu byggð á Breiðafjarðarsvæðinu fram til ársins 1148.
ritdómar242
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 242