Saga - 2018, Síða 245
Þessum hluta er síðan skipað niður í fjóra undirkafla, sem í stuttu máli snúast
um tengsl manna við land og tengsl svæða við menn sem, ásamt öðru, legg-
ur grunn að sjálfsmynd þeirra. Þeim sem hér skrifar þykir sem þessi hluti
verksins undirstriki þörf mannsins fyrir tengingu við stærra samhengi, út
fyrir sig sjálfan og við aðra menn og umhverfi sitt. Þörfin fyrir „tengingu“
er mjög mannleg þrá. Hún endurspeglar á vissan hátt þörfina fyrir að til-
heyra. Og kannski líka þörf fyrir reglu og skipulag.
Sverrir bregður sjálfsmynd Breiðfirðinga undir smásjána og vekur
athygli lesandans á hinni ríkjandi tilhneigingu Ara í þá átt að flokka menn
og upprunahéruð þeirra sem og að tengja menn við héruð. Ari fróði flokkar
menn eftir landsvæði. Sverrir skilgreinir út frá landfræði.
Fyrsti hlutinn lætur þó ekki staðar numið við fyrirbærið „sjálfsmynd“.
Sverrir fjallar um tengslanet höfðingjanna við Breiðafjörð á tólftu öld og
bendir á að virkni tengslanetsins í héraðinu megi rannsaka með því „að
skoða feril deilumála og úrlausn þeirra“ (bls. 48). Tengslanet byggjast á blóð -
tengslum eða sameiginlegum hagsmunum, nema hvort tveggja sé. „Í tengsl-
aneti fólust gagnkvæmar skyldur, en ekki endilega meðal jafningja. Tengslin
gátu ekki síður verið lóðrétt en lárétt“, skrifar Sverrir (bls. 55–56).
Sverrir gerir konum og valdi nokkur skil (bls. 62–66) í samnefndum
undir kafla. Þar bendir hann m.a. réttilega á, að mati þess er hér skrifar, að
„[h]lutur kvenna í að skapa nauðsynleg tengslanet gæti því hafa verið mikill
þótt þess sé sjaldan getið“ (bls. 66).
Gerð er grein fyrir skipulagi byggðar við Breiðafjörð og leiðum í hérað -
inu (bls. 69–82) og mikilvægi hlunninda gefinn sérstakur gaumur (bls. 78‒
82). Höfðingjasetur risu ýmist á útskögum (t.d. Reykjanesi og Öndverðar -
eyri) eða í sveitum við innfirði (t.d. á Skarðsströnd og í Hvammssveit).
Sömu ættir sátu hinar helstu valdamiðstöðvar mann fram af manni. Sverrir
bendir á mikilvægan samnefnara valdamiðstöðvanna við Breiðafjörð: „þær
horfðu á haf út, en ekki til fjalla“ (bls. 71). Sverrir telur að sveitirnar við
Breiðafjörðinn hafi frá upphafi verið skipulagðar í kringum valdamið stöðv -
ar höfðingjanna. Og ólígarkarnir, sem Sverrir kallar mjög kurteisislega „fá -
mennis stjórn“, sátu höfuðbólin og stýrðu umliggjandi sveitum í skjóli þess
hefðarréttar sem Landnáma og Íslendingasögurnar löggiltu.
Annar hlutinn kallast „Sturlungaöld við Breiðafjörðinn“ og skiptist
niður í fimm undirkafla. Í honum fjallar Sverrir um þann grundvöll sem for-
ystuhlutverk Sturlunga við Breiðafjörð hvíldi á. Hér greinir frá uppgangi
Sturlunga, samfélaginu við Breiðafjörð, og þeim möguleikum sem umhverfi
Breiðafjarðarsvæðisins hafði upp á að bjóða til búskapar og atvinnu starf -
semi, svo nokkuð sé nefnt. Þeim sem hér skrifar finnst margt sem fyrir augu
ber í þeim hluta, sem og reyndar víðar í verkinu, minna á stef úr sinni eigin
samtíð. kannski er sú upplifun byggð á misskilningi. Og kannski ekki.
Þarna birtist mynd af samfélagi, hvar stórbokkar keppast um að reka mál
skjólstæðinga sinna, þeim og ekki síður sjálfum sér til framdráttar. Elítan er
ritdómar 243
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 243