Saga - 2018, Blaðsíða 247
heimildir leyfa. konur höfðu áhrif. Þær véluðu og plottuðu alveg eins og
karlar. Þær gátu haft og höfðu áhrif í sögulegri framvindu á öld Sturlunga.
Sverrir telur að þáttur kvenna í uppgangi ættar Sturlunga hafi „löngum
verið vanmetinn“ (bls. 173). Þess má sjá stað í heimildum, þrátt fyrir þá ríkj-
andi tilhneigingu í sagnaritun að stilla körlunum upp í miðju sögusviðsins.
Einnig víkur Sverrir að verkalýð Sturlungaaldar, griðfólkinu (bls. 167–169),
og í kjölfar þess fjallar hann um „einhleypinga og harkamenn“ (bls. 169–
172). Það væri ef til vill einföldun að kalla þann hóp manna undirheimalýð
Sturlungaaldar. Þetta voru þó upp til hópa vegalausir strákar, utanveltu í
samfélaginu, vistlausir og stefnulausir. Þessir óreiðumenn áttu ekki vísan
stað í hinu rígbundna stigveldi samfélagsins.
Sverrir telur að landfræðileg afmörkun Breiðafjarðar hafi gert einni ætt,
Sturlungum, það kleift að seilast til valda á svæðinu meðfram öðrum þátt -
um (bls. 173). Sjálft umhverfi Breiðafjarðar var veigamikill áhrifaþáttur í
uppgangi Sturlunga; kjörlendi öflugs héraðsríkis.
Að loknum lestri þessa hluta verksins spyr maður sig hvort umhverfi
Breiðafjarðar hafi hugsanlega haft meiri mótunaráhrif á sögulega framvindu
þar en Sturlungar sjálfir.
Þriðji kaflinn, „Breiðafjörður undir skattlandsstjórn“, skiptist niður í þrjá
undirkafla.
Hér veltir Sverrir því fyrir sér hvernig sýsluvöldum og umboðsstörfum
við Breiðafjörð var háttað á síðari hluta þrettándu aldar og fjórtándu öld. Og
gerð er grein fyrir því hvernig hin veraldlega embættismannastétt tekur á
sig mynd, eftir því sem heimildir leyfa.
Framan af eru helstu höfðingjar landsins fulltrúar konungs á Íslandi.
Þeir réðu fyrir heilum þingum og jafnvel landshlutum. Síðar kvísluðust
mörg þinganna niður í mismargar smærri einingar, sýslur. Sverrir bendir á
að sýslumenn konungs í Vestfirðingafjórðungi höfðu fæstir hverjir aðsetur
við Breiðafjörð á fyrstu áratugum konungsvalds á Íslandi. Það er nokkuð á
skjön með hliðsjón af ótvíræðu forystuhlutverki Breiðfirðinga innan fjórð -
ungsins fram til þess tíma. Þá bendir Sverrir einnig á að ekki virðist sem
leitað hafi verið til Sturlunga eftir fráfall Sturlu Þórðarsonar með umboðs -
störf fyrir hönd konungs. Sverrir skýrir þetta m.a. með því að karlleggur
Sturlunga við Breiðafjörð virðist þynnast út, að minnsta kosti koma þeir
minna við heimildir tengdar svæðinu en áður. Sturlungar héldu vissulega
áhrifum á svæðinu og afkomendur þeirra margir hverjir í fremstu röð bænda.
Ætt Sturlunga missti þó konungshylli, að því er virðist nokkuð hratt. Þegar
komið er fram á fjórtándu öld vitna heimildir aðeins um eina ættkvísl
Sturlunga sem má sín einhvers við Breiðafjörð og eru þar á ferð afkomendur
Sturlu Þórðarsonar (1214–1284) lögmanns. Þeir eru efnaðir bændur en
gegna ekki embættum að ráði.
Sverrir fjallar einnig um þýðingarmikil átök milli kirkjunnar og eignar-
bænda í höfðingjastétt, staðamál hin síðari, á síðasta aldarfjórðungi þrett-
ritdómar 245
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 245