Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 39
37
skrifuðu menn sendibréf, sendu sendimann með bréfið og hann
skyldi bíða eftir svari. Þegar afi hefur endanlega gert upp hug
sinn skrifar hann bónorðsbréf. Bréfið er ekki lengur til, einhverj-
ar glefsur úr því hafa stundum verið hafðar í flimtingum milli
manna, en hvernig sem bréfið hefur verið orðað og hvernig svo
sem Þor steinsínu hefur orðið við þegar hún las það, þá þarf ekki
að orðlengja um hlutina annað en það, að vinnumaðurinn hélt
heimleiðis daginn eftir með já í farteskinu og hinn 13. september
sama ár, 1906, eru þau gefin saman við hátíðlega athöfn, afi Páll
og amma Þorsteinsína. Hún tekur við búsforráðum á Víðidalsá og
býr þar með manni sínum þar til að hann andast, 3. október 1962,
og höfðu þau þá verið gift í 56 ár.
Þegar amma Þorsteinsína tekur við búsforráðum á Víðidalsá
verður strax mikil breyting á húshaldi og svipmóti heimilisins,
enda vélar þar kvennaskólagengin nútímamanneskja um hlutina.
Hún var glaðsinna, röggsöm með afbrigðum og höfðingi í lund,
með ákaflega stórt hjarta. Hún mætti öllum stórum og smáum
með sömu ljúfmennskunni, en föst var hún fyrir ætti að sýna
Ljósm.: Ingimundur Pálsson, júní 2011.
Íbúðarhúsið á Víðidalsá.