Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 58
56
Skriður virðist kominn á málið á fundi 1. júní 1947:
Þá var tekið fyrir næsta mál, sem var húsbyggingarmálið, framsögu hafði
Skúli Alexandersson. Kvað hann húsmálið sæmilega á veg komið, en enn
vantaði að fá fullkomið eignarafsal á lóðinni. Efni væri komið að mestu
leyti17 og kostnaður orðinn um 3000,00 kr. Vænti hann þess að vinna
sem eftir væri yrði unnin í sjálfboðaliðsvinnu. Stakk hann upp á því að
kosin væri byggingarnefnd og enn fremur húsvörður eftir að húsið væri
tekið í notkun.
Næstur tók til máls Jóhannes Pétursson og skýrði frá eftirgrennslan
sinni um lóð undir húsið. Þá tók Matthías Pétursson til máls, vildi hann
að leitað væri til hreppsins með styrk til hússins, enn fremur benti hann á
ýmsar fjáröflunarleiðir. Studdi Skúli Alexandersson tillögur Matthíasar.
Matthías Pétursson upplýsti að félagið ætti nú sem stæði aðeins 100,00
kr. í sjóði. Þá var stungið upp á 3 mönnum í byggingarnefnd. Þeir voru:
Jóhannes Pétursson, Marteinn Þorláksson18, Herbert Ólafsson19 og voru
þeir samþykktir samhljóða.
Þá kom fram tillaga frá Skúla Alexanderss. „Fundurinn samþykkir
að fela stjórninni að undirbúa reglur um starfsvið húsvörðs og skipa
mann til að sjá um húsið.“ Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Þá kom tillaga frá Jóhannesi Péturssyni. „Fundur haldinn í Umf.
Efling á Djúpavík í júní samþykkir að fela stjórninni að fara þess á leit
við hreppsnefndina að hún styrki byggingu samkomu- og íþróttahúss á
Djúpavík.“ Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Eftir þetta hefur aðeins einn fundur verið færður til bókar hjá
félaginu, þ. 17. maí 1948, og þar er ekki minnst á húsbygginguna.
Einnig er til uppkast að aðalfundargerð dagsettri 20.6. 1949; þar
er ekki heldur minnst á húsið. Vera má að þessi fundur hafi verið
sá síðasti í félaginu. Síðasta færsla í sjóðsbókinni er 1.1. 1950.
Þá er að líta í sjóðsbókina og þá reikninga sem varðveist hafa.
Upplýsingar um tekjur og kostnað má sækja að einhverju leyti í
sjóðsbók Eflingar. Hér á eftir verða taldar upp þær færslur, bæði
tekjur og gjöld, sem líklegt má telja að tengist eða megi tengja
húsbyggingunni.
17 Þetta var efni úr bragga sem rifinn var suður á Keflavíkurflugvelli. Sjá seinna í
greininni.
18 Marteinn Þorláksson var frá Veiðileysu, seinna fiskmatsmaður í Hafnarfirði.
19 Herbert Ólafsson var frá Gjögri, síðar sjómaður á Skagaströnd.