Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 48
46
uðu. Þar með stóð ekkert í vegi fyrir því að Guðjón og Guðmunda
fengju að gefa orgel í gömlu kirkjuna og þar með að minn-
ingarhátíðin um Guðmund Þ. Guðmundsson yrði haldin.
Ég talaði svo nokkrum dögum seinna við vin minn, Hjalta Guð-
mundsson í Bæ, sem nú er látinn, til að biðja hann um að taka við
málverki því sem áður var nefnt af þeim Guðmundi Þ. og konu
hans, Guðrúnu Sæmunds, eins og þau voru kölluð, fyrir hönd
skólanefndar. Hjalti var þá formaður skólanefndar og því eðlilega
í því hlutverki að taka við málverkinu. Hann kvað það alveg sjálf-
sagt og að það mundi hann gera með ánægju.
Þegar ég svo spurði hann í framhaldinu um hvað honum
fyndist um kirkjusamkomulagið kom annað hljóð í strokkinn.
Hann sagði við mig að honum hafi ekki fundist það sniðugt að
kalla lítinn hóp manna á leynifund út á Storð og pína þá svo sem
þar voru mættir til að skrifa undir samkomulag sem væri ekkert
fyrir alla. Ég svaraði honum þannig að það hafi alltaf verið mér
ljóst að samkomulagið væri bara innan þessa hóps sem þarna hitt-
ist. En málið væri það engu að síður að þessi hópur hafi gert með
sér samkomulag sem þau ætluðu að standa við og væri því kirkju-
deilan þeirra á meðal úr sögunni. Hitt væri svo annað mál að allir
aðrir innan sveitarinnar gætu haldið áfram að rífast ef þeim
sýndist svo en fundarmenn á Storð mundu ekki taka þátt í því.
Þegar ég svo kom norður til minningarhátíðarinnar 21. júní og
hitti Hjalta kom hann strax til mín og tók í höndina á mér og
þakkaði mér fyrir minn hlut í samkomulaginu. Staðan væri gjör-
breytt, sagði hann, nú vildi enginn tala um kirkjumálin nema í
sáttartón. Þetta væri allt annað líf. Ég leyfi mér að minnast á þetta
atriði hér því að ég held að það sé nokkuð dæmigert fyrir alla
aðra í sveitinni. Þarna var komið samkomulag sem allir gátu stuðst
við því að það var ekkert annað betra til í stöðunni. Ekki er mér
kunnugt um annað en að karlar og konur innan sveitarinnar hafi
síðan virt samkomulagið og þar með hafi áralöngum deilum um
kirkjumál í Árneshreppi lokið.
Samningurinn, eins og hann leit endanlega út, fylgir hér með
en ekki tel ég ástæðu til að láta punktana mína fylgja enda ekki
þörf á að kryfja samningaferlið til mergjar í smáatriðum. Í prent-
aða textanum hér á eftir geri ég innan sviga grein fyrir þeim sem
undirrituðu sam komulagið.