Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 44

Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 44
42 leiðin væri að ná sáttum í þessari ömurlegu kirkjudeilu. Ég hringdi því í Gunnstein Gíslason, formann sóknarnefndar í Árneshreppi, sveitunga minn og vin frá unga aldri, og spurði hann hvað þyrfti að koma til svo að ná mætti sáttum í þessari löngu deilu. Þetta var föstudaginn 22. maí 1992. Hann svaraði að það væri fyrst og fremst að koma saman og ræða málin og reyna að komast að góðri niðurstöðu fyrir alla. Það hefði ekki enn tek- ist. Spurði ég hann hvort hann mundi treysta mér til að reyna að fara í málið og koma á sáttum. Hann kvað allt til vinnandi ef það gæti bundið enda á þessar eitruðu deilur. Með þetta svar í huga fór ég að hringja í þá sem stóðu að gömlu kirkjunni. Mér var það ekki erfitt enda þeir allir vinir mínir og eins konar uppeldisbræð- ur innan sveitarinnar. Ég spurði þá þessarar sömu spurningar og Gunnstein: Hvað þarf að koma til frá þínu sjónarmiði til að sætta menn í þessu erfiða kirkjumáli? Svörin voru ekki öll eins en allir voru því mjög meðmæltir að reyna að ná sáttum, staðan væri orðin mjög erfið. Hringdi ég því aftur í Gunnstein og tjáði honum að allir þeir sem ég hafði náð í og voru í forsvari fyrir gömlu kirkjuna væru tilbúnir að mæta til fundar. Spurði ég Gunnstein hvort hann væri þá tilbúinn að boða sóknarnefnd á fund á Storð þriðjudaginn 26. maí kl. 20:30. (Storð er sumarhús sem nokkur systkinanna frá Kjörvogi byggðu árið 1978 til sumardvalar á grundinni undir Finnbogastaðabrekkum út undir vatninu.) Hann mun þá þegar hafa heyrt í einhverjum nefndarmanna og kvaðst reiðubúinn að mæta með nefndina. Ég lagði ríkt á við hann að halda málinu leyndu því að ef það spyrðist út að stór hópur ætlaði að hittast til að ræða kirkjumálin gæti allt farið í bál og brand. Hann hafði sömu sýn á það og ég og kvaðst haga málum þannig að ekki spyrð- ist út. Þá fór ég aftur í að hringja í forsvarsmenn gömlu kirkjunn- ar og sagði sóknarnefndina reiðubúna til fundar og boðaði þá alla á Storð þriðju daginn 26. maí kl. 19:30, klukkutíma á undan sóknarnefnd. Það gerði ég til að gefa þeim tækifæri á að hittast og spjalla saman áður en nefndin kæmi til fundarins en lagði einnig áherslu á að fara dult með. Nú þurfti ég að átta mig á því hvað til míns friðar heyrði. Ég varð að hafa eitthvað fram að færa þegar til fundarins kæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.