Strandapósturinn - 01.06.2016, Síða 13

Strandapósturinn - 01.06.2016, Síða 13
11 einfarinn Sverrir Valdimarsson. Frægðarsól Hólms reis upp úr 1920 en þá bjó þar Bjarni Runólfsson sem var fæddur 1891 og var föðurbróðir Sverris. Bjarni varð snemma afburðahagleiks- maður og mjög útsjónarsamur. Hann byggði virkjanir fyrir bændur í öllum sýslum landsins. Túrbínurnar smíðaði Bjarni í smiðju sem hann byggði á Hólmi. Smiðjan var búin verkfær- um sem að mestum hluta komu frá strönduðum skipum en Skaftfellingar töluðu gjarnan um „góð strönd“ ef með fylgdu hlutir sem að gagni komu. Efnið í túrbínurnar, þ.e. járnið, sótti Bjarni einnig í skipsströndin. Bjarni andaðist langt um aldur fram árið 1938, aðeins 47 ára gamall, en þá hafði hann lokið við smíði 116 virkjana um allt land. Eftir lát Bjarna skap- aðist mikið tómarúm á Hólmi og jafnvel víðar. Að sjálfsögðu höfðu ýmsir sveitungar Bjarna unnið með honum þannig að þekkingin á byggingu virkjana var áfram til staðar og urðu sumir samverkamenn hans þekktir um allt land. Meðal virkj- ana sem Bjarni byggði voru þrjár í Strandasýslu, þ.e. á Ósi í Steingrímsfirði, Þambárvöllum og í Grænumýrartungu. Eftir miklar vangaveltur um framtíð Hólms meðal heimamanna og ýmissa ráðamanna landsins varð niðurstaðan sú að ekkja Bjarna, Valgerður Helgadóttir, gaf Búnaðarfélagi Íslands jörðina. Bróðir Bjarna, Valdimar Runólfsson, byggingameist- ari í Reykjavík, var ráðinn til að stýra skólahaldi ásamt búinu. Frá árinu 1945 til ársins 1963 var rekinn smíðaskóli að Hólmi og þar gátu allt að sjö nemendur, víðs vegar að af landinu, stundað nám samtímis. Öll mannvirki ásamt tækjakosti standa enn nánast í sömu skorðum og skilið var við þau fyrir rúmum 50 árum en tímans tönn hefur sett töluvert mark sitt á staðinn í heild. Að lokinni skoðunarferð að Hólmi var ákveðið að fá sér síðdeg- iskaffi og meðlæti á Önnukaffi undir Eyjafjöllum sem er bændagisting með ágætis veitingaaðstöðu. Til Reykjavíkur komu ferðafélagar síðan um kl. 17 og þar með var Kór Átthagafélags Strandamanna kominn í sumarleyfi. Æfingar haustsins hófust 13. september og nú var megin- áherslan á að æfa nokkur lög sem höfðu verið valin með það í huga að gefa þau út á geisladisk. Upptakan fór síðan fram laugar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.