Strandapósturinn - 01.06.2016, Síða 9
7
Góðir lesendur. Starfsemi Átthagafélagsins var að vanda með
nokkuð föstu sniði. Við héldum hið árlega þorrablót félagsins í
Valsheimilinu. Veislustjóri var Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra,
og tókst honum einstaklega vel upp. Okkar ástkæra Heiða Ólafs-
dóttir og maður hennar, Snorri Snorrason, tóku lög sem flestir
þekkja, þau sungu hvort í sínu lagi og líka saman og tókst þeim
mjög vel upp. Okkur í Átthagafélaginu er mikils virði að eiga slíkt
söngfólk að. Við þökkum Heiðu og Snorra innilega fyrir frábær-
an söng. Maturinn var frá Múlakaffi og allt gekk mjög vel, það
voru rúmlega 210 manns í mat sem er frábært. Reynt var að halda
miðaverði í lágmarki, 6.800 kr. Hljómsveitin Upplyfting lék fyrir
dansi.
Undirbúningur sumarferða fór fram upp úr áramótum og áttu
þær Þóra Steindórsdóttir og Ingibjörg Marelsdóttir stjórnarmenn
mikinn heiður af því að koma okkur í frábæra ferð til Passau í
Þýskalandi en þaðan var farið til Tékklands og inn í Austurríki.
Skipulagið var í höndum Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar
en það er gamla fyrirtækið Guðmundur Jónasson, sem hafði sér-
leyfi fyrir rútuakstur á Strandir í fjölda ára, og þótti okkur það
afar skemmtileg tilviljun að þeir væru enn að flytja Strandamenn,
nú út fyrir landsteinana. Uppselt var í ferðina og biðlisti. Alls fóru
45 og þakkar stjórnin öllum ferðafélögunum fyrir frábæra ferð og
góð kynni en svona ferðir auka á samheldni okkar. Fararstjórinn,
Emil Örn Kristjánsson, stóð sig afar vel, sagði okkur margar sögur
og hafði gamanmál á reiðum höndum sem er nauðsynlegt í rútu-
Jón Ólafur Vilhjálmsson frá Kollsá
Átthagafélag
Strandamanna
árið 2015