Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 43
41
hann fá land undir væntanlega skólabyggingu. Fólkið á Finn-
bogastöðum og á Kjör vogi stóð saman í flestum málum og ekki
síst í erfiðum stórmálum. Í þessu máli kemur mjög við sögu faðir
minn, fyrrnefndur Guðjón Magnússon, sem var alltaf við hlið
Guðmundar Þ. í hans baráttu fyrir framförum í sveitinni.
Með þessari stuttu forsögu má skilja hvers vegna Guðjón á
Kjörvogi lagði mikið upp úr því að Guðmundar Þ. yrði minnst á
100 ára fæðingardegi hans. Hann fór fram á það við mig og önn-
ur börn sín og barnabörn að við gerðum dagskrá til að flytja í
Árnesi á þessum tíma mótum. Sjálfur ætlaði hann ásamt konu
sinni, Guðmundu Þ. Jónsdóttur, að gefa orgel í gömlu kirkjuna
þar sem það sem fyrir var hafði verið flutt í nýju kirkjuna. Guðjón
og Guðmunda stóðu eindregið með þeirri gömlu og vildu því
ekki að hún stæði uppi munalaus og þar með afskrifuð sem kirkja.
Hann fór því fram á það við sóknarnefnd safnaðarins í Árnes-
hreppi að fá að gefa orgel í gömlu kirkjuna en því var hafnað.
Þetta varð honum mikið áfall enda þá þegar búinn að kaupa
orgelið, nýtt frá Þýskalandi. Rök sóknarnefndar voru þau að
gamla kirkjan yrði tekin úr notkun sem sóknarkirkja og síðan af-
helguð. (Að sögn Gunnsteins Gíslasonar var það aldrei á döfinni
að afhelga gömlu kirkjuna þó svo að sögur hafi gengið þar um.)
Þessu voru þeir ekki sammála sem stóðu með gömlu kirkjunni og
höfðu lagt bæði tíma og fjármuni í að gera hana upp. Hún stóð
því þarna á sínum stað í betra ástandi en hún hafði verið um
árabil.
Þegar ég frétti af þessu varð mér mikið um. Þetta hefði kostað
að hætta yrði við minningar hátíðina sem þegar hafði verið lögð
nokkur vinna í. Safnað hafði verið peningum til að láta gera mál-
verk af þeim hjónum, Guðmundi Þ. og Guðrúnu, sem afhenda
átti við þetta tækifæri. Málverkið var þegar tilbúið. Magnús bróðir
minn hafði lagt vinnu í að taka saman minninga brot um ævi
þeirra hjóna sem hann ætlaði að flytja á hátíðinni. Og það sem
verra var, ég sá einnig fyrir mér að kirkjudeilurnar mundu magn-
ast ef orgelgjöfinni yrði hafnað og þar með að hætt yrði við minn-
ingarhátíðina. Þá mundi samband okkar, hinna brottfluttu, við
okkar gömlu sveitunga og vini verða mun erfiðara.
Það var með þetta í huga að ég hugsaði stíft um hvað væri hægt
að gera til að bjarga mál inu. Sá ég fyrir mér að eina raunhæfa