Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 106

Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 106
104 eru nefndar Hellir (425) í landamerkjaskránni frá 1890. Merkin eru þar um tanga sem heitir Hellutangi (426). Fram af Hellutang- anum eru miklar flúrur nafnlausar. Önnur afbrigði af nöfnunum á Hellunum eru Hellrar (427), Hellnanes (428) og Hellarnes (429). Í Urðarklettum upp af Hellutanga er rauður klettur sem heitir Rauðisnagi (430) og er hann framan í og neðan við Breiðuhillu. Rauðisnagi er heiman til við Hellugjána. Hlíðin ofan við Hellurn- ar heitir Helluhlíð (431). Jaðar (432) heitir hvarf á hlíðinni utan við Réttarnesgjána. Hellnagjá (433) heitir gjá upp af Hellutanga. Sker og boðar Þá er að telja upp sker, boða og sund sem upp á vantar. Út undan Bólinu er sker sem heitir Bólsker (434), Miðaftanssker (435) eða Nátthagasker (436). Örstutt norður af Bólskeri er flaga sem nefn- ist Litlasker (437). Norðvestur af bænum er sker sem Friðrikka (438) heitir. Milli Friðrikku og lands heitir Sundið (439) og þegar grásleppunet eru lögð þar er sagt „að leggja í Sundið“. Beint fram af bænum og eilítið norðar er Náttmálasker (440). Ofan við Nátt- málaskerið er Sandáll (441). Milli Sandáls og Tangans er 70–80 m langt rif sem kemur upp úr um fjörur. Það er nefnt Rif (442). Á firðinum fram af Náttmálaskeri er Grynning (443) og er það not- að sem fiskimið. Miðið í það er Valleyri í Miðhamar á Eyri. Út og norðvestur af Stekkjarnesi er skerjaklasi sem nefnist Munaðarnessker (444) en í daglegu tali Skerin (445). Skammt vestur af Skugga er boði sem aldrei kemur upp úr og nefnist hann Flatskella (446). Norður af Náttmálaskeri eru flögur sem nefnast Lönguflögur (447) eða Langaflaga (448) og norðan við þær er Djúpasund (449). Háasker (450) er syðsta skerið í Munaðarnes- skerjaklasanum sjálfum. Á að giska 200 metrum suðvestan Háa- skers er boði sem heitir Háaskersnaggur (451). Milli Háaskers og Skugga eru Sundin (452). Næsta sker fyrir norðan er Flatasker (453) og upp í það að austan skerst Glufan (454). Í Glufunni stoppar reki í hafátt. Sundið milli Háaskers og Flataskers heitir Háaskerssund (455). Lítil flaga nafnlaus er við norðausturhorn Flataskers og sundið á milli er ávallt nefnt Sundið (456). Þar er selalögn og sagt „að leggja í Sundið“. Skerið þar næst fyrir norðan heitir Heiðnaflaga (457). Nyrst er langt sker sem heitir Pollasker
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.