Strandapósturinn - 01.06.2016, Qupperneq 10
8
ferðum. Við höfum leitað til hans með að skipuleggja ferð í ár.
Einn ferðafélaganna segir nánar frá ferðalaginu hér síðar í ritinu.
Við tókum þátt í spurningakeppni átthagafélaganna og fyrir
okkar hönd kepptu Hulda María Magnúsdóttir, Ingimar Karl
Helgason og Höskuldur Búi Jónsson. Keppninni var sjónvarpað í
bútum og var því miður ekki nógu vel staðið að því hjá ÍNN. Þökk-
um við keppendum okkar kærlega fyrir að keppa fyrir okkar hönd
og gekk þeim bara ágætlega.
Kaffidagurinn var haldinn 10. maí í Valsheimilinu, sal sem okk-
ur stóð til boða, en Múlakaffi sá um leirtau og félagsmenn um
bakkelsið eins og venjulega. Erum við ævinlega þakklát félögum í
Átthagafélaginu fyrir að koma með allar þessar kræsingar. Einn
félagi mætti með nikkuna sína og lék nokkur lög. Þökkum við
Jens Magnússyni fyrir þann gjörning sem var skemmtileg til-
breyting. Það er góður siður að hittast svona á vorin og spjalla um
allt milli himins og jarðar, svo sannarlega fjölskyldudagur. Ekki
má gleyma okkar ágæta kór, Kór Átthagafélags Strandamanna,
sem syngur alltaf fyrir okkur á kaffidaginn. Þá vil ég þakka Karli
Loftssyni fyrir að hlaupa í skarðið fyrir formanninn, sem lá á
hjartadeildinni bæði á kaffidaginn og þegar aðalfundurinn fór
fram, og enn fremur vil ég þakka stjórninni fyrir mjög gott sam-
starf.
Netföngin, sem okkur hefur tekist að safna, hafa sparað okkur
póstkostnað sem var orðinn mjög hár. Þá er einnig hægt að koma
skilaboðum fyrr til félagsmanna um það sem er á döfinni hverju
sinni. Þetta er mikil hagræðing frá því sem var en við sendum enn
rúmlega 100 bréf til þeirra sem ekki hafa netföng. Fésbókarsíðan
okkar er mikið notuð og er farið inn á hana nánast daglega. Þar
birtum við myndir úr starfinu og fallegar myndir sem Jón Hall-
dórsson tekur úr Strandasýslu og annan fróðleik, minnum á fé-
lagsgjöldin og tengjum okkur öðrum Strandamönnum sem búa
fjær okkur á landinu og erlendis.
Aðalfundur félagsins var haldinn í Foldaskóla 12. maí. Þar var
farið yfir reikninga félagsins, skýrslu stjórnar og kosið í stjórn,
skemmtinefnd og húsnefnd Strandasels. Strandasel var leigt út 12
vikur og gekk það vel en nú þarf að endurnýja girðingu. Ein
breyting varð í stjórn, Eyrún Ingimarsdóttir gaf ekki kost á sér
áfram og í hennar stað kom Sigríður Hrólfsdóttir. Nefndaskipan