Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 10

Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 10
8 ferðum. Við höfum leitað til hans með að skipuleggja ferð í ár. Einn ferðafélaganna segir nánar frá ferðalaginu hér síðar í ritinu. Við tókum þátt í spurningakeppni átthagafélaganna og fyrir okkar hönd kepptu Hulda María Magnúsdóttir, Ingimar Karl Helgason og Höskuldur Búi Jónsson. Keppninni var sjónvarpað í bútum og var því miður ekki nógu vel staðið að því hjá ÍNN. Þökk- um við keppendum okkar kærlega fyrir að keppa fyrir okkar hönd og gekk þeim bara ágætlega. Kaffidagurinn var haldinn 10. maí í Valsheimilinu, sal sem okk- ur stóð til boða, en Múlakaffi sá um leirtau og félagsmenn um bakkelsið eins og venjulega. Erum við ævinlega þakklát félögum í Átthagafélaginu fyrir að koma með allar þessar kræsingar. Einn félagi mætti með nikkuna sína og lék nokkur lög. Þökkum við Jens Magnússyni fyrir þann gjörning sem var skemmtileg til- breyting. Það er góður siður að hittast svona á vorin og spjalla um allt milli himins og jarðar, svo sannarlega fjölskyldudagur. Ekki má gleyma okkar ágæta kór, Kór Átthagafélags Strandamanna, sem syngur alltaf fyrir okkur á kaffidaginn. Þá vil ég þakka Karli Loftssyni fyrir að hlaupa í skarðið fyrir formanninn, sem lá á hjartadeildinni bæði á kaffidaginn og þegar aðalfundurinn fór fram, og enn fremur vil ég þakka stjórninni fyrir mjög gott sam- starf. Netföngin, sem okkur hefur tekist að safna, hafa sparað okkur póstkostnað sem var orðinn mjög hár. Þá er einnig hægt að koma skilaboðum fyrr til félagsmanna um það sem er á döfinni hverju sinni. Þetta er mikil hagræðing frá því sem var en við sendum enn rúmlega 100 bréf til þeirra sem ekki hafa netföng. Fésbókarsíðan okkar er mikið notuð og er farið inn á hana nánast daglega. Þar birtum við myndir úr starfinu og fallegar myndir sem Jón Hall- dórsson tekur úr Strandasýslu og annan fróðleik, minnum á fé- lagsgjöldin og tengjum okkur öðrum Strandamönnum sem búa fjær okkur á landinu og erlendis. Aðalfundur félagsins var haldinn í Foldaskóla 12. maí. Þar var farið yfir reikninga félagsins, skýrslu stjórnar og kosið í stjórn, skemmtinefnd og húsnefnd Strandasels. Strandasel var leigt út 12 vikur og gekk það vel en nú þarf að endurnýja girðingu. Ein breyting varð í stjórn, Eyrún Ingimarsdóttir gaf ekki kost á sér áfram og í hennar stað kom Sigríður Hrólfsdóttir. Nefndaskipan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.