Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 85

Strandapósturinn - 01.06.2016, Side 85
83 ýkjastór, sem heitir Hvíldarhella (36). Melur skilur að Lómatjarnar- sund og Hvíldarhelluna. Nafnið er þannig til komið að hún er á leiðinni þegar komið er upp frá sjó og hvíldu menn sig þar eftir að hafa gengið upp brekkuna. Utanvert við Eiðið fellur Eiðislæk- ur (37) fram af Eiðishömrum. Hann fellur til sjávar innanvert við Fagrahvamm (38). Í daglegu tali var oftast rætt um Eiðslæk (39). Eiðislækur nefnist Hlöðulækur (40) eftir að hann er kominn nið- ur í hlíðina fyrir neðan Eiðið. Undir Eiðishömrum, milli Eiðis- læks og Tröllhóls, er Tröllhólsengi (41) sem Norðurfjarðarmenn nefna Eiðispart (42). Undir Hömrunum utan við Eiðislækinn, milli hans og Vetrarbrekku, er Hamrapartur (43). Hann er neðan við skriðufótinn. Efst í Hamraparti er grasi gróin rein sem nær í gegnum urðina upp að Hömrunum og er hún nefnd Tunga (44) og er hún milli Eiðislækjar og áberandi urðar þar fyrir utan. Hún var stundum slegin en er mjög ógreiðfær. Þar sem Eiðishömrum sleppir Munaðarnes megin eru tveir stakir klettar í brúninni og er annar strýtumyndaður. Klettar þess- ir heita Strýtur (45). Þeir eru aðgreindir sem Innri-Strýta (46) og Ytri-Strýta (47) og er grasi vaxin klauf á milli. Yst í Heydölum og fyrir ofan Strýtur eru engjablettir sem heita Strýtustykki (48) og er það notað í eintölu. Ofan og innan við Strýtustykki eru börð sem nefnast Neðri-Bekkur (49) og Efri-Bekkur (50). Neðan undir þeim er laut sem heitir Skjónugeil (51) og er hún á milli Innri- Strýtu og ytri endans á Eiðishömrum. Það mun vera sami staður og hefur nafnið Skjónugil (52) í skrá Símonar Jóhannesar Ágústs- sonar og mun seinna orðið vera afbökun. Undir Strýtunum og ofan við veginn er lítill klettahjalli grasi gróinn að ofan og nefnist hann Hjalli (53) og til aðgreiningar frá öðrum samnefndum Hjallinn á Vetrarbrekkunni (54). Miðhlíðis frá Eiðinu út að Munaðarnesi var gönguleiðin og hét hún Götur (55). Sagt var „að fara inn Götur“ þegar farið var til Norðurfjarðar. Akvegurinn liggur nú þar sem Götur voru. Innsti hlutinn af Götunum lágu um svonefnda Vetrarbrekku (56). Hún nær frá Strýtum inn að Hamraparti. Áður en akvegur var lagður að Munaðarnesi var farið frá Vetrarbrekku inn á Eiðið eftir upp- hlaðinni götu sem var nefnd Eiðisbrú (57) og er reyndar enn köll- uð svo þar sem vegurinn var lagður ofan í hana. Eiðisbrú var jarð- brú yfir Hamrapartinn. Undir Vetrarbrekkunni er steinn sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.