Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 30
28
ins og hinn endinn bundinn um steina 20–30 kg þunga. Þessi út-
búnaður var kallaður landtog. Í djúpenda netsins var bundinn
grennri kaðall, 4–6 faðma langur, og í hinn endann festur 10 kg
steinn. Þessi útbúnaður kallaðist útdíll. Við lagningu neta var
alltaf reynt að koma landtoginu eins nálægt landi og kostur var. Í
mörgum lögnum voru holur eða sprungur í skerin þar sem land-
togið var sett í. Þegar búið var að koma landtoginu á réttan stað
var netinu róið út og lauk lagningu með því að útdílnum var hent
fyrir borð.
Undantekningarlaust voru net lögð þegar lágsjóað var. Segl
voru alltaf notuð ef mögulegt var. Segl sem notað var á þessum
bátum er kallað skektusegl. Alltaf var byrjað að leggja netin við
Flögurnar. Þar voru lögð sex net. Eftir 1–2 daga voru net lögð út
við Skotta og við Þernu hólmaskerin og oft eitt net inn við skerin
í Fúlvíkinni. Sex lagnir voru við Skottana og fimm við Þernu-
hólma. Í annarri umvitjun voru öll net við Skotta og Þernuhólma
tekin upp og flutt inn á Fjörð. Stundum var lagt aftur við Skotta,
3–4 net, sem voru flutt innan frá Fannaskeri og Æðarskeri. Þrjár
lagnir voru við Rifgirðingar. Oftast var eitt net lagt við Klakkana.
Að því loknu var farið inn að Fannaskeri og lögð þar tvö net. Síð-
an var róið eða siglt út að Æðarskeri og lagt þar eitt net, síðan
farið út að Flögum og lögð þar fimm net. Stundum var róið upp í
Fannabás og stoppað þar í 1–2 tíma og vitjað þá um sum netin á
heimleiðinni.
Þegar komið var úr umvitjun var selurinn borinn upp á land og
skipt í fjóra staði. Voru það kölluð köst. Þá völdu menn sér fjóra
smáhluti og fengu svo ungling eða barn til að setja einn hlut á
hvert kast og átti sá það kast sem hluturinn, sem hann kaus sér,
lenti á. Þetta kall aðist „að kasta á“ og hlutirnir sem kastað var á
hétu „ákast“. Þessi aðferð var einnig notuð þegar rekaviði var
skipt. Oft kom það fyrir að vantaði sel eða seli til að skipti væru
jöfn. Þá áttu þau köst sel í sjó til næstu umvitjunar og fengu þau
þá fyrstu seli er komu þá á land. Sjaldgæft var að fullorðnir selir
veiddust en ef það kom fyrir voru þeir flegnir og sviðin hirt en
öðru var hent. Stundum veiddust smákópar 20–35 kg. Þeir voru
nefndir læpur. Skinnin af þeim voru verkuð en lítið fékkst fyrir
þau.