Strandapósturinn - 01.06.2016, Qupperneq 30

Strandapósturinn - 01.06.2016, Qupperneq 30
28 ins og hinn endinn bundinn um steina 20–30 kg þunga. Þessi út- búnaður var kallaður landtog. Í djúpenda netsins var bundinn grennri kaðall, 4–6 faðma langur, og í hinn endann festur 10 kg steinn. Þessi útbúnaður kallaðist útdíll. Við lagningu neta var alltaf reynt að koma landtoginu eins nálægt landi og kostur var. Í mörgum lögnum voru holur eða sprungur í skerin þar sem land- togið var sett í. Þegar búið var að koma landtoginu á réttan stað var netinu róið út og lauk lagningu með því að útdílnum var hent fyrir borð. Undantekningarlaust voru net lögð þegar lágsjóað var. Segl voru alltaf notuð ef mögulegt var. Segl sem notað var á þessum bátum er kallað skektusegl. Alltaf var byrjað að leggja netin við Flögurnar. Þar voru lögð sex net. Eftir 1–2 daga voru net lögð út við Skotta og við Þernu hólmaskerin og oft eitt net inn við skerin í Fúlvíkinni. Sex lagnir voru við Skottana og fimm við Þernu- hólma. Í annarri umvitjun voru öll net við Skotta og Þernuhólma tekin upp og flutt inn á Fjörð. Stundum var lagt aftur við Skotta, 3–4 net, sem voru flutt innan frá Fannaskeri og Æðarskeri. Þrjár lagnir voru við Rifgirðingar. Oftast var eitt net lagt við Klakkana. Að því loknu var farið inn að Fannaskeri og lögð þar tvö net. Síð- an var róið eða siglt út að Æðarskeri og lagt þar eitt net, síðan farið út að Flögum og lögð þar fimm net. Stundum var róið upp í Fannabás og stoppað þar í 1–2 tíma og vitjað þá um sum netin á heimleiðinni. Þegar komið var úr umvitjun var selurinn borinn upp á land og skipt í fjóra staði. Voru það kölluð köst. Þá völdu menn sér fjóra smáhluti og fengu svo ungling eða barn til að setja einn hlut á hvert kast og átti sá það kast sem hluturinn, sem hann kaus sér, lenti á. Þetta kall aðist „að kasta á“ og hlutirnir sem kastað var á hétu „ákast“. Þessi aðferð var einnig notuð þegar rekaviði var skipt. Oft kom það fyrir að vantaði sel eða seli til að skipti væru jöfn. Þá áttu þau köst sel í sjó til næstu umvitjunar og fengu þau þá fyrstu seli er komu þá á land. Sjaldgæft var að fullorðnir selir veiddust en ef það kom fyrir voru þeir flegnir og sviðin hirt en öðru var hent. Stundum veiddust smákópar 20–35 kg. Þeir voru nefndir læpur. Skinnin af þeim voru verkuð en lítið fékkst fyrir þau.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.