Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 43

Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 43
41 hann fá land undir væntanlega skólabyggingu. Fólkið á Finn- bogastöðum og á Kjör vogi stóð saman í flestum málum og ekki síst í erfiðum stórmálum. Í þessu máli kemur mjög við sögu faðir minn, fyrrnefndur Guðjón Magnússon, sem var alltaf við hlið Guðmundar Þ. í hans baráttu fyrir framförum í sveitinni. Með þessari stuttu forsögu má skilja hvers vegna Guðjón á Kjörvogi lagði mikið upp úr því að Guðmundar Þ. yrði minnst á 100 ára fæðingardegi hans. Hann fór fram á það við mig og önn- ur börn sín og barnabörn að við gerðum dagskrá til að flytja í Árnesi á þessum tíma mótum. Sjálfur ætlaði hann ásamt konu sinni, Guðmundu Þ. Jónsdóttur, að gefa orgel í gömlu kirkjuna þar sem það sem fyrir var hafði verið flutt í nýju kirkjuna. Guðjón og Guðmunda stóðu eindregið með þeirri gömlu og vildu því ekki að hún stæði uppi munalaus og þar með afskrifuð sem kirkja. Hann fór því fram á það við sóknarnefnd safnaðarins í Árnes- hreppi að fá að gefa orgel í gömlu kirkjuna en því var hafnað. Þetta varð honum mikið áfall enda þá þegar búinn að kaupa orgelið, nýtt frá Þýskalandi. Rök sóknarnefndar voru þau að gamla kirkjan yrði tekin úr notkun sem sóknarkirkja og síðan af- helguð. (Að sögn Gunnsteins Gíslasonar var það aldrei á döfinni að afhelga gömlu kirkjuna þó svo að sögur hafi gengið þar um.) Þessu voru þeir ekki sammála sem stóðu með gömlu kirkjunni og höfðu lagt bæði tíma og fjármuni í að gera hana upp. Hún stóð því þarna á sínum stað í betra ástandi en hún hafði verið um árabil. Þegar ég frétti af þessu varð mér mikið um. Þetta hefði kostað að hætta yrði við minningar hátíðina sem þegar hafði verið lögð nokkur vinna í. Safnað hafði verið peningum til að láta gera mál- verk af þeim hjónum, Guðmundi Þ. og Guðrúnu, sem afhenda átti við þetta tækifæri. Málverkið var þegar tilbúið. Magnús bróðir minn hafði lagt vinnu í að taka saman minninga brot um ævi þeirra hjóna sem hann ætlaði að flytja á hátíðinni. Og það sem verra var, ég sá einnig fyrir mér að kirkjudeilurnar mundu magn- ast ef orgelgjöfinni yrði hafnað og þar með að hætt yrði við minn- ingarhátíðina. Þá mundi samband okkar, hinna brottfluttu, við okkar gömlu sveitunga og vini verða mun erfiðara. Það var með þetta í huga að ég hugsaði stíft um hvað væri hægt að gera til að bjarga mál inu. Sá ég fyrir mér að eina raunhæfa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.