Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 20212 Undirbúningur fyrir sýninguna Íslenskur landbúnaður 2021, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 8.–10. október, stendur sem hæst. Ólafur M. Jóhannesson sýningarhaldari segir að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafi pantað bás og að það stefni í sannkallaða stórsýningu. Síðasta sýning var haldin 2018 og sló hún öll aðsóknarmet í Laugardalshöllinni. „Ég er viss um að sýningin mun vekja mikla athygli og gagnast landbúnaðinum. Landbúnaður spannar allt landið og er afar mikilvægur fyrir samfélagið. Mín skoðun er að greinin mun eflast í framtíðinni. Ekki síst vegna þess að ungt fólk er farið að sjá hversu landbúnaður er fjölbreyttur og eftirsóknarvert að starfa við hann. Íslenskur landbúnaður hefur gott orðspor og getur vel byggt á því og framleitt hreinar og hollar vörur. Þá ber að hafa í huga að millistéttin vex víða um heim með ógnarhraða og samhliða því opnast nýir markaðir fyrir heilnæmar landbúnaðarvörur.“ Fjölbreyttir sýningaraðilar Ólafur segir að gestir eigi von á fjöl- breyttri sýningu þar sem fjölmörg fyr- irtæki og stofnanir kynni starfsemi sína. „Það verður mikið af stórum og litlum tækjum, bæði á úti- og innisvæði. Þarna verða allir helstu vélasalar landsins og þjónustufyrir- tæki landbúnaðarins. Þá eru fyrir- tæki sem tengjast ferðaþjónustu og húsbyggingum áberandi. Mikið af ýmsum rekstrarvörum verða kynntar og ekki síst framleiðsla bænda. Matvæla- og afurðafyrirtæki kynna einnig sínar fjölbreyttu og gómsætu afurðir.“ Fyrirlestrar um landbúnað Í hliðarsal Laugardalshallarinnar verða haldnir fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar tengt landbúnaði, bæði fyrir lærða og leikna. Á síðustu sýningu voru afar áhugaverðir fyrirlestrar og vafalítið hefur bæst í hugmyndabankann segir Ólafur og minnir á að dagskráin verði birt á bbl.is, vef Bændablaðsins, þegar hún liggur endanlega fyrir. Samhliða sýningunni mun Bændablaðið gefa út sýningarblað þar sem fjallað verður um landbúnað á fjölbreyttan hátt og sýningaraðilum gefst kostur á að kynna vörur sínar og starfsemi. Félagsmönnum í Bænda- samtökunum er öllum boðið á sýn- inguna og þar að auki fá fyrirtækin sem taka þátt fjölda boðsmiða til þess að koma til sinna viðskiptavina. „Við finnum mikinn áhuga hjá almenn- ingi á sýningunni sem er til marks um áhuga á íslenskum landbúnaði í dag. Framtíðin í þessum geira er sannarlega björt.“ /VH Um miðjan ágúst næstkomandi er væntanlegur til landsins hópur danskra fjárfesta sem hafa áhuga á að skoða möguleika á minkaeldi hér á landi. Hugmynd fjárfestanna er annaðhvort að kaupa bú í rekstri og eða byggja nýtt frá grunni. Björn Halldórsson, bóndi og fyrrverandi formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, segir að aðdragandi komu Dananna sé sá að danski loðdýrabóndinn Finn Nielsen hafi haft samband við sig fyrir hönd danskra fjárfesta sem hafi áhuga á að koma til landsins og skoða möguleikann á loðdýraeldi á Íslandi. „Hugmynd Dananna er að koma inn í loðdýra- eða minkaræktina hér með því að annaðhvort og helst að kaupa bú sem hægt er að koma í rekstur sem fyrst og eða að byggja upp nýtt bú. Áætlun Dananna gerir ráð fyrir að með tímanum muni þeir framleiða um 100 þúsund skinn á ári og því nokkuð stórt plan.“ Unnið að söfnun upplýsinga Björn segir að hugmynd Dananna hangi á því hvort hér fæst byggingapláss og hver verði líkleg þróun efnahagsmála. „Mitt hlutverk er að safna upplýsingum um möguleika á að koma verkefninu á koppinn með því að ræða við forsvarsmenn sveitarfélaga sem eru nálægt fóðurstöðvum og líka þá sem reka fóðurstöðvarnar og eigendur aflagðra minkahúsa. Að mínu mati er full alvara að baki hugmyndinni og ég tel að ef við höldum rétt á spöðunum og þeir telji aðstæður nægilega ákjósanlegar geti hún orðið að veruleika, enda Ísland vænlegur kostur til minkaeldis í dag.“ Hágæða og náttúruleg vara „Satt best að segja veit ég ekki hvaða fjárfestar þetta eru annað en að þeir eru danskir. Ég er búinn að heyra nöfnin á þeim en þekki þá ekki að öðru leyti. Ég þekki aftur á móti Finn Nielsen vel og átti í viðskiptum við hann í fjölmörg ár. Það sem ég veit er að fjárfestarnir eru ekki tengdir Copenhagen Fur eða loðdýrarækt eins og hún var í Danmörku. Samkvæmt því sem Nielsen hefur sagt mér er sá sem er í forsvari fyrir hópinn fullorðinn endurskoðandi. Danirnir vita að loðdýra- og minkaeldi á framtíðina fyrir sér og að notkun á skinnum á eftir að aukast enda um hágæða og náttúrulega vöru að ræða,“ segir Björn Halldórsson að lokum. /VH Vorið og fyrri hluti sumars var kalt. Auk þess sem óvíst var með flug vegna Covid-19 og því hefur ríkt ákveðin óvissa meðal býflugnaræktenda á landinu um ræktunina í sumar. „Kuldinn í vor og fyrrihluta sumars hefur vissulega sett strik í reikninginn þegar kemur að býflugnarækt sumarsins,“ segir Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður Býflugnaræktendafélags Íslands, „en að sjálfsögðu erum við vongóð um að úr rætist.“ Óvíst með flug „Óvissa með beint flug frá Arlanda í Svíþjóð með flugur leystist ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum og býbændur á Álandseyjum gátu ekki afgreitt okkur um nema 24 býpakka þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið mun meiri.“ Einar segir að í dag séu eitt hundrað býræktendur á landinu með um 150 bú. „Búin er að finna um nánast allt land að Suðausturlandi undanskildu en flest þeirra eru á Suðurlandi.“ Hann segir að konur séu í meiri hluta þegar kemur að ræktendum. Erfitt að meta horfurnar Egill segir að erfitt sé að meta horfur býræktarinnar í sumar. „Við fengum fáa pakka afgreidda en ræktendur eru búnir að búa til 20 afleggjara. Í fyrra voru afleggjararnir 40 og þá fengum við rúmlega 600 kíló af hunangi. Það má því alveg búast við minni uppskeru í ár.“ /VH FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 697.500 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 369.750 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Sumarlokun Bændasamtakanna Skrifstofur Bændasamtakanna verða lokaðar frá og með 19. júlí til 9. ágúst. Ritstjórn Bændablaðsins verður þó að störfum og hægt er að ná sambandi við ritstjórn í síma 563-0300 meðan á lokun stendur. Býflugnarækt: Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn Staðsetning býgarða á Ísland 2016 til 2021. Minkaeldi: Danskir fjárfestar sýna Íslandi áhuga Björn Halldórsson, bóndi og fyrrverandi formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda. Mynd / HKr. Á landbúnaðarsýningunni 2018 kepptu Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands, og Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra í að tutla gervikú. Mynd /Jón Svavarsson. Stórsýning í Laugardalshöllinni: Íslenskur landbúnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.