Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 39 Um aldir hafa bændur nýtt afrétti á hálendinu til sumar­ beitar. Nýting þessa lands kallaði á gott skipulag og samstöðu um upprekstur og smölun landsins á haustin. Þetta viðfangsefni studdi því við félagsþátt samfélagsins, þekkingu á hálendinu og myndun örnefna. Til marks um mikilvægi afrétta má nefna, að við afmörkun hreppa á sínum tíma hefur m.a. verið horft til þess að þeir sem ættu upprekstrarland saman yrðu saman í hreppi. Nýting afrétta og smölun er hluti af menningararfleifð okkar. Mig langar í þessari grein að ræða nokkra lykilþætti sem tengst hafa umræðu um beit á afrétti. Gróðureyðing Á þeim tíma sem liðinn er frá land- námi hefur gróður víða látið undan síga vegna uppblásturs jarðvegs og vatnsrofs. Þessi þróun er samspil ýmissa þátta eins og landnýtingar, veðurfars og eldgosa. Menn hafa reynt að átta sig á vægi þessara þátta í landeyðingunni. Í nýlegri yfirlitsgrein, sem byggist m.a. á rannsóknum á setlögum í stöðu- vötnum, telja höfundar að nátt- úrulegur breytileiki í veðurfari og eldvirkni séu stærri áhrifavaldar í gróðureyðingunni en búsetan í landinu þó að allir þessir þættir komi við sögu (Áslaug Geirsdóttir o.fl. 2020). Eldgos mynduðu landið okkar og hafa alltaf fylgt því en í mismiklum mæli eftir tímabilum. Fyrstu árþúsundin eftir ísaldarlok (fyrir 11.500 árum) virðist gróður hafa haldið í við gróðureyðingu af völdum eld- gosanna. Þetta breyttist síðar og nokkur hundruð árum fyrir land- nám var töluverð gróðureyðing hafin í kjölfar kaldara tíðarfars. Sumarhitinn á Íslandi er það lágur að lítil lækkun getur haft miklar afleiðingar fyrir gróður. Tíðarfar Rétt fyrir landnám virðist hafa verið tímabundið kuldaskeið en fyrstu aldir landnámstímans voru hagstæðar. Tímabilið frá 1300- 1900 var líklega það kaldasta frá lokum ísaldar. Á þessu árabili, eins og öðrum, skiptust þó á hlýrri og kaldari tímabil. Upp úr 1920 fór að hlýna og svo kólnað aftur um 1965 en síðustu 20-30 árin hafa verið hagstæð. Tíminn frá landnámi hefur því einkennst af töluverðum kulda miðað við árþúsundin þar á undan. Landið hefur aldrei verið algróið og náttúruleg gróðurmörk hafa sveiflast töluvert frá lokum ísaldar, í takt við sveiflur í loftslagi (Rannveig Ólafsdóttir o.fl. 2001). Talið er að gróðurþekja landsins hafi verið rúm 60% þegar hún var sem mest. Það hafa því alltaf verið til gróðursnauðar auðnir á hálendinu enda rúmur þriðjungur landsins ofan 600 m hæðarlínu. Uppgræðsla Undanfarna áratugi hafa bændur unnið að uppgræðslu á afréttum í samstarfi við Landgræðsluna og hefur það starf skilað góðum ár- angri víða. Það er góð reynsla af því að græða landið upp þó ein- hver beit sé á afréttunum. Mikil sjálfgræðsla hefur einnig orðið á þessum tíma enda tíðarfar verið hagstætt gróðri og beitarstjórnun meiri en áður. Endurheimt gróðurs og jarðvegs er langtímaverkefni og mestu skiptir að því miði í rétta átt. Þegar rætt er um uppgræðslu á hálendinu koma í ljós ólík sjónarmið. Sumir vilja hafa auðnirnar áfram, aðrir vilja græða upp en bara með innlendum tegundum. Enn aðrir vilja nota bestu fáanlegu tegundir á hverjum tíma, hvort sem þær eru innlendar eða erlendar. Það eru einnig ólík sjónarmið um trjágróður, hvar hann eigi að vera og hvaða tegundir eigi að nota. Öll þessi sjónarmið eiga rétt á sér en það þarf að vega saman kosti og galla hverrar stefnu og reyna að finna ásættanlegan milliveg. Uppgræðsla og kolefnisbinding er ekki bara hagur bænda heldur þjóðarinnar allrar. Það er skynsamlegra fyrir okkur sem þjóð að leggja fé í uppgræðslu, og binda þannig kolefni, en greiða háa kolefnisskatta til útlanda. Það ætti því að vera forgangsverkefni að koma gróðurframvindu af stað á sem stærstum svæðum. Beit Í umræðum um beit gleymist það oft að land er ekki annað hvort beitt eða friðað. Allt land verður fyrir einhverri beit þó svo að búfé sé ekki beitt á það. Hér á landi höfum við fugla og skordýr sem eru afkastamiklir grasbítar og svo hreindýr á austurhluta landsins og þau eru á beit allt árið. Það sem skiptir máli er hversu mikil beit er á landinu og á hvaða árstímum. Nú er fé einungis í um tvo mánuði á afréttum landsins. Hér á landi er oft horft framhjá jákvæðum áhrifum hóflegrar beitar á kolefnisbindingu, teg- unda samsetningu og tegunda- fjölbreytileika. Víða í Evrópu sækjast menn eftir sauðfjárbeit vegna þessara jákvæðu áhrifa. Afréttir og önnur beitilönd bænda á hálendinu eða öðru fjalllendi eru, vegna landslags og annarra staðhátta, mjög breytileg. Hluti landsins liggur frekar lágt yfir sjó, annars staðar teygir landið sig langt upp fyrir gróðurmörk. Sums staðar er jarðvegur þykkur og þakinn gróðri, annars staðar er jarðgrunnt og gróður gisinn. Sums staðar er þurrlendi og annarsstaðar mýrar. Sums staðar er landið flatt og annarsstaðar eru brött fjöll með hömrum eða skriðum. Allan þennan breytileika má finna á flestum afréttum enda eru þeir í villtri náttúru landsins. Þegar rætt er um beit og beitarstjórnun á slíku landi verður að hafa þetta í huga. Beit á svona land er allt annars eðlis en beit á heimahaga eða tún. Víða erlendis eru fyrst og fremst villt beitardýr á svona landi enda erfitt að halda búpeningi til beitar vegna rándýra. Hér eru ekki rándýr, nema refir, og því höfum við getað látið búfé ganga eftirlitslaust á afréttum yfir sumarið. Það má segja að sauðkindin sé einkennisbeitardýr hálendisins, auk hreindýra, álfta, gæsa og rjúpu. Uppi hafa verið hugmyndir um að hluta afréttina meira í sundur með girðingum til að halda fénu á ákveðnum svæðum og friða önnur. Mér finnst það ekki skynsamlegt, girðingar eru dýrar og þurfa töluvert viðhald auk þess sem rof myndast gjarnan í land við girðingar. Beitarálagi er hægt að stjórna með fjárfjölda, beitartíma, uppgræðslu og með því að halda því fé heima sem leitar á óæskileg svæði á afréttum. Ég tel mikilvægt að við nýtum afréttina áfram eins og gert hefur verið. Hófleg nýting er góð fyrir gróðurinn og jarðveginn. Ég hef séð fallegt beitiland breytast í mosaþembu eftir langa friðun. Nýting er bændum einnig hvatning til uppgræðslu en mjög stór hluti uppgræðslustarfs í landinu er unninn af starfandi bændum. Um leið viðhöldum við þekkingu okkar á nýtingu afréttanna, smalamennskum og örnefnum, líkt og gert hefur verið um aldir. Guðni Þorvaldsson Heimildir • Áslaug Geirsdóttir, David J. Harning, Gifford H. Miller, John T. Andrews, Yafang Zong og Chris Caseldine, 2020. Holecene history of landscape instability in Iceland: Can we deconvolve the impacts of climate, vukcanism and human activity? Quaternary Science Reviews 249, 106633. • Rannveig Ólafsdóttir, Peter Schlyter og Hörður V. Haraldsson, 2001. Simulating Icelandic vegetation cover during the Holecene. Implications for long-term land degradation. Geogr. Ann., 83 A (4), 203-215. MF RB 3130F RÚLLUSAMSTÆÐA ÚRVAL HEYVINNUTÆKJA FRÁ MASSEY FERGUSON TIL AFHENDINGAR STRAX Á HAGSTÆÐU VERÐI Austurvegur 69 - 800 Selfoss Sími 480 0080 buvelar.is SAMFÉLAGSRÝNI Beit á afrétti Guðni Þorvaldsson. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.lci.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR Við ætlum að bjóða upp á HEYEFNAGREININGU 3 um miðjan ágúst. Sama verð og í fyrra BÆNDUR OG BÚALIÐ! ■ Efnagreining ehf, Lækjarflóa 10a, 300 Akranes ■ efnagreining@efnagreining.is ■ sími 661 2629 Nánar um heyefnagreiningapakka og fleira á heimasíðu okkar efnagreining.is Nánari upplýsingar á efnagreining.is Ný verðskrá 1. september (Einungis lánskjara- og launavísitölubreyting) Nú eru farin að berast til okkar hirðingarsýni Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Bænda bbl.is Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.