Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202134 UTAN ÚR HEIMI Félag vistfræðinga á Spáni krefjast þess að varnarefnanotkun í mat- vælaiðnaði í landinu verði minnkuð um helming fyrir árið 2023 miðað við það sem nú er, sérstaklega þau sem eru mjög eitruð og ekki leyfis- skyld. Þetta gáfu þeir út eftir að ný gögn sýndu mikið magn af leifum varnarefna sem fundust í matvæl- um á Spáni. Skýrsla aðgerðarsinna vist- fræðinga sem tóku saman gögn með umboðsskrifstofu Spánar fyrir neyslu, matvælaöryggi og næringu, sýnir að í 44,4% af grænmeti og ávöxtum fund- ust leifar af varnarefnum. Ákveðnir ávextir eins og jarðarber innihéldu allt að 37 mismunandi tegundir af varnarefnum, þar af 25 þeirra sem geta haft áhrif á hormónakerfi fólks. Rúmlega 30% af leifunum eru frá varnarefnum sem hafa ekki tilskilin leyfi í Evrópusambandinu. Gögnin sýna að Spánn er, nú sem fyrr, leið- andi í sölu á varnarefnum í Evrópu árið 2019 þegar seld voru rétt rúmlega 75 þúsund tonn þar í landi. Aðgerðaráætlun framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, Farm to Fork, sendi ákall árið 2020 til aðildarlanda sambandsins að minnka notkun varnarefna. Frjálsu félagasamtökin Save Bees and Farmers mæla einnig með að stefnt verði á að notkun á gervivarnarefnum verði minnkuð um 80% fyrir árið 2030 og alfarið banna notkun frá 2035 til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. / ehg Nýlegar rannsóknir benda til að regnskógar Amason losi rúmlega milljarði tonna meira af koltvísýringi á ári en þeir binda. Vísindamenn segja niðurstöðu útreikninganna ógnvekjandi. Í fyrsta sinn frá því að farið var að áætla bindingu og losum koltvísýrings í regnskógum Amason sýna útreikningar að skógarnir losa meiri koltvísýring en þeir binda. Helsta ástæða aukinnar losunar er sögð vera ólögleg skógareyðing með bruna til að ryðja land til ræktunar á soja og nautgripaeldis. Auk þess sem hækkun lofthita vegna loftslagsbreytinga hefur leitt til þurrka í suðausturhluta skóganna og í kjölfarið minni koltvísýringsbindingar á því svæði. Verulegt áhyggjuefni Regnskógar Amason hafa frá upphafi bundið um 25% af koltvísýringslosun í heiminum og því verulegt áhyggjuefni að skógarnir séu farnir að losa koltvísýring í stað þess að binda hann. Vegna þessa, að sögn vísindamanna sem unnu rannsóknina, er enn mikilvægara en áður að draga úr losun efna sem auka á hlýnun jarðar. Niðurstaðan er tilkomin vegna loftsýna sem tekin hafa verið með flugvélum í um 4,5 kílómetra hæð yfir skógunum á rúmum áratug. Auk þess sem gervitunglamyndir hafa verið notaðar til að áætla minnkun á skógunum. Forseti Brasilíu gagnrýndur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur undanfarið verið réttilega harðlega gagnrýndur fyrir að hvetja til skógareyðingar í landinu til að auka viðarframleiðslu, sojarækt og nautgripaeldi. Í kjölfar stefnu forsetans hefur skógareyðing í Brasilíu ekki verið meiri í tólf ár. /VH Undanfarna mánuði hafa skógareldar verið að magnast í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Eldarnir, sem brenna á mörgum stöðum í ríkinu, eru illviðráðanlegir vegna þurrka og þrátt fyrir baráttu skógaryfirvalda og slökkviliðs hafa eldarnir verið að breiðast út. Fyrstu eldarnir sem um ræðir hafa logað frá því um miðjan janúar á þessu ári og alls hafa þeir verið um 5000 og logað á um 60 þúsund hektara svæði. Auk gróðurskemmda og dauða fjölda dýra hafa að minnsta kosti 120 byggingar orðið eldinum að bráð og fjöldi fólks þurft að yfirgefa heimili sín. Orsök eldanna er rakin til loftslagsbreytinga og hitabylgju í kjölfar þeirra sem leitt hafa til óvenju mikilla þurrka í ríkinu. Skógareldum hefur fjölgað í Kaliforníu undanfarin ár en að sögn skógaryfirvalda í ríkinu eru eldarnir óvenju margir og stórir í ár. /VH Í kjölfar stefnu forseta Brasilíu hefur skógareyðing í landinu ekki verið meiri í tólf ár. Amason-regnskógarnir: Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda Gríðarlegir skógareldar geisa í kjölfar óvenjulegrar hitabylgju í Síberíu. Stjórnvöld í landinu beita stórum sem litlum herflugvélum í baráttunni við eldana sem þegar hafa lagt undir sig 800 þúsund hektara af skóglendi. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur sent sérbúnar vatnsflutningaflugvélar, Ilyushin Il-76, í þúsundir leiðangra til að reyna að slökkva eldana auk þess sem þúsundir her- og slökkviliðsmanna berjast við eldana á jörðinni. Íbúar biðja um aukna aðstoð Íbúar í Jakútíu-borg, sem er á túndru eða sífrera, hafa orðið hvað verst úti í eldunum og reyknum sem honum fylgir og segja að verkir í lungum séu algengir og óttast að skemmdir á lungum séu óendurkræfar og hafa beðið Pútín forseta að senda aukinn tækjabúnað og fleiri hermenn til að berjast við eldana. Þurrkar í Jakútíu hafa aldrei verið meiri en það sem af er sumri og hitastig í borginni náði 30 ° á Celsíus í júní en að öllu jöfnu er borgin flokkuð með þeim köldustu í heimi. Þiðnun sífrerans Vísindamenn í Rússlandi og víðar um heim hafa lýst yfir áhyggjum sínum um að eldarnir í Síberíu geti valdið þiðnun í sífrera svæðisins og í kjölfarið muni mikið magn af koltvísýringi losna úr læðingi og um leið bæta enn frekar í ógnina sem nú þegar stafar af hlýnun jarðar. Auk þess sem aska sem leggst yfir snjó á nærliggjandi svæðum eykur á þiðnun. Hitabylgjur í Rússlandi undanfarin ár hafa slegið hvert hitametið af öðru og í júní síðastliðinn náði hiti í Moskvu 34,7 ° á Celsíus sem er mesti hiti sem mælst hefur í borginni í 120 ár. Talið er að losun koltvísýrings vegna eldanna síðustu sex vikur hafi jafngilt árlegri losun Venesúela. /VH Sams konar flugvél og Rússar nota við slökkvistarfið. Síbería: 800.000 hektarar af skóglendi eldi að bráð Þúsundir her- og slökkviliðsmanna auk óbreyttra borgara berjast við skógarelda í Síberíu. Spænsk matvæli: Hafa áhyggjur af leifum varnarefna Eldur í eikarskógi í Kaliforníuríki. Skógareldar: Kalifornía brennur Hluti varnarefna sem notuð eru í matvælaiðnaði geta haft áhrif á hormóna- kerfi fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.