Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 49 Falleg teppi fyrir þau yngstu prjónað með gatamynstri. Teppið er prjónað fram og til baka. DROPS Design: Mynstur bm-120-by Stærð: ca 48x52 (63x80) Garn: Drops Baby Merino (litur á mynd nr 04) - 150 (200) g og notið Drops Kid-Silk (litur á mynd nr 29) - 75 (75) g Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm nr 5 eða sú stærð sem þarf til að fá 17L = 10 cm. Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. Aðferð: Fitjið upp 97 (125) lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði af Baby Merino og 1 þræði af Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 11 lykkjurnar, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið slétt prjón þar til 11 lykkjur eru eftir, prjónið eins og áður yfir síðustu 11 lykkjurnar = 96 (124) lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið fyrstu 11 lykkjurnar eins og áður, brugðið þar til 11 lykkjur eru eftir, prjónið síðustu 11 lykkjurnar eins og áður. Prjónið nú mynstur þannig: A.1 yfir fyrstu 11 lykkjurnar (mynstrið á að passa með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur), A.2 yfir næstu 70 (98) lykkjur (= 10 (14) mynstureiningar með 7 lykkjum), prjónið fyrstu 4 lykkjur í A.2, þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins og endið með A.3 yfir síðustu 11 lykkjurnar. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 48 (76) cm – stillið af að næsta umferð sé frá réttu, prjónið þannig: Prjónið A.1, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 74 (102) lykkjur og aukið út 1 lykkju, A.3 = 97 (125) lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið fyrstu 11 lykkjur eins og áður, brugðið þar til 11 lykkjur eru eftir, prjónið síðustu 11 lykkjurnar eins og áður. Prjónið nú stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Teppið mælist ca 52 (80) cm frá uppfitjunarkanti. Prjónakveðja mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Ungbarnateppið Honey honey HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 3 5 7 5 9 8 6 1 6 7 3 2 4 6 5 8 7 9 2 5 4 3 1 9 6 4 8 5 2 9 3 4 3 6 2 1 5 5 8 9 1 Þyngst 5 2 1 3 7 6 8 6 7 2 4 5 3 2 9 7 3 4 5 6 8 1 3 2 3 4 8 6 9 5 2 9 1 9 8 4 8 6 4 2 9 3 9 8 2 3 6 5 7 1 3 2 5 9 8 1 3 5 9 4 5 4 7 9 1 7 1 8 2 7 9 1 3 9 6 2 6 7 4 5 1 8 7 9 2 8 7 3 5 7 9 4 6 5 Brakaði í tánum mínum FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Þrándur Elí Sigtryggsson er fæddur í Neskaupstað 2012 og verður 9 ára 4. nóvember. Hann var að klára 3. bekk í Nesskóla sem er grunnskólinn í Neskaupstað. Þrándur á þrjá bræður og eina systur, mamma hans og pabbi heita Rósa Dögg og Sigtryggur og býr öll fjölskyldan í Neskaupstað. Nafn: Þrándur Elí Sigtryggsson. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Neskaupstaður. Skóli: Nesskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir eru skemmti­ legastar. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Makkarónu­ grautur. Uppáhaldshljómsveit: Á ekki uppáhaldshljómsveit, finnst bara mörg lög skemmtileg. Uppáhaldskvikmynd: Ferdinand. Fyrsta minning þín? Þegar bróðir minn var að láta braka í tánum mínum í eldhúsinu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta, bretti og á hest. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Hoppa í sjóinn. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór á fótboltamót og heimsótti ömmu og afa á Sauðárkróki. Næst » Ég skora á Maríu Dögg Valsdóttur að svara næst. CLT Hús ehf útvegar þér krosslímdar timbureiningar, glugga, hurðir, handrið, klæðningar, festingar og allt annað sem þarf til að byggja þitt hús. sumarhús • einbýli • heilsárshús Sendu okkur teikningar eða hugmynd af þínu draumahúsi á clt@clt.is og við gerum þér tilboð. Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Landbúnaðarleikföng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.