Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 20218 Samkomulag um samruna Kjarnafæðis, Norðlenska mat- borðsins og SAH afurða var undir- ritað í júlí 2020. Samkeppniseftirlitið heimilaði samrunann með skilyrðum í apríl síðastliðinn. Skilyrði hafa verið uppfyllt og geta samrunafé- lögin því hafið sameiningarferlið. Rekstrarskilyrði félaganna hafa versnað verulega á liðnum árum og auk þess hafa áhrif samdráttar í kjölfar Covid-19 gert þá stöðu enn þyngri. Sameining félaganna og sú hag- ræðing sem stefnt er að með henni er nauðsynleg svo standa megi vörð um þá mikilvægu framleiðslu og þá þjónustu sem félögin veita bænd- um, viðskiptavinum og neytendum. Vonir standa til þess að samruni félaganna verði formlega frágenginn í lok sumars en eigendur samrunafé- laganna hafa komið sér saman um að formaður stjórnar sameinaðs félags verði Helga Björk Eiríksdóttir og forsvarsmaður félagsins verði Ágúst Torfi Hauksson. /VH FRÉTTIR Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnað­ arins (SI) hefur verið sett á lagg­ irnar. Í ráðinu sitja Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu, sem er formaður ráðsins, Auðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus, Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Sæmundur Sveinsson, fagstjóri Matvís, og Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI. Matvælaráð er vettvangur umræðu um stöðu matvælaiðnað- ar á Íslandi, greininga og marg- víslegrar stefnumótunar ólíkra matvæla- og drykkjarframleið- enda innan Samtaka iðnaðarins. Matvælaiðnaður á Íslandi skapar 4,6% landsframleiðslunnar, sem eru ríflega 122 milljarðar króna og í greininni eru starfandi um 10.400 manns, sem er 5% af heildarfjölda starfandi í landinu. Nýja ráðið áformar í haust að efna til umræðu um stöðu íslenskra matvælafram- leiðenda, helstu áskoranir og tæki- færi í atvinnugreininni. /MHH Anna María Björnsdóttir hefur í eitt og hálft ár unnið að heimildarmynd um lífræna ræktun á Íslandi. Tildrög myndarinnar eru sú að Anna bjó í Danmörku í tíu ár þar sem tengdaforeldrar hennar reka lífrænt bú og mikil áhersla er lögð á lífræna ræktun. Allt annað umhverfi og viðhorf blöstu við henni og fjölskyldu hennar þegar hún flutti til Íslands. Að sögn Önnu er Ísland töluvert á eftir löndunum í kringum okkur þegar kemur að lífrænni ræktun. „Á meðan ég bjó í Danmörku varð ég ólétt og þar var mikil umræða um lífræna ræktun og mikilvægi lífrænnar fæðu á meðgöngu til að draga úr magni eiturefna sem fóstrið verður fyrir. Einnig komst ég að því að stefna margra sveitarfélaga í Danmörku er að börnum í leikskólum sé boðið upp á lífrænt fæði og þannig var það þar sem við bjuggum. Þetta vakti áhuga minn á lífrænni ræktun og þeim mun meira sem ég kynnti mér málið óx áhugi minn á því. Lífræn ræktun snýst ekki bara um heilbrigði okkar heldur líka jarðarinnar. Við fjölskyldan vorum því farin að neyta nánast eingöngu matar sem hafði verið ræktaður með aðferðum sem viðurkenndar eru sem lífrænar.“ Allt annað umhverfi „Allt annað umhverfi og viðhorf blöstu við okkur þegar við fluttum til Íslands. Mun minna er af lífrænum matvælum í boði á Íslandi en í Danmörku. Það er því erfitt að neyta einvörðungu lífrænna afurða og umræðan um lífræna ræktun og lífrænt mataræði lítil. Ég komst fljótt að því að Ísland er langt á eftir löndunum í kringum okkur hvað varðar lífræna ræktun og aðeins eru um 30 lífrænir bændur á Íslandi af u.þ.b. 3.000. Sú tala hefur nánast staðið í stað í áratugi. Margir þessara bænda hafa synt á móti straumnum í áratugi en hafa á sama tíma sýnt og sannað hvernig er hægt að stunda lífræna ræktun á Íslandi. Sögur þessara bænda eru einstakar og sýna mikið frumkvöðlaeðli blandað við eldmóð og ástríðu fyrir að rækta matvæli í sátt við jörðina og umhverfið. Í heimildarmyndinni heimsæki ég nokkra þessara bænda og frumkvöðla í lífrænni ræktun á Íslandi.“ Anna er að safna fyrir seinni hlutanum á upptökum og eftirvinnslu á myndinni á Karolina fund og stendur söfnunin til 31. ágúst næstkomandi. Til stendur að frumsýna myndina 2022. /VH Linkur á söfnunarsíðuna: https:// www.karolinafund.com/project/ view/3433 Matvælaráð: Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins, talið frá vinstri í efri röð, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri hjá SI, Sæmundur Sveins- son, fagstjóri Matvís, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI. Í neðri röð eru Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst, Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu og formaður Matvælaráðs SI, og Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus. Mynd/Birgir Ísleifur. Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins tekið til starfa Karolina fund: Lífræn ræktun á Íslandi Styrkir Haga: Íslensk matvælaframleiðsla Hagar hafa veitt átta frumkvöðla­ fyrirtækjum styrk að verðmæti 11 milljóna króna til að vinna að nýsköpunarverkefnum í matvælaiðnaði. Peningarnir koma úr nýsköpunarsjóðnum „Uppspretta“ hjá Högum, sem hefur það markmið að styðja við frumkvöðla til þróunar og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðinn og valdi matsnefnd átta verkefni til styrkveitingar. Verkefnin sem hlutu styrkveitingu eru eftirfarandi: The Optimistic Food Group framleiðir ferskar og góðar grænkeravörur. Þeirra fyrsta vara á markað verður Happyroni. Responsible Foods vinnur að framleiðslu á ostasmánaslinu Crunchy Toppers sem er framleitt með nýstárlegri tækni og eykur nýtingu á hráefnum við framleiðslu á þurrkuðu ostanasli. Vegangerðin framleiðir matvörur sem innihalda engar dýraafurðir úr nærumhverfi. Fyrsta vara Vegangerðarinnar verður Tempeh sem er kolvetnarík grænkeravara. Kokteilaskólinn hlaut styrk til framleiðslu á kokteilasírópi í hæsta gæðaflokki. Sírópið er ætlað að auðvelda gerð kokteila, bæði óáfengra og áfengra. Plantbase Iceland vinnur að framleiðslu á næringarríku kjötlíki úr plönturíkinu og nota til þess náttúrulega gerjunarferla. Bongó Bongó verður fyrsta próteinríka vara Plantbase á markað. Livefood ehf. vinnur að framleiðslu á hágæða íslenskum grænkeraostum. Ostarnir verða unnir úr íslenskum kartöflum og því einstakir á heimsvísu. /MHH Starfsfólk Haga og þeirra átta frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum „Uppsprettunni“, þegar tilkynnt var um styrkina á dögunum. Mynd/Hagar Norðlenska, Kjarnafæði og SAH: Samkomulag um sam- runa uppfyllt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.