Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 1
14. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 22. júlí ▯ Blað nr. 591 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Sóldís Einarsdóttir myndlistarkennari, hestakona, hundaþjálfari og hundasnyrtir, stendur nú fyrir námskeiðunum Dýr og list í annað sinn í hesthúsi sínu hjá Hestamannafélaginu Spretti í Garðabæ/ Kópavogi. Hér má sjá Maríu Mist Siljudóttur, Ágústínu Líf Siljudóttur, Gabríelu Oragutraiman, Írenu Sóldísi, Sóldísi sjálfa og Sunnu Dís, sem sýndu blaðamanni hluta af þeim dýrum sem taka þátt í námskeiðunum. (Sjá bls. 24). Mynd / ehg Allar hænur í lausagöngu – Kostnaðurinn vegna breytinganna rúmir þrír milljarðar króna Samkvæmt reglugerð um velferð alifugla verður notkun á hefðbundnum búrum hætt í eggjaframleiðslu 31. desember 2021. Stefán Már Símonarson, formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús, segir að vinna vegna breytinganna sé í fullum gangi. Kostnaður vegna breytinganna er um þrír milljarðar króna. „Að mér vitandi eru allir eggjabændur, sem ætla að halda áfram framleiðslu, á fullu við að breyta húsunum sínum í lausagönguhús og losa sig við búrin. Ég veit um tvo framleiðendur sem ætla að hætta vegna aldurs um áramótin en svo eru líka að koma inn ný bú eins og Hranastaðir. Eggjaframleiðendur á Íslandi eru tíu í dag. Almennt ganga breytingarnar vel en skipulagsmálin taka oft lengri tíma en menn búast við í fyrstu og þvælast stundum fyrir okkur og þar sem breytingar sem þessar eru kostnaðarsamar verður að vanda vel til verka,“ segir Stefán. Þriggja milljarða kostnaður Stefán segir að þar sem lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur verði nýting húsanna verri en áður og að eggjaframleiðendur þurfi talsvert stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Kostnaðurinn við framleiðslu á eggjum er því hærri en hann var fyrir. „Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 15 þúsund krónur á hvern fugl og fjöldi varphænsna í landinu yfir 200 þúsund þannig að kostnaðurinn vegna breytinganna eru rúmlega þrír milljarðar króna.“ Engir breytingastyrkir í boði Ólíkt löndum í Evrópusambandinu og öðrum löndum í kringum okkur njóta íslenskir eggjabændur engra styrkja vegna breytinganna sem eru talsvert kostnaðarsamar auk þess sem þær leiða til minni nýtni húsanna. Stefán segist ekki hafa sett sig vel inn í hvernig styrkjakerfið í ESB virkar en að breytingaferlinu þar sé víðast lokið. „Covid-19 faraldurinn veldur því að svona veigamiklar breytingar ganga hægar fyrir sig og það verður allt snúnara og tefst. Ég á samt von á að það verði flestir búnir að breyta húsunum um áramótin en hjá sumum getur vel verið að endanlegur frágangur tefjist tvo til þrjá mánuði inn í næsta ár. Sjálfur er ég þokkalega á áætlun og á ekki von á öðru en að breytingarnar hafist á þokkalegum tíma.“ Miklar breytingar „Í stuttu máli má segja að breytingarnar gangi út á að hefðbundin búr fyrir hænur verða bönnuð og fuglarnir settir í lausagöngu. Hvers konar lausaganga verður fyrir valinu er mismunandi milli búa. Algengast er að komið sé upp pallakerfum þar sem fuglarnir geta farið á milli hæða þar sem hreiðrin eru í miðjunni. Annað fyrirkomulag er svo hefðbundið gólfkerfi á einni hæð eða hluti þess upphækkaður.“ /VH Breytingarnar ganga út á að hefðbundin búr fyrir hænur verða bönnuð og fuglarnir settir í lausagöngu. Stefán Már Símonarson, formað- ur Félags eggjabænda og fram- kvæmdastjóri Nesbús. 22–23 Lífsstílslitaðar tískubylgjur eða fordæmi komandi kynslóða ? 40 Spil sem miðlar þekkingu um plöntur Danskir fjárfestar sýna Íslandi áhuga 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.