Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202140 Grill hefur að geyma yfir 100 girnilegar uppskriftir úr smiðju kokkanna Viktors Arnar Andréssonar og Hinriks Arnar Lárussonar sem eru margverðlaunaðir matreiðslumenn í Sælkerabúðinni. Auk upp­ skrifta er að finna í bók­ inni fjölda góðra ráða um grill­ og eldunarað­ ferðir. Réttir bókarinnar eru fjöl­ breyttir og hver öðrum gómsætari. Hráefnið er af ýmsum toga, allt frá nauti til grænmetis, villibráðar til skelfisks og sósum til eftirrétta. Greint er frá helstu grill­ aðferðum og grillgerðum og gefnar upp kryddblöndur og marineringa­ olíur. Grill er yfirgripsmikil og falleg matreiðslubók sem blæs grillurum eldmóði í brjóst og tryggir að allir geti framreitt hina fullkomnu steik. Bókina prýða fallegar ljós­ myndir Heiðdísar Guðbjargar Gunnarsdóttur. Útgefandi er Salka. /VH LÍF&STARF Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Flóruspilið gengur út á að læra að þekkja algengar íslenskar p l ö n t u t e g u n d i r . Stokkurinn inniheldur 52 spil og regluspjald. Spilið er í anda spils- ins veiðimaður þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum. Á spilunum eru upp­ lýsingar um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Spilið er hugsað til fróðleiks og skemmt­ unar. Stokkurinn er stærri en hefðbund­ inn spilastokkur vegna fræðslunnar sem fylgir. Spilið er í A6 stærð eða 10,5 x 14,7 sentímetrar. Blómamynd eftir listamanninn Eggert Pétursson skreytir spilin og umbúðirnar og kemur spilið í fallegri öskju. Í spilinu er spilað með þrettán plöntutegundir og ef vel gengur með fyrsta stokkinn munu bæt­ ast við fleiri stokkar með nýjum tegundum á næstu árum. Guðrún Bjarnadóttir, hjá Hespuhúsinu, höfundur og útgef­ andi spilsins, segir að hugmyndin að spilinu eigi uppruna sinn í því að hún hafi verið að kenna plöntu­ greiningu í fjölmörg ár og farið með fólk í fræðslugöngur um plöntur. „Mér til hálfgerðrar skelfingar átt­ aði ég mig á því hversu almennt er að fólk þekkir ekki algengustu plönturnar í náttúrunni í kringum okkur. Flest fólk býr í borgum og bæjum og tengslin við náttúruna eru að rofna. Spilið, sem er unnið upp úr bókinni Grasnytjar á Íslandi, þjóðtrú og saga sem kom út árið 2018, er því viðleitni til að vekja áhuga fólks á plöntum og um leið að miðla smá fróðleik um þær. Stefnt er að því að gefa spilið út á ensku og pólsku með haustinu.“ Flóruspilið fæst í Hespuhúsinu sem er staðsett rétt fyrir utan Selfoss og hægt er að panta það á www. hespa.is og fá upplýsingar um spilið og verslanir sem hafa spilið í sölu. /VH Flóruspilið: Spil sem miðlar þekk- ingu um plöntur Stokkurinn inniheldur 52 spil og regluspjald. Bókaútgáfan Hólar sendi nýlega frá sér bókina Hérasmellir – óborganlegar gamansögur af Héraðsmönnum. Í bókinni er að finna samantekt af gamansögum sem Baldur Grétarsson á Skipalæk á Héraði hefur tekið saman um sveitunga sína. Í bókinni Hérasmellir er að finna gamansögur af Héraðsmönnum eins og til dæmis Friðriki Sigurjónssyni bónda eða Frissa í Skóghlíð sem átti margan sprettinn á sinni tíð. Eitt sinn mæltist honum svo: „Jæja, það er best að vera ekki að vinna fyrir tefjandi fólki.“ Frissi í símavinnu Frissi var lengi í símavinnu með­ fram búskapnum og sinnti vinnu­ flokkurinn verkefnum víðs vegar um Austurland. Eitt sinn í símavinnunni var verið að hífa þungan hlut og fullt af mönnum í kring. Einum viðstaddra leist ekki á aðfarirnar og segir: „Þetta líst mér ekkert á, þetta getur drepið einhvern.“ Frissi svarar að bragði: „Það gerir ekkert til, það er ekki lengi verið að búa til einn mann.“ Þú ert nú svo stuttur til hnésins, góurinn minn Jóhann Valdórsson á Þrándarstöðum (Jói Þrándur) var snöggur til svars og svaraði hnyttilega fyrir sig. Jói vann við múrverk og lagði m.a. í gólfið hjá Sigfúsi Þorsteinssyni í Fossgerði þegar hann byggði nýja húsið. Svo hittust þeir á bændahátíð og þá segir Fúsi við Jóa: „Það varð vatnsflóð í húsinu hjá mér og þá myndaðist svo djúpur pollur í einu horninu í stof­ unni að önd hefði getað synt þar.“ Þá svarar Jói strax: „Endur þurfa nú svo grunnt vatn til að synda, góði minn.“ Fúsi gefur sig ekki og bætir við: „Það náði mér í hné, vatnið.“ Og Jói svarar um hæl: „Ertu hissa á því? ̶ þú ert nú svo stuttur til hnésins, góurinn minn.“ Öll samtöl byrja á kennitölum Gunnar Jónsson, bóndi á Egils­ stöðum þurfti eitt sinn með ungan son sinn til læknis. Þegar þeir mæta á heilsugæslustöðina, þar sem öll samtöl byrja á kennitölum, spyr konan í glerinu hvenær drengurinn sé fæddur. Gunnar verður þögull og hugsar þetta atriði dálitla stund, en svarar síðan: ̶ „Það var haust.“ /VH Bækur: Óborganlegar gamansögur Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis mikið. Aragrúi uppskrifta eru búnar til og fólk framleiðir flíkur og nytjahluti úr alls kyns garni og bandi. Þótt uppskriftir séu gefnar upp fyrir ákveðna bandtegund má oft nota annað band. Maja Siska ásamt Huldu Brynjólfsdóttur og Katrínu Andrésdóttur hafa tekið saman lista yfir prjónaband sem er framleitt á Íslandi eða úr íslenskri ull. „Sumum finnst það einfalt og eðlilegt að finna sambærilegt band eða aðlaga uppskriftina að bandi sem er til, en það eru ekki allir í þeim sporum. Til að geta gert þetta á þægilegan hátt þurfum við að hafa nægar upplýsingar til samanburðar, hvaða efniviður er í bandinu, prjónfesta og prjónastærð, þyngd/lengd og ýmislegt annað sem skiptir máli. Öll umræða í dag hneigist að því að fækka sótsporum og nýta náttúrulegt hráefni úr nærumhverfinu. Stuðla þannig að sjálfbærni og umhverfisvernd,“ segir Maja Siska og bætir við: „Til að koma til móts við þá sem vilja aðlaga uppskriftir að íslenskri framleiðslu ákvað ég að safna upp­ lýsingum um íslenskt band og skrá þær á aðgengilegan hátt. Þannig verður auðveldara að velja band sem hentar í stað þess bands sem gefið er upp í uppskriftinni. Með þessu viljum við líka hvetja fólk sem notar garn eða band við handverk sitt að velja íslenskt ef þess er kostur, úrvalið er ótrúlega fjölbreytt!“ Skjalið er aðgengilegt til niður- hals og útprentunar á uppspuni.is og thingborg.is. Má deila að vild. /ehg. Maja Siska í peysu Kristylopi eftir Helene Magnusson úr Þingborgarlopa og jurtalituðu Huldubandi. Listi yfir prjónaband – Ótrúlega fjölbreytt íslenskt úrval Bækur: Girnilegar uppskriftir Bænda 12. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.