Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 21 HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á Íslandi þann 11. júní. • Steinsagir • Kjarnaborvélar • Jarðvegsþjöppur • Sagarblöð • Kjarnaborar Víkurhvarfi 4 - 203 Kópavogur Opið mán. - fös. kl. 8-17. S. 588-0028 haverslun@haverslun.is haverslun.is Þjónustuverkstæði og varahlutir Skýrsla um miltisbrunagrafir Sigurður lét Bændablaðinu í té lista sem hér er birtur yfir staði sem hann hefur merkt þar sem ýmist er full vitneskja um miltisbrunagrafir, eða taldir líklegir greftrunarstaðir. Hann óskar samt enn eftir ábendingum frá þeim sem vita um staði, sem vantar inn í fyrirliggjandi upplýsingar og líka staði sem óvissa er um. Í grein í Bændablaðinu sem Sigurður ritaði í ágúst 2017 sagði hann m.a.: „Miltisbruni er bráður smitsjúkdómur, sem er hættulegur fólki og skepnum. Smitefnið er baktería „Bacillus anthracis“. Smitkrafturinn á jörðinni dofnar á fáum mánuðum, líklega fyrir áhrif sólarljóssins. Enginn veit nákvæmlega hve lengi smithættan varir í yfirborði en niðri í jörðinni virðist smitefnið lifa með fullum krafti í dvalargróum nær endalaust. Dæmi eru um erlendis að smitefni hafi lifað í 550 ár. Þess vegna skiptir svo miklu máli að vita, hvar grafnar hafa verið skepnur, sem drápust úr sjúkdóminum til að afstýra jarðraski og tryggja sem best friðun hættulegra svæða og bletta til framtíðar.“ Miltisbrandur – Bacillus anthracis Miltisbrandur, eða „antrax“ eins og það heitir á erlendu máli, er lífshættulegur sjúkdómur sem stafar af eitri sem sýkill að nafni Bacillus anthracis myndar. Sjúkdómurinn hefur gengið undir ýmsum nöfnum, eins og miltisdrep, miltisbráðadauði og skinnapest, en Páll Pálsson nefnir hann miltisbruna í Bók Davíðs sem Háskólaútgáfan gaf út árið 1966. Barst til landsins með ósútuðum hertum húðum frá Afríku Talið er að miltisbrands hafi fyrst orðið vart á Íslandi árið 1865 eða 1866, en árið áður hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum sem áttu uppruna í Afríku. Sjúkdómsins varð síðar vart af og til og olli hann talsverðum búsifjum og einnig manntjóni á Suður- og Vesturlandi. Það eru einkum grasbítandi dýr sem taka þennan sjúkdóm en menn geta þó af og til sýkst af honum. Sjúkdómar sem finnast í dýrum en geta jafnframt lagst á menn eru nefndir súnur (zoonosis), að því er fram kemur í grein eftir dr. Harald Briem sem finna má á Vísindavefnum. Sýkillinn getur myndað dvalagró eða spora. Sporarnir geta lifað áratugum saman í jarðvegi og jafnvel í aldir, einkum í rökum og súrum jarðvegi. Af þessum ástæðum getur miltisbrandur verið alvarlegt vandamál í búfjárrækt. Stærð sporanna, sem eru 2-6 míkron (míkrómetrar, milljónustu partar úr metra) í þvermáli, gerir þá kjörna til að setjast á slímhúð í öndunarvegum manna og dýra. Sporarnir loða hins vegar við jarðveginn en það dregur úr líkum á því að menn smitist með beinum hætti frá jarðvegi. Þegar sporar komast í hýsil þar sem skilyrði eru hagstæð breytast þeir í það form sem sýkillinn hefur þegar hann er að vaxa. Sýkillinn ber með sér eiturefni eða toxín sem er afar skaðlegt og veldur drepi. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR gerðir dráttarvéla Í Áslákstungum í Þjórsárdal má enn finna allstórar birkitorfur. Talið er að það birkiafbrigði sem þar vex sé það sem óx í dalnum við landnám. Birkið hefur í langan tíma hörfað undan náttúruöflunum, skógarhöggi og beit. Það ferli heldur áfram og nokkuð víst að torfurnar munu eyðast algjörlega með tímanum nema gripið sé til aðgerða. Sigþrúður Jónsdóttir beitar- sérfræðingur og Bryndís Marteins- dóttir, verkefnastjóri GróLindar, gerðu nýlega úttekt á Áslákstungum. Í framhaldi af úttektinni verður gerð áætlun um hvernig hentugast er að bjarga birkiskóginum frá frekari eyðingu og hvaða aðferðum megi beita. Flókið verkefni Við úttekt kom í ljós að verkið er mikið og flókið. Loka þarf rofjöðrum, græða upp rofsvæði í kring og búa í haginn fyrir nýliðun og útbreiðslu birkis á svæðinu. Með því hefst endurheimt og verndun gróðurs, jarðvegs og líffræðilegrar fjölbreytni. Mikilvægur fræbanki, bæði af birki og öðrum plöntutegundum, er á svæðinu. Talsvert er einnig af ungum birkiplöntum á svæðinu sem hafa náð að vaxa upp við erfiðar aðstæður. Ekki hefur verið plantað né sáð í Áslákstungum eins og víða í Þjórsárdal og því bendir allt til þess að það afbrigði birkis sem þarna vex sé upprunalegt staðarbirki, aðlagað umhverfisaðstæðum. Birkitorfurnar eru enn þykkar og háar og þar er lagskiptur jarðvegur sem inniheldur mold og vikurlög. Mörg örnefni tengjast skógum Þegar horft er til þess hversu mörg örnefni í dalnum tengjast skógi á nú skóglausum svæðum er ljóst að skógurinn hefur verið útbreiddur. Eyðingin var firnamikil en með landgræðslu og skógrækt hefur þróuninni verið snúið við. Þó eru enn þá svæði sem þarfnast aðhlynningar þar sem virkt rof er enn þá í gangi. Þar á meðal Áslákstungur sem hafa lifað af svo stórfellda eyðingu. Svæðið er í senn vitnisburður um fyrri landkosti og inniheldur dýrmætan fræbanka. Þar þarf því að koma í veg fyrir frekari eyðingu og hefja aðgerðir sem hjálpa vistkerfinu að ná viðsnúningi sem er ákveðið grunnstef í starfsemi Landgræðslunnar eða að hjálpa náttúrunni að hjálpa sér sjálf. Beitarfriðun vænlegasti kosturinn Beitarfriðun Áslákstungna er vænlegasti kosturinn til endurheimtar. Án hennar er besti kosturinn sá að dreifa heyrúllum á þá jaðra svæðisins þar sem uppblásturinn er hvað mestur til að stöðva frekari uppblástur. Það er hægar sagt en gert, því ómögulegt er að koma rúllunum með tækjum á svæðið og því þarf að flytja þær með þyrlu. Landhelgisgæslan mun sjá um þá framkvæmd en hún er mikilsverður samstarfsaðili Landgræðslunnar og verkið í raun óframkvæmanlegt án slíkrar samvinnu. Verkið verður jafnframt unnið í góðu samstarfi við Afréttarmálafélag Flóa- og Skeiða og Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Fyrstu aðgerðir hefjast á þessu ári. Þeim verður haldið áfram á komandi árum og reglulegt endurmat gert í framhaldinu. /VH Úr lofti sést hvernig birkitorfurnar hafa einangrast. Þjórsárdalur: Björgun birkiskóganna í Áslákstungu Sigþrúður Jónsdóttir beitarsérfræðingur og Bryndís Marteinsdóttir, verkefnastjóri GróLindar. Myndir/ Landgræðslan/Dúi J. Landmark Birkið er harðger planta. Hér má sjá örsmáan græðling sem reynir að komast af í vikurjarðvegi. Einkenni miltisbrands ráðast að nokkru af því hvernig dýr og menn smitast. Þegar sýkilsins er neytt með mengaðri fæðu kemst hann í blóðrásina og sogæðakerfið um meltingarveginn. Milti dýra bólgnar upp og skemmist af völdum dreps. Af þessu er nafnið miltisbrandur dregið. Þá getur sýkillinn komist gegnum húð sem er rofin. Þetta er algengasta smitleið til manna. Þeir sem meðhöndla sýkt dýr eða afurðir dýra sem hafa drepist af völdum sjúkdómsins, svo sem húðkeipi, ull eða kjöt, eru í mestri hættu. Veldur sýkillinn þá kýli sem rofnar síðar og er þá með svörtum sárbotni vegna dreps (af því er væntanlega nafnið anthrax dregið en það merkir kol). Að lokum geta sporar sýkilsins borist í öndunarveg og þaðan í eitilvef og valdið þar sýkingu, drepi og blóðsýkingu. Þeir sem eru í mestri hættu að smitast á þann veg eru starfsmenn í ullariðnaði og sláturhúsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.