Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202130 LÍF&STARF Uppbygging gestastofu Vatna­ jökulsþjóðgarðs á Skútustöðum í Mývatnssveit er hafin. Ríkið keypti í upphafi árs fasteignina Hótel Gíg sem þar er og gegndi upphaflega hlutverki barnaskóla­ sveitarinnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hóf verkefnið formlega en í stað hefð- bundinnar skóflustungu tók hann, ásamt forstjórum fjögurra stofnana og sveitarstjóra í Skútustaðahreppi, sér verkfæri í hönd og tóku niður hurðir á því sem áður voru hótel- herbergi, en verða í framtíðinni skrifstofurými fyrir stofnanirnar. Nýjar hjarir á öðrum stað Hurðunum hafa þegar verið fundnar nýjar hjarir á öðrum stað í Mývatnssveit, í anda hringrásarhag- kerfisins að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Að breytingunum loknum mun Gígur hýsa gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og náttúru- verndarsvæða í Mývatnssveit, auk starfsaðstöðu fyrir starfsfólk þjóðgarðsins og þriggja annarra stofnana umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins; Umhverfisstofnunar, Landgræðslunnar og Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn (Ramý). Allt kapp hefur verið lagt á að nýta innréttingar og innanstokksmuni í húsinu ellegar finna þeim nýjan stað eða nýtt hlutverk annars staðar. Húsið, sem áður hýsti Skútustaðaskóla, stendur á einstökum útsýnisstað við Mývatn og þóttu kaup á því hagstæður kostur fyrir ríkissjóð sem gætu um leið skapað tækifæri í Mývatnssveit. Skútustaðahreppur hefur áform um að nýta hluta af húsnæðinu undir atvinnuskapandi nýsköpun og þekk- ingarsetur. Einnig gefst möguleiki á að útbúa þar starfsaðstöðu fyrir opinber störf án staðsetningar, t.d. á vegum annarra stofnana ríkisins, háskóla og rannsóknaraðila. Starfsstöðvar þjóðgarðsins á sex stöðum Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um lögbundin áform ríkis- ins um að halda úti sex meginstarfs- stöðvum þjóðgarðsins sem mynda þjónustunet. Þegar hafa megin- starfsstöðvar í Ásbyrgi, Skaftafelli, á Skriðuklaustri og Hornafirði verið settar á laggirnar og bygging megin- starfsstöðvar á Kirkjubæjarklaustri er hafin. Með uppbyggingu gestastofu í Mývatnssveit er því búið að fullnusta uppbyggingu þessa mikilvæga þjón- ustunets Vatnajökulsþjóðgarðs. /MÞÞ „Stena Germanica“, farþegaferja sænska ferjufyrirtækisins Stena Line, sigldi í lok júní knúin vistvænu metanóli á reglubundinni ferð sinni milli Gautaborgar í Svíþjóð og Kílar í Þýskalandi. Var þetta í fyrsta sinn sem farþega- og bílferja knúin hefðbundnum brunavélum sigldi á vistvænu metanóli. Eldsneytið var framleitt af Carbon Recycling International (CRI) og samstarfsaðilum þess með endurunnum útblæstri frá stáliðjuveri í Norður-Svíþjóð. Germanica ferjan, sem er 240 metra löng, ber 1300 farþega og 300 bíla. Hún er knúin fjórum aðalvélum sem var breytt árið 2015, þannig að þær geta gengið bæði á metanóli og dísil. Metanól ryður sér nú til rúms sem umhverfisvænna eldsneyti fyrir skip, en Alþjóða- siglingamálastofnunin (IMO) gaf á síðasta ári út nýja staðla um notkun metanóls sem skipaeldsneyti. Með brunaolíu þess í stað er komið í veg fyrir allan útblástur svifryks og brennisteinsoxíðs. Einnig uppfylla skip, sem brenna metanóli, ströngustu skilyrði um útblástur nituroxíðs. Með vistvænu metanóli geta skipafélög svo einnig uppfyllt vaxandi kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda. Metanólið vinsælt Í dag eru yfir 20 flutninga- og farþegaskip knúin metanóli. Mörg ný skip eru einnig í smíðum. Þannig hefur dótturfyrirtæki Stena Line, Stena Bulk, nýlega pantað þrjú efnaflutningaskip knúin metanólvélum. Metanól- og ammóníaks- framleiðandinn Proman er með annað skip í smíðum og Maersk, stærsta skipafélag heims, mun sjósetja fyrsta gámaflutningaskipið sem brennir metanóli á árinu 2023. Maersk áformar einnig smíði þriggja gámaflutningaskipa til viðbótar. Þá eru hafnaryfirvöld víða í Evrópu að fjárfesta í innviðum til dreifingar metanóls og metanóldráttarbátum. Verksmiðja reist í Kína Eftirspurn eftir grænu metanóli mun því vaxa hröðum skrefum á næstu árum, en Alþjóðastofnunin um endurnýjanlega orku (IRENA) spáir að framleiðslan þurfi að aukast um 400 milljón tonn fram til ársins 2050, eða um milljón tonn á mánuði að jafnaði. Metanólið verður nýtt sem grænt eldsneyti fyrir skip, í þungaflutningum á landi og til framleiðslu á efnavöru. CRI hefur á undanförnum 15 árum haslað sér völl sem leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun og sölu búnaðar til að framleiða grænt metanól með endurvinnslu koltvísýrings. CRI vinnur nú að því að reisa verksmiðju með 110 þúsund tonna framleiðslugetu á ári í Anyang-héraði Kína og að hönnun verksmiðju sambærilegrar stærðar í Norður-Noregi, auk þess sem fleiri verkefni eru í pípunum. Nauðsynleg orkuskipti í sjóflutningum „Við erum stolt af framlagi okkar til „FreSME“ verkefnisins sem tókst á allan hátt frábærlega en verkefnið hlaut tæplega tveggja milljarða króna styrk úr rannsóknasjóðum Evrópusambandsins. Framleiðsla á grænu metanóli úr útblæstri frá stáliðnaði getur haft jákvæð áhrif á umhverfið. Aukið framboð á eldsneyti framleiddu með tækni CRI mun styðja nauðsynleg orkuskipti í sjóflutningum og öðrum sviðum samgangna og iðnaðar,“ sagði Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI. Auk CRI eru í „FreSMe“ verkefninu 10 evrópskir samstarfsaðliar:Iideals (frá Spáni), TNO (Hollandi), Swerim (Svíþjóð), SSAB (Svíþjóð), Array Industries (Hollandi), Tata Steel (Hollandi), Stena Line (Svíþjóð), Kisuma Chemicals B.V. (Hollandi), NIC – National Institute of Chemistry (Slóveníu) og Politecnico di Milano (Ítalíu). /MHH Stena Germanica farþegaferjan siglir knúin grænu metanóli framleitt af CRI en fyrirtækið er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem þróar, hannar og afhendir búnað til að framleiða endurnýjanlegt eldsneyti og vistvæna efnavöru, úr koltvísýringi og vetni. Myndir / aðsendar Sigldi án vandræða: Íslenskt tæknifyrirtæki framleiðir grænt eldsneyti Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Árni Braga son land- græðslustjóri, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúru rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökuls- þjóðgarðs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlinda- ráðherra og Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Mynd / Vefur umhverfis- og auðlindaráðuneytis Vatnajökulsþjóðgarður: Byggja upp gestastofu þar sem áður var hótel HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook Skipstjórnarmenn og fulltrúar Stena Line voru viðstaddir þegar grænu metanóli frá CRI var dælt á Stena Germanica ferjuna í höfninni í Gautaborg. CRI var valið vvaxtarsproti ársins 2019 og hlaut viðurkenningu árið 2020 fyrir mikla aukningu í veltu. Þá hefur CRI unnið til alþjóðlegu verðlaunanna Wärtsilä SparkUp Challenge, Energy Globe Awards og Nova Institute Best CO2 Utilization. www.vallarbraut.is vallarbraut@vallarbraut.is S-8411200 & 8417300 RÚSSARNIR ERU MÆTTIR Kynnum til sögunnar ný fjórhjól á Íslandi, framleidd af RM í rússlandi. Dráttarvélaskráð T3b Mótor: 800c/c Bein innspýting Sjálfstæð fjöðrun Diskabremsur Hiti í handföngum. Spil að framan Dráttarkrókur að aftan Dráttargeta 960kg Hátt og lágt drif Læsanlegt að aftan og framan. Verð:1.820.000+vsk Gámatilboð: 1.700.000+vsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.