Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 47
Eins og flestir Íslendingar reyni
ég að ferðast um landið okkar
fagra í sumarfríinu mínu og hef
ég nú þegar tekið einn rúmlega
2.000 km hring um landið og svo
Vestfjarðahring. Á þessum ferð-
um mínum hef ég orðið var við
ýmislegt sem mætti bæta í umferð-
armenningu okkar Íslendinga og
erlendra ferðamanna.
Fyrst vil ég nefna lélega notk-
un ljósa bæði að framan og aftan.
Á Jökulhálsinum á Snæfellsnesi var
svartaþoka og allt í einu var fyrir
framan mig bíll sem var algjörlega
ljóslaus að aftan sem lúsaðist áfram
á hraða sem var varla mikið meiri
en gönguhraði og þegar ég blikkaði
hann til merkis um ljósleysið virtist
ökumaðurinn ekki átta sig á að ég
vildi fá hann til að kveikja ljósin,
hann fór bara út í kant og hleypti
mér fram úr. Þá sá ég í afturrúðunni
merki frá bílaleigu og gerði ráð
fyrir að þarna hefði verið á ferðinni
útlendingar á bílaleigubíl. Lög
um ökuljósareglugerð er eitthvað
sem bílaleigur mættu skerpa á við
viðskiptavini sína þeim og öðrum
til öryggis.
Ekki bara útlendingar
ljóslausir að aftan
Bændur mættu vera meira vakandi
að muna eftir að tengja ljósabúnað á
tækjum sem þeir hengja aftan í drátt-
arvélarnar sínar á þjóðvegum lands-
ins og að muna eftir að kveikja gula
blikkljósið á traktornum
þegar ekið er á vegum, en
þetta hef ég rekið mig á oftar
en einu sinni í sumar. Það
eru fleiri sem mættu huga að
réttum ljósabúnaði. Ég gat
samt ekki annað en brosað
þegar tveim bílum fyrir
framan mig var lögreglu-
bíll við eftirlitsstörf og eftir
að hafa ekið á eftir honum í
nokkra kílómetra setti bíll-
inn á blá viðvörunarljós og
sneri við á eftir bíl sem virt-
ist aka nokkuð hratt. Eðlilegt
umferðareftirlit, nema hvað að eft-
irlitsaðilinn var ljóslaus að aftan (það
þarf að muna að kveikja ljós þegar
ekið er af stað á Landrover).
Samkvæmt túlkun þess manns
sem ég ráðfæri mig við þegar ég er
að skrifa um umferðarreglur, þá vill
hann meina að 20.000 sektin fyrir
að vera vanbúinn hvað ljós varðar í
umferðinni eigi líka við um að gefa
ekki stefnuljós, en það eru alltof
margir í umferðinni sem virðast ein-
faldlega ekki gefa nokkurn tímann
stefnuljós. Sem dæmi eru bílarnir þrír
sem óku fyrir framan mig fyrir stuttu.
Enginn þeirra gaf nokkurn tímann
stefnuljós út úr hringtorgunum frá
Mosfellsbæ til Reykjavíkur.
Rétt loftmagn í hjólbörðum allra
farartækja skiptir miklu máli
Í Ísafjarðardjúpi var ég að aka undir
hámarkshraða um tíma og tók fram
úr mér bíll með fellihýsi, en þegar ég
ók á eftir honum í um 20-30 km tók
ég eftir því að annað hjól fellihýsisins
virtist vera með töluvert minna
loftmagn en hitt hjólið. Fyrir vikið
kom kast á vagninn í hvert sinn sem
hann tók beygju, hægði á sér, eða jók
hraðann. Það er grundvallaratriði að
vagn eða kerra sé með sama loftmagn
á öxlinum því annars myndast kast
á vagninn við hverja beygju og við
hraðabreytingar, því er ágætis regla
að mæla loft í dekkjum alltaf áður
en lagt er í langferð með aftanívagn.
Hólið fá hestamenn úr Skagafirði
Í lok síðustu viku ók ég mótorhjóli
við fimmta mann um Kaldadal frá
Húsafelli á Þingvöll og fljótlega
varð ég þess áskynja að það væru
hestamenn fyrir framan mig, en
mótorhjól og hestar er ekki góð
samsetning. Satt best að segja hafði
ég smá áhyggjur af ferðafélögum
mínum sem voru erlendir gestir mínir.
Þegar ég var rúmlega hálfnaður
með leiðina yfir Kaldadal kom
ég að fylgdarbíl hestamanna og
stoppaði við hlið bílstjórans til að
láta vita af okkur, bílstjórinn lét
fremstu menn vita af komu okkar
fimmmenninganna. Eftir smá
stund var búið að koma öllum
lausu hestunum af veginum og inn
í litla spottagirðingu og við liðum
áfram hjá hópnum án vandræða.
Snilldar vel leyst af hestafólkinu.
Svona vinnubrögðum hef ég aldrei
áður orðið vitni að og mættu aðrir
hestamenn taka þetta til fyrirmyndar
og sýna svona liðlegheit við þá sem
á eftir þeim koma.
甀爀爀椀爀 䄀䜀䴀 攀愀 猀يح爀甀
爀愀昀最攀礀洀愀爀 昀礀爀椀爀 琀欀椀 漀最 爀切氀氀甀爀
匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㈀ ∠ 刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㔀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀
䴀椀欀椀 切爀瘀愀氀 ∠ 吀爀愀甀猀琀 漀最 昀愀最氀攀最 ︀樀渀甀猀琀愀
혀昀氀甀最椀爀 猀琀愀爀琀 爀愀昀最攀礀洀愀爀
洀爀最甀洀 猀琀爀甀洀䠀氀攀猀氀甀琀欀椀
䬀䰀섀刀䤀刀 촀 䈀섀吀䄀一䄀℀
ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI
KROSSGÁTA Bændablaðsins
Lausn á krossgátu í síðasta blaði
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
Smáauglýsingar 56-30-300
RELL
ÓSKIPTAN N SLENGJAST S SKORTUR
FÁLÁTUR
HAFGOLA Þ TROSNA
LPUKURS-
LEGUR A U M U L E G U R
EKOKKA
ÓSKUÐU L D A ÁVÍTUR Á K Ú R A
IV L D SVALL
TUNGUMÁL S L A R K
A SJÁ
ÞRÆTU L Í T A GATA FÝLA N
HLERI
RAKKAR
LÍTIÐ H U N D A R MANN-
FÆLIN BRUÐLA S Ó A
JAPLAKK NAFN
FTÓNN
SIÐS
KULVÍS
U
U L S Á R AFBROT E VÆTL S E Y T L RÁNDÝRK
R Ú M T EFNI S I L K I ERFIÐI
FÖLNI R O GVÍTT
VARKÁRNI
Ð G Á T DRYKKUR
MAK Ö L MÓTMÆLA
RATVÍS A N D Æ F AA
A A FENGUR
SKÍMA A K K U R NAGDÝRI
GLUFA R O T T UTVEIR
EINS
R LITLAUS
TÍSKU G R Á ÆPA
ÓBYGGÐIR
ÁTT Ö R Æ F I SÉR-
HVERJA P
R S L GROBBINN
SIGTI M O N T I N N SAMTÖK
SULL A AÆ
A T Ó M SLEIT R A U F VOND
TVEIR EINS I L L BRÁÐRÆÐIFRUMEIND
N
I
Æ
L
R
A
I
Ð
N
KRAFTUR
G
A
SEPI
F
L
L
A
TRUFLUN
F
F
FÓÐRA
I
A
P
L
A
A
N
FÆÐI
SKADDAÐ
B
GALSI
H
Ö
FU
N
D
U
R
B
H
•
B
R
A
G
I@
TH
IS
.I
S
•
K
R
O
SS
G
A
TU
R
.G
A
TU
R
.N
ET
155
ÚTDEILDU
FREISTING
SÆTI
PLATA
HRÓP-
LEGUR
NÖLDUR
ÖRBIRGÐ SNEPLA
SLÖKKVARI
KETIL-
BUMBUR
LYF
HÉKK
TILDRÖG
MYLJAST
EINFALT
FRÍÐUR
TÆTTI
NAGLAR
ÆTT
KROTI
TÓNN
ELDSNEYTI
FÉLAGLASKA
TVEIR EINS
GÓL
ÁVÖXTUR
ÁTT
KK NAFN
GÁ STJÓRN-
LEYSI
KOSNING
SJÁLF
KRIKI
ÞAMBA
HVÍLST
PLANTA
STYBBA
RUGL
GOGG
ÓGÖNGUR
LANDS
VÆLIR
DÖKKT
UNNA
MÆLTI
ALLTAF
VANDRÆÐI
EYÐAST
YFIRHÖFN
KVARÐI
RÁMUR
KAÐALL
UPPISTAÐA
GERVIEFNI
STÚTUR
KRAFS
TVÍHLJÓÐI
YFIR-
BRAGÐ
PÚSSA
BRIGSLA
SKYN-
FÆRA
SKELFING
HRINGIÐA
H
Ö
FU
N
D
U
R
B
H
•
B
R
A
G
I@
TH
IS
.I
S
•
K
R
O
SS
G
A
TU
R
.G
A
TU
R
.N
ET
156
Flott lausn Skagfirðinganna sem voru í hestaferð um Kaldal við að tryggja
á skjótan hátt öryggi hesta og vegfarenda. Þeir fá hól frá mér í þetta sinn.
Alltaf má bæta sig í umferðinni
Aldrei of oft hamrað á þessu.
Mynd / VefsíðaSamgöngustofu.
Þegar ég ferðast á mótorhjólinu mínu er ekkert sem hræðir mig meira en
lausir hestar í hópreið.