Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202114 FRÉTTIR „Okkar viðleitni miðar að því að styrkja stjórnsýsluna, sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi í því skyni að stækka og eflast. Í okkar huga er þetta sóknarað- gerð, við horfum svo á að við séum í sókn og að byggja upp en þetta verði ekki varnaraðgerð,“ segir Kristján Sturluson sveitar- stjóri í Dalabyggð. Sveitarstjórn Dalabyggðar lét á liðnum vetri vinna fyrir sig valkostagreiningu varðandi hugsanlega möguleika á sameiningu við önnur sveitarfélög. Markmið þess verkefnis var að greina styrk- og veikleika, tækifæri og ógnanir Dalabyggðar kæmi til sameiningar sveitarfélagsins við önnur. Valkostagreiningin á að auð- velda sveitarstjórn að meta hvort og þá við hvaða sveitarfélög hefja skuli sameiningarviðræður við. Bent var á 6 möguleika og völdu þátttak- endur á rafrænum íbúafundi á milli þeirra. Fýsilegast þótti að snúa sér fyrst til nágranna í Helgafellssveit og Stykkishólmi og Húnaþingi vestra. Þráðurinn tekinn upp á ný í haust „Við höfum nú í júní átt fundi með fulltrúum í sveitarstjórnum Húnaþings vestra annars vegar og Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hins vegar. Þeir komu til skrafs og ráðgerða við okkur hér í Búðardal og við gerum ráð fyrir að endurgjalda heimsóknina með því að fara til þeirra í haust,“ segir Kristján. „Það er engin niðurstaða úr þessum fundum enda var það ekki ætlunin, þetta var samtal um möguleika og næstu skref,“ segir hann. Niðurstaða sveitarstjórnar í vetur hafi verið sú að hefja samtalið við áðurnefnd sveitarfélög, það hafi verið gert og verði þráðurinn tekinn upp að nýju á komandi hausti. Margir kostir fyrir hendi Hugsanlegt nýtt sveitarfélag með Dalabyggð, Helgafellssveit og Stykkishólmi innanborðs yrði með 1.936 íbúa, en Dalabyggð og Húnaþing vestra hefði 1.854 íbúa. Fleiri kostir voru listaðir upp í valkostagreiningunni, einn þeirra var að horfa til Vesturlands, þ.e. að kanna sameiningu Dalabyggðar við Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp og Skorradalshrepp en við það yrði til sveitarfélag með 4.655 íbúum. Annar kostur var að taka 6 sveitarfélög við Breiðafjörð inn í eitt hugsanlegt sveitarfélag með 3.177 íbúa, en auk Dalabyggðar væri um að ræða Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Reykhólahrepp og Stykkishólm. Þá er nefndur sá kostur að horfa til Stranda og Reykhólahrepps en við það yrði til sveitarfélag með 1.523 íbúum og samanstæði af fimm sveitarfélögum, Dalabyggð, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Reykhólahreppi og Strandabyggð. Ef Húnaþing vestra kæmi með þessum áðurnefndum fimm sveitarfélögum yrði til sveitarfélag með 2.704 íbúa. Dalabyggð er búsældarlegt landbúnaðarhérað Dalabyggð varð til árið 1994 við sameiningu sex hreppa á svæðinu en síðar bættust tveir við. Kristján segir sveitarfélagið landfræðilega stórt en það sé fámennt, íbúarnir um 640 talsins. Stærstu atvinnugreinar sveitarfélagsins eru landbúnaður og matvælaframleiðsla. „Þetta er búsældarlegt landbúnaðarhérað með margvíslega möguleika, en ferðaþjónusta hefur verið vaxandi hér um slóðir og skapað ný störf í stað þeirra sem tapast hafa og þannig að hluta til bætt tapið upp. Við búum svo vel að eiga mörg sér- stæð náttúrufyrirbæri innan okkar samfélags sem draga að sér gesti, hér eru þekktar laxveiðiár og lág- hitasvæði með hverum og laugum,“ segir Kristján. Landbúnaður hefur aðeins verið á undanhaldi, sama þróun í Dalabyggð og hvarvetna um landið, búum fækkar og þau stækka en þurfa að jafnaði ekki mikinn mannafla í reksturinn. Kristján nefnir einnig að samgöngur vegi þungt þegar horft sé til sameiningar, víða sé pottur brotinn þegar að þeim komi. Vegtengingar við bæði Snæfellsnes og Húnavatnssýslu gætu verið mun betri. Auk þess sé ástand héraðs- og tengivega ekki alls staðar gott. „Það er alveg ljóst að ef til sameiningar kemur, hver svo sem hún verður, þurfa samgöngur innan nýs sveitarfélags að vera eins greiðar og kostur er,“ segir Kristján. Skiptir mestu að styrkja stjórnsýsluna Hann segir að í hugsanlegum sam- einingaviðræðum sé einkum horft til þess hvað Dalabyggð varðar að styrkja stjórnsýsluna, að tryggja þjónustu og vöxt í atvinnumálum. Fámenn sveitarfélög eigi erfitt með að sinna lögbundnum skyldum sínum og standa ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru á ýmsum sviðum. Mörg þeirra kaupi þjón- ustu af nágrannasveitarfélögum. „Það má alveg setja spurningar- merki við sjálfstæði sveitarfélaga sem eru í þeirri stöðu að kaupa þjónustu af næsta sveitarfélagi. Með því fyrirkomulagi höfum við fært valdið á málaflokknum yfir til annarra, þeir fulltrúar sem íbúar sveitarfélagsins hafa kosið til að annast um sín mál hafa lítil áhrif, valdið á málaflokknum hefur færst út fyrir sveitarfélagamörkin,“ segir Kristján. /MÞÞ Sveitarstjórn Dalabyggðar horfir í kringum sig með hugsanlega sameiningu í huga: Horfum á sameiningu sem upp- byggjandi sóknaraðgerð en ekki vörn – segir Kristján Sturluson, sveitarstjóri í Dalabyggð Kristján Sturluson, sveitarstjóri í Dalabyggð. Dalabyggð liggur að Breiðafirði og nýtur einstaks umhverfis og lífríkis fjarðarins. Stærstu atvinnugreinar í Dalabyggð eru landbúnaður og matvælaframleiðsla, en ferðaþjónusta sækir í sig veðrið. Dalabyggð er landfræðilega stórt sveitarfélag en fámennt, íbúarnir eru 640 talsins. HUGVIT Í VERKI ÖNNUMST ALLAR ALMENNAR VINNUVÉLAVIÐGERÐIR VHE • Me l ab rau t 27 • Ha fna r f j ö r ðu r • H raun 5 Reyða r f i r ð i S ím i 575 9700 • Fax 575 9701 • www.vhe . i s • sa l a@vhe . i s Vönduð og góð þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.