Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202138 Áhöld til jarðvinnslu voru í fyrstu ekki flókin; ef til vill aðeins skeftur spaði, eins og sá sem við þekkjum sem pál úr íslenskri verkfærasögu. Einhverjum datt svo í hug að raða urmli slíkra spaða á einn og sama öxulinn. Þá var komið veltiherfi. Með tilkomu aflvéla mátti svo knýja spaðasettan öxulinn til snúnings og þá var fenginn sá sem kalla hefði mátt „hverfipál“ – en við þekkjum í dag sem jarðtætara. Stórlega ein- földuð þróunarsaga. Þúfnabaninn sæli var vélknúinn jarðtætari, sá fyrsti sem Íslendingar kynntust. Á fjórða áratugnum var kynntur jarðtætari „mjög hug- vitsamlega tengdur FORDSON- dráttarvélinni“, eins og umboðs- maðurinn, P. Stefánsson, auglýsti. Lítil áhrif hafði tætarinn sá þó á gang ræktunarsögunnar hérlendis. Með tilkomu vökvastýrðs þrí- tengis og aflúttaks á dráttarvélum opnuðust ýmsir möguleikar til nýrrar hönnunar verkfæra við þær. Enska fyrirtækið Rotary Hoes Ltd í Essex hóf að smíða aflknúna jarð- tætara á grundvelli uppfinningar stofnanda síns, A. C. Howard, frá árinu 1912. Heildverslunin Hekla hf. hlut- aðist til um innflutning tveggja jarðtætara frá fyrirtækinu sumarið 1954 og hóf Verkfæranefnd þá um haustið athuganir á notagildi þeirra. Annar tætararinn var tengdur aftan í beltavél, IHC TD 6, en hinn hafði verið smíðaður fyrir Ferguson- dráttarvél. Tætararnir voru reyndir á ýmsum gerðum lands og jarðvegs. Álit Verkfæranefndar að loknum athugunum var „að jarðtætarar séu hentugir til þess að vinna land, sem legið hefur í plógstrengjum 1-2 ár. Þeir fínmylja jarðveginn og mynda [góðan sáðbeð].“ Margir hrifust af vinnubrögð- um jarðtætaranna og í hönd fór blóma skeið þeirra í jarðvinnslu- sögunni. Það ýtti líka undir kaup bænda á þeim að víða voru nú að koma heimilisdráttarvélar sem tæt- ararnir hentuðu vel við. Plógar og hefðbundin herfi lentu í nokkrum skugga. Brátt kom þó í ljós að auð- velt var að misnota jarðtætarana og að þeir áttu ekki við allar gerðir jarðvegs; með þeim mátti jafnvel spilla byggingu jarðvegsins, t.d. mýrajarðvegs, svo áhrif gat haft á grassprettu og endingu sáðgresis í nýræktum. En menn lærðu af reynslunni og þeim fáu rannsóknum sem gerðar voru. Hefðbundir jarðtætarar, en í þeim flokki urðu Howard og Agrotiller vinsælastir framan af, hurfu en „hverfipálarnir“ þróuðust yfir í aðrar gerðir aflknúinna jarðvinnslutækja, svo sem þá sem þessi árin kallast í daglegu tali „pinnatætarar“ og eru úr þeim flokki sem enskir nefna power harrows og rotary harrows – úr flokki „hverfiherfa“ (!) Bjarni Guðmundsson MENNING&SAGA Jarðtætararnir tveir frá Rotary Hoes Ltd voru reyndir á Hvanneyri haustið 1955. Myndir Ólafur Guðmundsson Hér er líklega verið að kynna jarðtætara árið1957 (Agrotiller); ekki að undra að menn hrifust af sáðbeðinum sem hann skilaði. Auglýsing úr búnaðarblaðinu Frey 1933 á Fordson-dráttarvél með jarðtætara. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Fyrri slætti er víðast hvar lokið í Eyjafirði og var þokkalegur, að sögn Sigurgeirs Hreinssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarfélags Eyjafjarðar. Langvarandi þurrkar gera að verkum að háin fer seint af stað og óvíst hvenær unnt verður að hefja seinni sláttinn. Sigurgeir segir að bændur séu í þeirri stöðu að þurfa góðan heyfeng í sumar. Veðurspá gerir ekki ráð fyrir mikilli úrkomu þannig að brugðið geti til beggja vona um hvort svo verði. „Það er tvísýnt en ekki öll nótt úti enn, sprettutíð er alveg út ágústmánuð og fram í september svo enn er von,“ segir Sigurgeir. /MÞÞ Bændur í Eyjafirði hafa víðast hvar lokið fyrri slætti en háin fer seint af stað sökum mikilla þurrka. Mynd/MÞÞ Bændur norðan heiða þurfa góðan heyfeng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.