Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 7 LÍF&STARF S egir nú af Sigrúnu Haraldsdóttur. Hennar hefur þó verið lítillega getið hér í Bændablaðinu og birtar eftir hana stökur, en frekari ítarefni fara hér eftir lesendum til glöggvunar. Sigrún fæddist á Blönduósi á árinu 1953, dóttir hjónanna Elínar Ólafsdóttur og Haraldar Karlssonar, þá bænda í Litladal í Svínavatnshreppi A-Húnavatnssýslu. Sigrún á þannig sveitarætur sterkar þó hún sé vistuð í Reykjavík frá tíu ára aldri. Hagmælsku sækir hún til beggja foreldra, móðir Sigrúnar af kunnri Guðlaugsstaða- og Snæbjarnarætt í Vatnsdal og faðir hennar Haraldur hagorður í betra lagi. Mestan sinn starfsaldur hefur Sigrún átt á Landspítalanum í Reykjavík sem einn af okkar tilvitnuðu „sérfræðingum“ á heilbrigðis- og tæknisviði. Á árinu 2015 kom út ljóðabókin Hvítir veggir eftir Sigrúnu, í meira lagi eiguleg ljóðabók. En lausavísur Sigrúnar hafa víða ratað í blöð og tímarit, og í þessum vísnadálki verða mestanpart birtar hestavísur sem orðið hafa til, enda Sigrún dolfallin hestamanneskja. Nú er líka tími hestaferða vítt um okkar fagra land, og Bændablaðið atað í hestamyndum. Um gæðinginn Frakka eru fyrstu fimm vísur þessa þáttar: Lífi þegar leyst verð frá lýt ég höfði og þakka, góða fyrir Guðs-umsjá og gæðinginn hann Frakka. Undan fæti glymur grund, gott er sæti í hnakki. magnar kæti, mýkir lund minn ágæti Frakki. Víst ég þakka veröld má vetrar hlakka brýnu. Hef ég Frakka að horfa á háu makka línu. Vökul unaðs- vakir -þrá, villta bærir strengi. Vildi ég láta teygja tá töfrafák á engi. Klýfur vindinn klárinn minn kjarkur aldrei hikar. Fagurgengi fákurinn fram á veginn stikar. Hart þó leiki heimsins puð hef ég margt að þakka. Af stakri elsku gaf mér Guð gæðinginn hann Frakka. Ótal gæðinga hefur Sigrún átt og alið um sína daga. Hestinum Sprota hefur hún ort marga afbragðs vísuna: Sproti fríður löppum létt lyftir gríðarlega. Töltir þýður, tekur sprett, talinn prýði vega. Hástígur og frískur fer fasmikill um götur, lítt sá góði gandur er gerður fyrir lötur. Hnarreistur með gust og gný götu stikar vota, það er kyngikraftur í klárnum honum Sprota. Um hestinn Nóa frá Stóra-Hofi orti hún margar vísur: Montinn töltir, mjúkur, knár, makkinn lipurt sveigður, fínbyggður og fótahár, fagurlega eygður. Væri ég hryssa vors um nótt vafin angan frjóa, hve ég mundi falla fljótt fyrir honum Nóa. Jakob á Hóli í Svartárdal trúði Sigrúnu fyrir því, að hann hefði haft hestinn Blakk hakkaðan til hádegisverðar. Sigrún orti þá þessa tíðindavísu: Endar jafnan allra leið og ævitörn. Blakkur rann sitt Skúlaskeið í skeifugörn. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 278MÆLT AF MUNNI FRAM Gersemar og gögn úr geymslu Bændasamtakanna send í varðveislu – Níu bretti til Þjóðskjalasafns Guðrún Birna Brynjarsdóttir, verkefnisstjóri yfir tiltekt í geymslum Bændasamtakanna í kjallara Hótel Sögu, hefur unnið hörðum höndum síðan í maí að flokka og taka til í gömlum gögnum, margt af því frá tíma Búnaðarfélags Íslands. Á dögunum fór síðan stór farmur til varðveislu á Þjóðskalasafn Íslands, níu bretti með gögnum sem spanna um 100 ára sögu. Mest var af nautgripaskýrslum úr gömlu skjalasafni Búnaðarfélags Íslands en einnig fór heill kortaskápur og skjalakassar með uppdráttum frá Byggingaþjónustu landbúnaðarins til varðveislu á Þjóðskjalasafnið. /ehg Það var skemmtilegt að rýna í handmáluð gögnin sem meðal annars innihéldu handskrifuð skjöl um þunga hrúta, tveggja vetra og eldri, á sýningum frá 1929-1946, kjötneyslu á Íslandi frá 1934-1946, túnstærð og töðufeng og síðan heldur Guðrún Birna á fjórum tegundum ræsa, grjótræsi, hnausaræsi, pípuræsi og viðarræsi. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, var kampakát að fá muni úr geymslunni til varðveislu, meðal annars bronsstyttu af Halldóri Vilhjálmssyni, skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri um áratuga skeið. Það voru níu bretti sem fóru á dögunum til varðveislu í Þjóðskjalasafninu af gögnum sem spanna 100 ára sögu landbúnaðar hér á landi. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, verkefnisstjóri yfir tiltekt í geymslum Bændasamtakanna í kjallara Hótel Sögu stendur hér vígreif með Gunnari Ah. Jensen hjá Nýju sendibílastöðinni, sem sá um að flytja gögnin á Þjóðskjalasafnið. Þyngdarmælingar á hrútum, 2 vetra og eldri. Túnstærð og töðufengur er áhugavert til lestrar.Framboð á íslensku kjötmeti rétt fyrir miðja öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.