Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202128 LÍF&STARF Júlíus Þröstur Sigurbjartsson og Sigríður Jóhannesdóttir í Sillukoti. Þau keyptu félagið Sælusápur fyrir tveimur árum, byrjuðu í bílskúr á Þórshöfn en eru nú komin með reksturinn til Gunnarsstaða þar sem þau reka eitt af þremur sauðfjárbúum á bænum. Sauðfjárbú og framleiðsla á sápum og fleiri vörum fer vel saman og styrkir búsetuna. Myndir úr einkasafni. Vinnslan hjá Sillukoti komin heim í Gunnarsstaði í Þistilfirði: Innréttuðu gamla vélaskemmu og framleiða þar sápur og kerti „Það var alltaf ætlunin að flytja framleiðsluna heim í Gunnarsstaði enda mun hentugra að hafa starfsemina heima á hlaði,“ segir Sigríður Jóhannesdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Júlíusi Þresti Sigurbjartssyni, rekur fyrirtækið Sillukot sem m.a. framleiðir Sælusápur. Þau hjónin keyptu Sælusápur fyrir tveimur árum, fluttu það úr Kelduhverfi og til bráðabirgða í bílskúr í eigu systur Sigríðar á Þórshöfn. Undanfarið ár hafa þau Sigríður og Júlíus unnið að endurbótum á gamalli vélaskemmu sem byggð var utan á fjárhúshlöðu þeirra á Gunnarsstöðum. Nýinnréttuð aðstaða hefur nú verið tekin í notkun og hlakka þau hjón til að taka á móti gestum. Félagið framleiðir um 15 gerðir af handsápum, handgerð kerti og ýmsar aðrar handgerðar heimilisvörur. Á Gunnarsstöðum eru rekin þrjú sauðfjárbú og eru þau Sigríður og Júlíus með eitt þeirra. Hún segir að vel fari saman að reka sauðfjárbú og fyrirtækið Sælusápur, í því felist ýmis jákvæð samlegðaráhrif og styrki búsetu þeirra á heimaslóð. Sigríður og Júlíus eiga þrjár dætur sem allar vinna jafnt og þétt með foreldrum sínum við sápugerðina og búskapinn. Tóku gamla vélaskemmu í nefið Sigríður segir að á liðnum vetri hafi verið unnið við endurbætur á vélaskemmunni, en hún er tæpir 80 fermetrar að stærð. Þau tóku þá ákvörðun að stúka annan enda hennar af, um 20 fermetra pláss, og tengdu hann hesthúsi þeirra og þar mun verða áhalda- og verkfærageymsla. Sápu- og kertagerðin hefur þá yfir að ráða um 55 fermetrum, vinnslan er í 40 fermetrum, sölugallerí hefur um 10 fermetra til umráða og annað pláss undir salerni og inngang. „Þetta var óupphituð véla- og verkfærageymsla. Við hreinsuðum allt út, skiptum um þak, einangruðum rýmið og klæddum það að innan, endurnýjuðum rafmagn og lagnir í gólfi. Það má orða það svo að við höfum tekið húsnæðið algjörlega í nefið. Fyrir vikið er aðstaðan orðin glæsileg og við himinsæl með útkomuna,“ segir Sigríður. Í framkvæmdum eins og þessum er ómetanlegt að búa í sveit eins og okkar þar sem menn fara á milli bæja og hjálpast að. Má þar nefna að þegar við skiptum um þak mætti vaskur hópur manna og hamarshöggin ómuðu í 2 daga meðan þeir skiptu um þakið. Svona samvinna gerir það að verkum að svona verk eru framkvæmanleg. Við mjög þakklát fyrir alla þá aðstoð sem við fengum til að láta þennan draum okkar verða að veruleika.“ Vonum að sem flestir komi í heimsókn Í vinnslurýminu framleiðir hún sápur, margs konar kerti og varasalva. „Vonandi eiga fleiri vörur eftir að bætast við með tíð og tíma,“ segir hún. „Við verðum með opið í sumar en engan formlegan afgreiðslutíma, við erum nær alltaf heima við og getum þá skroppið niður eftir og opnað fyrir þá sem eiga leið um og vilja kíkja til okkar.“ Sigríður Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigríður Jóhannesdóttir í nýja vinnslusalnum. Þau hjónin innréttuðu gamla vélaskemmu við Gunnarsstaði og hafa 55 fermetra til umráða í skemmunni sem skiptir á milli vinnslu og söluaðstöðu. Sillukot framleiðir um 15 gerðir af handsápum, handgerð kerti og annan heimilisvarning. Hægt er að skoða úrvalið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði þar sem söluaðstöðu hefur verið komið upp. Hér má sjá Sigríði hræra saman hráefnum, tólg, olíu, vítissóda, ilm og jurtum til að sápan verði til, en öll sápa er hrærð saman á þennan máta, m.a. pískara og töfrasprota í potti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.