Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202144 SAMFÉLAGSRÝNI Þegar landinu var stolið um hábjartan dag Hugsum okkur að laumað yrði í frumvarp um lögreglumál nýrri örstuttri lagagrein um að nú væri húseigendum loksins heimilt að friða húsin sín. Húseigandi gæti smíðað í kringum húsið sitt mannhelda girðingu, fengið smíðina samþykkta hjá lögreglu bæjarins, árlega um hver jól, og eftir að friðlýsing hússins væri auglýst af viðkomandi sveitarstjórn í Stjórnartíðindum mættu þjófar ekki stela úr húsinu fram að næstu jólum! Frumvarpið yrði umræðulaust að lögum. Í framhaldinu gagn­ ályktaði lögreglan að fyrst búið væri að banna þjófum að stela úr friðuðum húsum væri þeim nú heimilt að stela úr „ófriðuðum“ húsum. Húseigendur „ófriðaðra“ húsa, sem leituðu til lögreglunnar í vandræðum sínum þegar þjófar gerðu sig líklega til að bera út húsgögnin, væri ráðlagt að hjálpa til við burðinn. Sá er segir að ekkert þessu líkt gæti gerst í landi laga og rétt­ ar, þar sem eignarréttur er talinn mannréttindi og sagður friðhelgur í Stjórnarskrá – hefur rangt fyrir sér. Í stað húsa voru það heima­ og eignarlönd sem örstutt lagalauma gaf kindum umgangs­ og beitarrétt í löndum sem ekki eru sérstaklega girt, vottuð, friðlýst og auglýst! Lauman „Laumunni” var komið fyrir í 8. gr. búfjár haldslaga nr. 103/2002. Fyrsta setningin hennar hljómar eins og verið sé að færa landeig endum nýtt úrræði, alveg nýja heimild sem þá líklega vantaði til að fá langþráðan frið fyrir ágangi búfjár: Umráðamanni lands er heimilt að ákveða að tiltekið og afmark­ að landsvæði sé friðað svæði og er þá umgangur og beit búfjár þar bönnuð. Í fjórum seinni setningum grein­ arinnar er tiltekið að til þess að „friða“ landsvæði skuli landeig­ andinn girða land sitt dýrheldri girðingu, fá hana vottaða á hverju ári hjá búnaðarsambandi, tilkynna sveitarfélaginu um „friðunina“ og vottunina, sem á þá að auglýsa „frið­ lýsingu “ viðkomandi land svæð is í Stjórnartíðindum! Nú liggur fyrir að lauman koll­ varpaði yfir þúsund ára umráðar­ étti landeigenda og breytti flestum heima­ og eignarlöndum á Íslandi í afrétt fyrir kindur. Sagan: Umráðaréttur og bótaskylda frá þjóðveldisöld Árið 1958 var skipuð nefnd þriggja manna til að gera heildstætt laga­ frumvarp um notkun afrétta, upp­ rekstrarrétt, fjallskil og ágang bú­ fjár. Formaður nefndarinnar var Ólafur Jóhannesson, fv. prófessor og forsætisráðherra. Frumvarp sem nefndin vann varð uppistaðan í lögum um fjallskil nr. 42/1969, nú lög nr. 6/1986. Í ítarlegri greina­ gerð „Ólafsnefndarinnar“ segir um ágang búfjár, ábyrgð eigenda þess og réttindi landeigenda: „Þetta ákvæði réttarbótarinnar [innskot: árið 1294] verður að telja gild lög enn þann dag í dag. Ágangur búfjár í tún, akra eða engi varðar því fjáreiganda bótum, án tillits til þess, hvort landið er girt eða eigi, og hvort sem fjáreiganda verður um kennt eða ekki. Þessi ákvæði eru að efni til staðfest í 38. gr. þessara laga, er einnig lætur hið sama gilda um afgirt svæði, þótt ekki séu þar tún, engi eða matjurtagarðar.“ Þó svo „Ólafslögin“ hafi ekki áskilið vörsluskyldu búfjár, sem hefði verið æskilegt, virtu þau skilyrðislausan umráða­ og eignarrétt landeigenda, enda viðurkenndur í landinu frá þjóðveldisöld í Grágás og seinna í Jónsbók. Í „Ólafslögunum“, nú lögum um afréttamálefni nr. 6/1986, er allur IV. kaflinn um ágangsfé, bótaábyrgð búfjáreigenda og úr­ ræði landeigenda til að vernda eigur sínar. Í kaflanum eru eftirfarandi ákvæði, samandregin: • Sveitarstjórnum ber að smala og skila ágangsfé í heimalandi, sem kemur úr afrétti, aftur á afréttinn eða í skilarétt. • Meirihluti landeigenda getur óskað eftir að heimalönd þeirra séu girt frá afrétti ef ágangur úr honum er mikill og skulu þeir sem nýta afréttinn þá greiða 4/5 hluta kostnaðarins (með vísan í girðingalög). • Sveitarstjórn skal smala ágangsfé og koma því til eigenda ef það kemur úr öðru heimalandi og skulu eigendur ágangsfjárins greiða kostnað­ inn. • Ef sveitarstjórn sinnir ekki smölunarskyldu sinni skal lögregla sjá um smölunina, og rukka eigendur ágangsfjárins um kostnað. (Bætt við 1997). • Búfjáreigendur eru bótaskyldir ef búfé þeirra veldur tjóni í engjum, túnum, garðlöndum eða öðrum girtum svæðum. • Landeigendur geta sett ágangsfé í aðhald, ef ágangur er ítrekaður, og skal búfjáreigandinn þá greiða þeim uslagjald. Í landi þar sem kindaeigendur þurfa almennt ekki að halda skepnum sínum innan girðinga, eins og tíðk­ ast í öðrum löndum hins viti borna heims, hafa eigendur heima­ og eignarlanda haft bærileg úrræði til að vernda eigur sínar gegn ágang­ skindum. Sveitarfélög, lögregla og búfjáreigendur hafa haft þar skýr verkefni, skyldur og ábyrgð. Laumuhöfundi hlýtur að hafa fundist þessi þúsund ára réttur allra landeigenda vera of íþyngjandi fyrir þá nútíma kindaeigendur, sem vilja fóðra skepnur sínar í óleyfi í annarra manna löndum. Afleiðingar laumunnar Nýfengið álit frá sveitarstjórnar­ ráðuneytinu staðfestir að lauman í búfjár haldslögin árið 2002 víkur öllum IV. kafla „Ólafslaganna“, um úrræði við ágangsfé, til hliðar. Í álitinu segir m.a: í því felst að umráðamaður lands þar sem lausaganga búfjár er heimil þarf að horfa til ákvæða laga um búfjárhald fremur en laga um afréttarmálefni. Ber honum því að taka ákvörðun um að friða þann hluta lands­ ins sem umgengni búfjár skal vera bönnuð… Þá gagnályktar stjórnsýslan að fyrst umgangur og beit sé bönnuð í „frið­ lýstum“ löndum sé umgangur og beit nú leyfileg í „ófriðlýstum“ löndum. Því hafi yfirvöld þar engar skyldur og búfjáreigendur enga ábyrgð. Ekki verður séð að nokkurt land hafi verið friðlýst frá gildistöku laumunnar, og skal engan undra, og lausaganga kinda er enn leyfð í u.þ.b. öllum sveitum landsins. Því eiga kindur nú umgangs­ og beitar­ rétt í öllum heima­ og eignarlöndum langflestra sveita landsins! Ótrúleg vinnubrögð við lagasetningu Hvorki var getið um laumuna í samandregnum athugasemdum sem fylgdu frumvarpinu né minnst á hana einu orði í áliti landbúnaðarnefndar. Þá minntist landbúnaðarráðherrann ekki á hana í ræðu sinni þegar hann kynnti frumvarpið fyrir alþingi. Í ræðunni fór hann yfir fimm megin­ breytingar sem frumvarpið hafði í för með sér og var sú fimmta að breyta upplýsingaöflun um uppskeru á gulrófum og kartöflum! Hvergi í frumvarpinu, nefndar­ áliti eða í ræðu ráðherrans er nefnt einu orði að yfir þúsund ára umráða­ réttur landeigenda væri hirtur af þeim með samþykkt frumvarpsins. Ekki var minnst á að lauman felldi niður heilan kafla í öðrum lögum um úrræði landeigenda við ágangi. Ástæðulaust var talið að nefna að bótaskylda búfjáreigenda í „ófriðuð­ um“ löndum félli niður. Að nánast öll heima­ og eignarlönd landsins yrðu að afrétti við samþykkt frum­ varpsins, var ekki tilefni útskýringa. Ágangsfé er ekki lengur ágangsfé Ekki má reka ágangsfé yfir í annars manns land og því eru landeigendur eftir laumuna úrræðalausir þegar ágangsfé étur hjá þeim nýskóginn, matjurtargrösin eða túnsprettuna. Reyndar er það sem hefur verið kallað ágangsfé á Íslandi í aldir, ekki lengur ágangsfé, heldur að­ komurollur að nýta sér umgangs­ og beitarréttinn í annarra manna löndum, sem þeim var gefinn vorið 2002. Í landi laga, réttar og friðhelgs eignarréttar er ráðlegging stjórn­ valda til landeigenda, sem óska eftir aðstoð yfirvalda við að verja eigur sínar, að hjálpa þjófunum við burðinn. Ofbeldi sérhagsmuna Í krafti góðs aðgangs að löggjaf­ anum, sem á sér ýmsar skýringar, tekst kindaeigendum að halda þúsundum landeigenda í gíslingu kindanna þeirra. Þessi séríslenska spilling hlýtur að fara að renna sitt skeið því hún á ekkert erindi við nútímann, hvað þá framtíðina. Það hljóta allir að sjá að það er bara í landi fáránleikans að kindaeigendum sé færður með lögum umgangs­ og beitarréttur fyrir skepnurnar sínar í annarra manna heima­ og eignarlöndum, ef þau eru ekki girt, árlega vottuð, „friðlýst“ og auglýst í Stjórnartíðindum! Stjórnarskráin til bjargar? Þó svo Alþingi hafi misst af laum­ unni standa vonir til að stjórnar ­ skráin grípi hana. Ef ekki, munu margir eigendur heima­ og eignarlanda spyrja sig í hvers konar landi þeir búi. Kristín Magnúsdóttir lögfræðingur og landeigandi Kristín Magnúsdóttir. Í „Ólafslögunum“, nú lög nr. 6/1986, er allur IV. kaflinn um ágangsfé, bóta­ ábyrgð búfjáreigenda og úrræði landeigenda til að vernda eigur sínar. Ágangskindur inni á golfvelli. Nú liggur fyrir að lauman kollvarpaði yfir þúsund ára umráðarétti landeigenda og breytti flestum heima- og eignarlöndum á Íslandi í afrétt fyrir kindur. Það hljóta allir að sjá að það er bara í landi fárán leikans að kinda eig endum sé færður með lögum umgangs- og beitar- réttur fyrir skepnurnar sínar í annarra manna heima- og eignarlöndum, ef þau eru ekki girt, árlega vott uð, „friðlýst“ og auglýst í Stjórn ar tíðindum! Bænda 12. ágúst Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR gerðir dráttarvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.