Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202118 Þýska sjónvarpsstöðin RTL heldur um taumana á einum ástsælasta raunveruleikaþætti landsins, „Bauer sucht Frau“ – eða Bændur í bónorðsför. Hefur þetta augnakonfekt kætt og kitlað þýskan almenning síðan árið 2005, en um ræðir bændur, þá bæði konur og menn, sem leita eftir lífsförunauti. Efnistökin eru án efa mörgum hjartans mál, enda má finna sömu þáttaraðir í um þrjátíu löndum auk Þýskalands. Í Þýskalandi hefur þó örlítil breyting verið á síðastliðin misseri, en nú leita bændur utan landsteinanna eftir maka og koma því þættirnir út undir nafninu „Bauer sucht Frau International“. Nýjasta þáttaröðin hefur göngu sína nú í haust og er, sem stendur, leitað logandi ljósi að einhleypu fólki sem til er í tuskið. Viðkomandi þarf að vera einhleypur, þýskumælandi, og/eða með þýskan, austurrískan eða svissneskan uppruna auk þess að starfa við landbúnað á einhvern hátt. Starfssvið þátttakenda er vítt, allir frá kúrekum til kaffiræktenda mega óska eftir þátttöku – í raun eru sem flestir hvattir til að gefa kost á sér. Þeir sem valdir eru munu svo kynnast innbyrðis eftir kúnstar- innar reglum. Samkvæmt þáttunum kemur í ljós að alls hafa tuttugu og tveir bændur frá fjórtán mismunandi löndum nú þegar verið í sviðsljósinu. Bændurnir hafa komið frá Ungverjalandi, Paragvæ, Mexíkó, Kosta Ríka og Suður-Afríku svo eitthvað sé nefnt og afar spennandi væri nú að fá íslenska landvætti með í þann litríka hóp keppinauta. Þótt misvel gangi að mynda tengsl meðal þeirra sem vilja kynnast, virðast ástarörvar Amors allrahanda loða við þáttinn. Til gamans má geta þess að í eitt skiptið fóru tveir kvenkyns umsækjendur vongóðar til Austurríkis til að kynnast þarlenskum bónda. Bóndinn heitir Emanuel og á í Austurríki stóran búgarð sem hann nýtir undir dýraathvarf. Emanuel þessi hafði þó ekki heppnina með sér hvað varð- aði konurnar, enda ekki alltaf sem slík tenging verður. Hins vegar leist konunum óskaplega vel hvor á aðra – með þeim tókust ástir og fylgjast þær nú að í lífinu svona stormandi lukkulegar. Það má a.m.k. með sanni segja að átök og ástir séu á skjánum fyrir allan peninginn, heimshorna á milli. /SP HROSS&HESTAMENNSKA LANDSJÁ „Ég borga aldrei“, sagði bóndinn fyrir austan á hverju hausti þegar kaupfélagsstjórinn var búinn að útlista fyrir honum hvernig hann gæti gert upp við kaupfélagið. Ekki kunni þessi afstaða góðri lukku að stýra, hvorki fyrir bóndann né kaupfélagið. Bændur standa nú frammi fyrir tvöfaldri vá, annars vegar ógn loftslagsbreytinganna sjálfra og svo hins vegar hugsanlegri ógn vegna vanhugsaðra ákvarðana stjórnvalda í loftslagsmálum. Þess vegna kann að vera ráð að borga stax, grípa til kostnaðarsamra ákvarðana og aðgerða þegar í stað, að því gefnu að það fáist metið í formi sanngjarnra mótvægisaðgerða. Bændur í Danmörku óttaslegnir Fyrirheit um að kolefnisjafna íslenskan landbúnað á næstu nítján árum er tröllaukið verkefni sem mun kosta mikið fé. Það fé mun bætast ofan á framleiðslukostnað íslenskra búvara svo að samkeppnishæfni þeirra mun minnka komi ekkert annað til. Íslenskir bændur gætu framleitt kolefnishlutlaust kjöt en það yrði svo dýrt að neytendur myndu í hrönnum kaupa ódýrara innflutt kjöt sem ekki væri framleitt með jafn ströngum kröfum. Niðurs taða þe i r ra r jöfnu yrði hin versta fyrir þjóðarbúið, kolefnisútblástur minnkaði ekki neitt en afkomu íslensks landbúnaðar hefði verið kollvarpað. Íslenskir bændur eru ekki einir um að óttast slíka tvöfalda vá. Bændur í Danmörku horfa upp á það að ríkisstjórn krata hyggst leggja gríðarmiklar álögur á þarlendan landbúnað sem miða að því að draga úr kolefnisspori hans. Álögurnar eru með þeim hætti að ólíklegt verður að teljast að landbúnaðurinn í Danmörku þoli þær öðruvísi en að draga verulega úr framleiðslu og umfangi. Grænir tollar til að vernda lífsviðurværi Landbúnaðarráðherra Þýska- lands lýsti því á hinn bóginn yfir síðastliðinn vetur að nauðsynlegt yrði að setja græna tolla á innflutt matvæli til þess að verja lífsviðurværi bænda í Evrópu. Hið sama er upp á teningnum þar ytra og hér. Kolefnisjafna á þýskan landbúnað eigi síðar en 2050 – á meðan Íslendingar stefna að árinu 2040. Þjóðverjar gefa sér semsagt 10 árum lengri tíma en við Íslendingar. Leiðin sem þýski ráðherrann og fleiri hafa velt upp er að leggja vörugjöld á landamærum sem miða að því að jafna samkeppnisgrundvöll þýskra bænda og afurðastöðva, sem þurfa að standa straum af ákveðnum kostnaði við kolefnisjöfnun, og erlendra aðila sem þurfa þess ekki. Sé slík gjaldheimta rétt sett upp er talið að hún komist í gegnum nálarauga Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). ESB-kaupfélagið Í vikunni sem leið kynnti svo Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar E v r ó p u s a m b a n d s i n s , aðge rðaáæt lun ESB- kaupfélagsins í loftslagsmálum, „Í formi fyrir 55“, sem miðar að 55% samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda 2030. Ein aðgerðanna er sú að setja upp slík vörugjöld á innflutt stál, sement, ál og raforku. Innflytjendum yrði gert að greiða andvirði kolefniseininga fyrir hvert tonn af stáli sem framleitt er með lakari umhverfisaðferðum heldur en tíðkast í ESB. Það kaupfélag hræðist ekki tolla og gjöld til að jafna metin og Íslendingar eru á félagssvæði þess gegnum Evrópska efnahagssvæðið, EES. Samhliða vörugjöldunum á að flýta fyrir því að fækka kolefniseiningunum sem í umferð eru innan ESB hverju sinni. Það mun hækka á þeim verðið (verðið á einingu, tonni af CO2 er rúmar 50 evrur í dag). Gjald á kolefnisútblástur er þegar til staðar hvað iðnað varðar í Evrópu. Það er hins vegar ekki fyrir hendi í landbúnaði. Til þess að leggja kolefnisgjald á landbúnað þarf að leggja mat á kolefnisspor búvöru. Þar er um að ræða mikinn frumskóg. Og sitt sýnist hverjum um það hvar eigi að draga mörkin utan um rammann sem reiknaður er. Hér á landi hefur til að mynda munað býsna miklu í útreikningum sama fyrirtækis á kolefnisspori nautakjöts. Sömu kröfur til erlendra sem innlendra matvæla Að mínu viti er eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að kostnaður við að kolefnisjafna búvörur hefti íslenskan landbúnað sú, að drífa í boðuðum verkefnum og ná árangri sem fyrst. Jafnframt þyrfti að setja fram það eðlilega og ófrávíkjanlega skilyrði gagnvart íslenskum stjórnvöldum að sömu kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla og þeirra sem framleidd eru hérlendis. Eitt ber þó að hafa í huga, að verði íslenskur landbúnaður ekki loftslagsvænni en sá sem við keppum við – þá mun þessi aðferð ekki virka. Því þarf að kappkosta að ná forskoti í loftslagsmálum, það er einfaldlega lífsspursmál fyrir innlendan landbúnað. Sé ekki hugsað stórt og af framsýni í þessum efnum með því til dæmis að auka framleiðni og afurðasemi gripa, koma á fót kolefnissamlagi, tryggja orkuskipti, innleiða græna tækni og gervigreind munu margar sveitir verða eins og býli bóndans sem nefndur var í byrjun, eyðibýli. Landsjá: Bændur standa frammi fyrir tvöfaldri vá Kári Gautason. FRÉTTIR Mynd / MHH Sveitahátíðin Grímsævintýri í umsjón Kvenfélags Grímsness verður haldinn laugardaginn 7. ágúst á Borg. Á hátíðinni fer meðal annars fram ein elsta tombóla landsins, sem hefur hefur verið árlega frá árinu 1926. Dagskrá hátíðarinnar hefst klukkan 13.00 og stendur til klukkan 16.30. Hoppukastalar verða á staðnum, klifurveggur, blúndukaffi, markaður, popp og candyfloss, auk þess sem BMX brós sýna listir sínar á hjólum. Frítt verður í sundlaugina á Borg á meðan hátíðin stendur. Reiknað er með fjölmenni og mikilli stemningu á Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi laugardaginn 7. ágúst enda löngu búið að leggja inn pöntun fyrir góðu veðri. /MHH Borg: Sveitahátíðin Grímsævintýri 7. ágúst Raunveruleikaþáttur fyrir allan peninginn: „Bauer sucht Frau“ Þó tengslamyndun gangi misjafnlega virðast keppendur þó njóta sín vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.