Bændablaðið - 22.07.2021, Page 48

Bændablaðið - 22.07.2021, Page 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202148 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Hagi er landnámsjörð og kirkju- staður og afi Haraldar Bjarna - sonar keypti hana upp úr aldamótunum 1900. Þar var blandað bú þangað til fé var skorið niður árið 1982. Einnig er hlunnindabúskapur í Haga, egg og dúnn. Líka var þar um tíma refabú og fiskeldi og grá- sleppuveiðar voru stundaðar hér í áratugi. Ábúendurnir Haraldur og María Úlfarsdóttir voru í sambýli við foreldra Haraldar í nokkuð mörg ár en tóku alveg við fyrir um það bil 15 árum. Þau hafa aukið við kvótann og gert endurbætur á fjósi í þeirra búskapartíð. Býli: Hagi. Staðsett í sveit: Á Barðaströnd í Vesturbyggð. Ábúendur: Haraldur Bjarnason og María Úlfarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 3 börn, Kristínu Ingunni, 37 ára, Freyju Rós, 34 ára og Kristófer Þorra, 29 ára, en öll eru þau flutt að heiman. Svo eigum við hana Títu okkar sem er 12 ára tík. Stærð jarðar? Eitthvað um 7.000 ha. Gerð bús? Kúabú og ferðaþjónusta. Fjöldi búfjár og framleiðslu- magn? Mjólkuframleiðsla er um 200.000 lítrar. Nokkrir skrokkar á ári fara í nautakjötsframleiðslu. Svo erum við með tvö sumarhús í ferðaþjónustu. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Við förum í fjósið kl. 7 og svo er ýmislegt sem tilheyrir almennum bústörfum og þrif á sumarhúsunum. Mjaltir eru svo aftur kl. 17.30 og eftir það reynum við að gera sem minnst – en það virkar ekki alltaf. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að vera í heyskap í góðu veðri með allar vélar í lagi. Girðingavinna er ekki ofarlega á vinsældalistanum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en trúlega með meiri áherslu á ferðaþjón- ustuna. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Ef vel er haldið á spöðunum þá má örugglega auka framleiðslu á flestum sviðum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Rjómi, skyr og ostur, grænmetissósa. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautalund hjá frúnni en selur hjá eiginmanninum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar mjaltabásinn var tekinn í notkun árið 2000. Grillað lamb og grænmeti Fjölskyldugrill og góðir gestir verða ánægðir með mjúkan og safaríkan lambahrygg með fullt af grænmeti. Lambakjöt og grænmeti Hráefni › 1 eða ½ lambahryggur › Ólífuolía › Krydd, eftir smekk Fyrir marga er lambakjöt ógnvekj- andi að elda í heilu, en það er í raun mjög einfalt að elda á grillinu með þessum sjö skrefum. Það er meira reykjarbragðið frá því að grilla yfir kolum en gasi og það bætir bragðið af lambinu fullkomlega fyrir þá sem kjósa það. Einfaldlega eldið allan hrygginn þar til hann nær viðeigandi hitastigi og skerið síðan í ljúffengar bleikar kótelettur. 1. Snyrtið og hreinsið lamba- hrygginn eins og þið viljið með eða án fitu, í Frakklandi er skorin af fitan svo rifbein sjást fyrir eldun, en Íslendingar elska mömmuhrygginn með allri fitunni. Það er ekki erfitt að gera það sjálfur. Fyrst skuluð þið nota beittan hníf til að skera umfram fituna og hreinsa beinin, ef það er kosið, af rifjunum. 2. Setjið upp tvo skammta af kolum, mismunandi háa stafla (ef gas er notað er heitur hluti og kaldari hluti). Þegar kolin eru heit, þá rétt áður en þið setjið lambahryggina á ristina, dýfið upprúlluðum eldhúspappír í matarolíu og penslið fitu á grindina. 3. Það gæti kviknað í meðan á grillinu stendur, svo það er mikilvægt að verja hrygginn með smá vatni og jafnvel með álbakka (álpappír) undir fituna. Penslið lambið með ólífuolíu og kryddið síðan kjötið með uppáhalds RUB- eða jurtakryddinu ykkar. Lambakjöt er viðkvæmt bragð svo notið einfalda blöndu af salti, pipar og ferskum kryddjurtum eins og timjan eða myntu sem virkar fullkomlega. 4. Ef það kemur upp blossi skuluð þið færa lambahrygginn á svalari hliðina þar til loginn dvínar. Verið viss um að velta hryggnum svo þið fáið fallegan brúnan lit á allar hliðar kjötsins. 5. Ljúkið við eldun á kaldari parti grillsins. Langtíma eldun fer fram á kaldari hluta grillsins til að ljúka matreiðsl- unni. Tími fer eftir þyngd u.þ.b. 15 til 40 mínútna matreiðslutíma, háð stærð. En ekki treysta á klukkuna. Verið viss um að hafa góðan kjöt- hitamæli við höndina til að mæla kjötið og ná æskilegu hitastigi og ofeldið það ekki. 6. Hryggurinn er miðlungs steiktur við 60 gráður, vel steiktur við 65-70 gráður og hærra. Lambakjöt getur tekið á sig aðra áferð við moðsteikingu eða svo kallað mömmu lamb sem dettur af beininu. 7. Hvílið kjötið fyrir skurð, sneiðið og framreiðið með góðu grænmeti og uppáhaldssósunni. Þegar það er gert skuluð þið taka grindina af grillinu og láta það hvíla, lauslega hulið með álfilmu, í 10 til 15 mínútur áður en það er skorið í sneiðar. Þessi hvíldartími er nauðsynlegur til að leyfa safanum að dreifa sér á ný um kjötið. Með góðum beittum hníf skuluð þið sneiða niður á milli beina til að búa til kótelettur. Grillaðar sætar kartöflur Grillaðar sætar kartöflur henta vel sem meðlæti við hverja matreiðslu. Eins og annað rótargrænmeti, svo sem rófur og kartöflur, og skila þau sínu besta bragði á grillinu. Þær eru sykurríkt grænmeti, sem getur líka auðveldlega brunnið, fylgist vel með sætu kartöflunum þegar þeir eru á grillinu. Þið viljið hafa þær mjúkar en ekki svartar að utan. Toppið grilluðu sætu kartöflurnar ykkar með rifnum osti, ferskum kryddjurtum, eða jafnvel ögn af appelsínusafa og stráið púðursykri yfir fyrir sætara meðlæti. Hráefni › 1 sæt kartafla › ólífuolía › nýmalaður svartur pipar › salt Skerið sætu kartöfl- una í fjórðunga eða sex hluta. Setjið sætu kartöflu- bátana í stóra skál og veltið þeim vel upp úr olíu, pipar, salti og kryddi að eigin vali. Hitið grillið í 205 gráður. Setjið sætu kart- öflurnar á grillið í röð til að auðvelda röðina á þeim að snúa eða „velta“ þeim. Grillið í 20 til 30 mínútur og snúið þeim á 4 til 5 mín- útna fresti. Takið af grillinu og berið fram strax. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Hagi Haraldur Bjarnason og María Úlfarsdóttir. Mynd / Edda Kristín Eiríksdóttir Eftir að myndin var tekin bættist afa- og ömmustelpa í hópinn, hún Vaka.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.