Bændablaðið - 22.07.2021, Síða 49

Bændablaðið - 22.07.2021, Síða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 49 Falleg teppi fyrir þau yngstu prjónað með gatamynstri. Teppið er prjónað fram og til baka. DROPS Design: Mynstur bm-120-by Stærð: ca 48x52 (63x80) Garn: Drops Baby Merino (litur á mynd nr 04) - 150 (200) g og notið Drops Kid-Silk (litur á mynd nr 29) - 75 (75) g Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm nr 5 eða sú stærð sem þarf til að fá 17L = 10 cm. Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. Aðferð: Fitjið upp 97 (125) lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði af Baby Merino og 1 þræði af Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 11 lykkjurnar, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið slétt prjón þar til 11 lykkjur eru eftir, prjónið eins og áður yfir síðustu 11 lykkjurnar = 96 (124) lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið fyrstu 11 lykkjurnar eins og áður, brugðið þar til 11 lykkjur eru eftir, prjónið síðustu 11 lykkjurnar eins og áður. Prjónið nú mynstur þannig: A.1 yfir fyrstu 11 lykkjurnar (mynstrið á að passa með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur), A.2 yfir næstu 70 (98) lykkjur (= 10 (14) mynstureiningar með 7 lykkjum), prjónið fyrstu 4 lykkjur í A.2, þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins og endið með A.3 yfir síðustu 11 lykkjurnar. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 48 (76) cm – stillið af að næsta umferð sé frá réttu, prjónið þannig: Prjónið A.1, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 74 (102) lykkjur og aukið út 1 lykkju, A.3 = 97 (125) lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið fyrstu 11 lykkjur eins og áður, brugðið þar til 11 lykkjur eru eftir, prjónið síðustu 11 lykkjurnar eins og áður. Prjónið nú stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Teppið mælist ca 52 (80) cm frá uppfitjunarkanti. Prjónakveðja mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Ungbarnateppið Honey honey HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 3 5 7 5 9 8 6 1 6 7 3 2 4 6 5 8 7 9 2 5 4 3 1 9 6 4 8 5 2 9 3 4 3 6 2 1 5 5 8 9 1 Þyngst 5 2 1 3 7 6 8 6 7 2 4 5 3 2 9 7 3 4 5 6 8 1 3 2 3 4 8 6 9 5 2 9 1 9 8 4 8 6 4 2 9 3 9 8 2 3 6 5 7 1 3 2 5 9 8 1 3 5 9 4 5 4 7 9 1 7 1 8 2 7 9 1 3 9 6 2 6 7 4 5 1 8 7 9 2 8 7 3 5 7 9 4 6 5 Brakaði í tánum mínum FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Þrándur Elí Sigtryggsson er fæddur í Neskaupstað 2012 og verður 9 ára 4. nóvember. Hann var að klára 3. bekk í Nesskóla sem er grunnskólinn í Neskaupstað. Þrándur á þrjá bræður og eina systur, mamma hans og pabbi heita Rósa Dögg og Sigtryggur og býr öll fjölskyldan í Neskaupstað. Nafn: Þrándur Elí Sigtryggsson. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Neskaupstaður. Skóli: Nesskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir eru skemmti­ legastar. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Makkarónu­ grautur. Uppáhaldshljómsveit: Á ekki uppáhaldshljómsveit, finnst bara mörg lög skemmtileg. Uppáhaldskvikmynd: Ferdinand. Fyrsta minning þín? Þegar bróðir minn var að láta braka í tánum mínum í eldhúsinu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta, bretti og á hest. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Hoppa í sjóinn. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór á fótboltamót og heimsótti ömmu og afa á Sauðárkróki. Næst » Ég skora á Maríu Dögg Valsdóttur að svara næst. CLT Hús ehf útvegar þér krosslímdar timbureiningar, glugga, hurðir, handrið, klæðningar, festingar og allt annað sem þarf til að byggja þitt hús. sumarhús • einbýli • heilsárshús Sendu okkur teikningar eða hugmynd af þínu draumahúsi á clt@clt.is og við gerum þér tilboð. Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Landbúnaðarleikföng

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.