Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 3

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 3
SJÁLFSBJÖRG 6. ÁRGANGUR 1964 Útgefandi: SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra. Ritsijórar: THEODÓR A. JÓNSSON (ábm.), Reykjavík TRAUSTI SIGURLAUGSSON, Reykjavík Ritnefnd blaOsins skipa eftirtalin: VALDIMAR HÓLM HALLSTAÐ, Húsavík KONRAÐ ÞORSTEINSSON, Reykjavík ÞÓRÐUR JÓHANNSS'ON, HveragerSi SIGURSVEINN D. KRISTINSSON, Reykjavik VILBORG TRYGGVADÓTTIR, Reykjavík SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, Reykjavik KRISTÍN KONRÁÐSDÓTTIR, Akureyri INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, ísaíirM AÐALBJÖRN GUNNLAUGSSON, HnltaíirSi ForsiOan: FRÁ HÚSAVÍK Ljósm.: Sigurður Guðmundsson Séra Björn H. Jónsson, sóknarprestur á HúsavíJc: Léttum lífsbaráttuna Gamall maður hvílir í rúmi sínu og bíð- ur hinztu hvíldar. Hann á tólf syni full- orðna, sem ekki kemur of vel saman, og hugsa þeir lítt um hag hvers um sig. Þessa syni kallar gamli maðurinn til sín. Hann biður þá að koma með þrettán viðartágar og brjóta eina. Það reynist auðvelt. Því næst biður hann þá að leggja hinar tólf saman og binda vel um. Að því búnu bið- ur hann þá að brjóta þær. Það gátu þeir ekki. Þá segir gamli maðurinn: „Af þessu eigið þið að læra, að einstaklingurinn er veikur án stuðnings annarra og að máttur samtakanna er mikill. Þess vegna skuluð þið standa saman á hverju sem gengur og ykkar verður sigurinn að lokum“. Þessi saga, er ég las fyrir löngu, felur raunverulega í sér lögmál samfélagsins. Án samstarfs, án félagsskapar, er maður- inn ekki mikils megnugur. Jafnvel þótt einstaklingurinn sé hraustur til líkama og sálar og finnist sér allir vegir færir, þá verður honum fyrr eða síðar lífsbaráttan ofraun, ef hann nýtur ekki samstöðu og samúðar annarra. Tilfinnanlegra er þetta þeim, sem ekki eru heilir heilsu. SJÁLFSBJÖRG 3

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.