Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Side 9
var lagður bílvegur þangað. Hann var að
segja mér frá þessu hóteli, jafnvel þótt
hann vissi að mig varðaði ekkert um sport
og þaðan af síður hús, sem byggð voru
yfir það á fjöllum.
— Og næst verður að hlaða skjólgarða,
þar sem fólkið rennir sér niður, til að
vindurinn næði ekki um það, sagði hann,
og þá skildi ég að allt þetta umstang var
ekki annað en grín í hans augum. Þetta
var á björtum og hlýjum sumardegi að
við töluðum um þetta. Ég hafði stanzað
nokkra daga og var að reyna að vinna,
og vinnan fór mest í kjafthátt þarna í
húsinu frammi við sjóinn. Eins og aðrir
einförulir menn vissi hann hvað mér
leið, og lét móðan mása þótt hann sæi ég
heyrði ekki sumt og skildi ekki annað, af
því hann vissi að stundum gat mönnum
verið nauðsyn að einhverjir töluðu við þá,
og allt í einu sagði hann:
— Við skulum skoða hjallinn.
— Hvaða helvítis hjall.
— Þetta skíðahús þeirra.
— Er þannig hótel ekki lokað í júlí-
mánuði. Ekki hafa þeir snjó.
— Nei. Við getum drukkið kaffi. Marg-
ir stunda ekki annað sport þar efra.
— Eigum við að fara á bílnum.
— Ja, ekki förum við á trillunni.
— Ég meinti hvort við ættum heldur
að ganga.
— Séu vegir til einhvers, þá eru þeir
til að létta lífið mönnum eins og þér.
— Þakka þér fyrir, fjallageit.
Og við ókum upp í fjallið. Þetta var
ekki lengi farið en nokkuð bratt og dýja-
veiturnar voru sinnepsgular í sterkri dags-
birtunni og mýrarsundin bleikgræn, og
sumsstaðar sáust gamlir skálar með grón-
um þökum. Þetta voru skíðaselin, sem
skólar og unglingasamtökin í plássinu
höfðu reist löngu fyrir stríð, þegar skíða-
hótel voru aðeins til í erlendum bókum.
Þessi sel voru neðar í hlíðinni en hótelið.
Það lágu engir bílvegir þangað og þau
voru of Iangt frá f jallsegginni til að hvarfl-
aði að mönnum að setja upp skíðalyftur
hjá þeim. En þetta voru góð sel að vetr-
inum með lykt af olíubornum viði og dauf
lampaljós og snjóhröngl inni á miðju gólfi
og ungt fólk að leikjum eða sitjandi á
rúmstæðunum með fingurna dökka af
skíðaáburði. Stundum voru piltur og
stúlka send út til að telja stjörnurnar. Og
er þau höfðu talið eins margar og þau
gátu, sneru þau aftur inn og nefndu ein-
hverja óheyrilega háa tölu í sakleysi sínu,
og urðu síðan að kyssast eins oft og stjörn-
urnar höfðu verið margar á meðan hin
hlógu og æptu eins og þau væru að etja
saman knattspyrnuliðum. Og þetta við-
gekkst sjálfsagt enn þegar snjór var góð-
ur í fjöllunum og stjörnurnar tindruðu á
frostbláum skammdegishimni er geymdi
hina glöðu mannabyggð undir væng sín-
um.
Við sveigðum inn á malborið stæðið
fyrir framan hótelið og þegar við stig-
um út næddi svalur vindur um okkur, sem
var hressandi eftir lognið niðri í pláss-
inu. Grámálaðir járnturnar stóðu í röð
upp eftir gróðurlausri urðinni fyrir ofan
húsið unz þeir hurfu í hvarfi við melbungu
nokkru fyrir neðan sjálfa fjallsbrúnina,
sem bar móleita og dálítið fjarlæga við
heiðan himinn. Við gengum inn í hótelið.
Það voru tveir eða þrír menn í veitinga-
salnum. Þeir sátu við gluggana og horfðu
niður yfir byggðina og plássið á milli þess
þeir sötruðu kaffið, sem hægt var að fá
í sjálfsafgreiðslu. Þarna inni var allt
snyrtilegt og stúlkan á bak við stóru
kaffikönnuna með látúnskrananum, sem
lét renna í bollana okkar, var líka snyrtileg
og ekki jöskuð í útliti þótt nú væri sunnu-
dagur og þær, sem þurftu að vakna
snemma, kæmu með laugardagskvöldið og
nóttina á andlitinu í vinnuna ef þær þá
mættu yfirleitt á þessum sjálfsafgreiðslu-
stöðum, sem komnir voru um allt, einnig
í plássinu og hér. Kannski hafði hún ekki
SJÁLFSBJÖRG 9