Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 15

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 15
eiam <5$^ Val«\v Jónasdóttir er fædd á Siglufirði 21. nóv. 1931. Hún fékk mænuveikina á fyrsta aldursári. Hún brautskráðist úr Kennaraskóla Islands 1955 og var síðan tímakennari við Barna- skólann á Siglufirði og smábarnakennari. Er gift Gunnari Jóhannssyni, sjómanni, og á fimm börn. Valey var ein af stofnendum Sjálfsbjarg- ar á Siglufirði — fyrsta Sjálfsbjargarfé- lagsins á landinu — og fyrsti formaður þess. Hún tók mikinn þátt í félagsstarf- inu, einkum fyrstu árin, áður en heimili lagsins voru t. d. haldin á heimili hennar, hennar stækkaði. Vikuleg vinnukvöld fé- áður en Sjálfsbjörg eignaðist eigið hús- næði. Valey er góður félagi, boðin og búin til starfa í þágu félagssamtakanna, þegar hún getur. Adoll Inginmrsson er fæddur á Akureyri 19. marz 1914 og ólst upp í Eyjafirði og á Akureyri. Hann var skorinn upp 1934 vegna meinsemdar í kné, sem ekki fékkst bót á, og hefur gengið með staurfót æ síðan. Síðustu 17 árin hefur hann unnið í Dúkaverksmiðj- unni á Akureyri og er þar verkstjóri. — Kvæntur er Adolf Jónu Jónsdóttur frá Goðdölum í Skagafirði og eiga þau þrjá syni. Adolf var einn af stofnendum Sjálfs- bjargar á Akureyri og gjaldkeri í fyrstu stjórn félagsins, en hefur síðan ýmist verið formaður félagsins eða varaformaður, og er nú formaður þess. Einnig annast hann umsjón með húsi félagsins, Bjargi. Adolf hefur átt sæti á öllum landsþing- um Sjálfsbjargar og löngum átt sæti í sam- bandsstjórn. Hann hefur sýnt mikinn áhuga á málefnum samtakanna í heild og reynzt einkar nýtur starfsmaður félags síns. SJÁLFSBJÖRG 15

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.