Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Qupperneq 16

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Qupperneq 16
Grikkurinn Smásaga eftir Guy de Maupassant Ég var 15 ára, þegar sagan gerðist. Ég var þá í skóla, en í sumarleyfinu var ég vanur að fara heim til foreldra minna og dvelja hjá þeim á stórbýli þeirra í Picardií. Það kom oft til okkar gömul kona frá Amíens og bjó hún þá hjá okkur í bezta yfirlæti í gestaherberginu. — Mér var illa við þessa kerlingu, því að hún var bæði keipótt, skömmótt og full af illgirni og heiftrækni. Hún hafði líka fengið skömm á mér og ég vissi ekki hvers vegna. Hún var alltaf að rægja mig og vildi snúa á verri veg öllum mínum orðum og gerðum, þessi óhræsis kerling. Hún hét maddama Dufour. Hún hafði parruk á höfðinu, og það kolsvart, þó að hún væri að minnsta kosti orðin sextug, og yfir parrukinu bar hún ofurlítinn kappa með rauðum bönd- um. Hún var mikilsmetin og virt af öllum á heimilinu af því að allir vissu að hún var forrík. Ég hataði hana af innsta hjart- ans grunni og ásetti mér að hefna mín einhvern tíma á henni fyrir allan hennar ótuktarskap. — Um vorið hafði ég komizt upp úr öðr- um bekk. Af öllu því, sem ég hafði lært, hafði ekkert fest sig jafn vel í minni mínu og lítill kafli í efnafræðinni, en þessi kafli hljóðaði um eiginleika þess efnasambands, sem nefnist fosfór-calcíum. Þetta efni er gætt þeirri náttúru, að þegar því er kast- að í vatn eða þegar vatn kemst að því, þá kviknar undir eins í því. Verður þá hvell- ur mikill og samstundis gýs upp þykkur 16 SJÁLFSBJÖRG mökkur af hvítri gufu, samfara stækustu fýlu. Ég hafði keypt mér, áður en ég fór af stað, talsvert af þessu dufti, til þess að leika mér að í fríinu, og var það svipað sódapúlevri. Ég átti frænda á líku reki og ég var. Ég sagði honum í mesta laumi frá því, hvað ég hafði í hyggju að taka til bragðs með kerlinguna, en hann varð alveg for- viða yfir ofdirfsku minni. Svo var það eitt kvöld, meðan allt fólkið sat enn þá niðri í stofu, að ég læddist eins og þjófur á nóttu upp á loft, inn í svefn- herbergi maddömu Dufour og seildist þar inn undir rúm eftir litlum hlut, sem vant er að geyma á þeim stað. Ég gáði vel að, hvort hann væri alveg tómur og þurr, og lét svo á botninn hnefafylli, og það væna hnefafylli, af fosfórcalcium. Síðan faldi ég mig uppi á hanabjálkalofti og beið þar. Eftir litla stund heyrðist mannamál og fótatak, sem boðaði mér, að einhver væri að fara upp stigann og síðan inn í her- bergi gömlu konunnar. Svo varð allt kyrrt og rótt. Þá fór ég niður á sokkaleistun- um, og hélt niðri í mér andanum, og lagði svo augað við skráargatið hjá kerlingunni. Hún var þá fyrst að setja allt í röð og reglu á borðinu hjá sér. Síðan fór hún að hátta og færði sig smátt og smátt úr föt- unum. Þá fór hún í hvítan serk eða nátt- kjól, sem virtist standa á beini. Hún tók vatnsglas og fyllti það með vatni. Síðan tróð hún hendinni upp í munninn eins og hún ætlaði að rífa út úr sér tunguna,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.