Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 22

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 22
HEIMSOKN TIL NORÐURLANDA Sjötta þing Bandalags fatlaðra á Norð- urlöndum (VNI), var haldið í Helsinki dagana 6. til 8. júní s. 1. Þing bandalags- ins eru haldin f jórða hvert ár og voru full- trúar um 150 talsins, að sjálfsögðu frá öll- um Norðurlöndum. Fulltrúar Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, voru fjórir, þau Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólöf Ríkarðsdótt- ir, Theodór Jónsson og Trausti Sigurlaugs- son. Hinir finnsku gestgjafar höfðu vandað mjög allan undirbúning að þinghaldinu, enda varð það þeim til mikils sóma. Setn- ing þingsins fór fram í geysistóru sam- komuhúsi í höfuðborginni. Þar voru sam- an komin auk fulltrúa, mörg hundruð fatl- aðra manna og kvenna, en finnska sam- bandið býður árlega fjölda fatlaðra hvað- anæva af landinu, til nokkurra daga dvalar í Helsinki. Formaður VNI og finnska sambandsins, prófessor Aimo O. Aantonen, setti þingið með stuttri ræðu. Kvaðst hann hlakka til að kynna fulltrúum starfsemi finnsku sam- takanna og óskaði þess, að þingheimi mætti auðnast að marka nýjan áfanga á braut framfara og þroska á sviði öryrkja- mála. Meðal gesta á þinginu var félagsmála- ráðherra Dana, Kaj Bundvad. Flutti hann við þetta tækifæri og einnig síðar, ræður, þar sem hann ræddi hina miklu nauðsyn samvinnu, ekki eingöngu milli Norður- landanna, heldur einnig alþjóðlega sam- vinnu fatlaðs fólks. Bunvad minntist einn- ig á vandamál, sem allsstaðar er fyrir hendi, en það eru atvinnuerfiðleikar fatl- aðra á atvinnuleysistímum. Er hann hafði minnzt á framfarir þær, sem orðið hafa í Skandinavíu á síðustu ár- er ég teymdi, aftur fyrir og teymdi hann á eftir mér. Ég hafði lokið þessum undirbúningi og átti svo sem tíu metra ófarna að draugn- um. Þá lokaði ég augunum, fól mig guði og forlögunum og sló undir nára. Rétt í þann mund, sem ég taidi mig vera að komast fram hjá draugnum hægra megin, finn ég að gripið er um taum á hesti þeim er ég reið og haldið fast. Ég stirðnaði af skelfingu. Það hlaut að vera úti um mig. Sem ég sat þarna stjarf- ur á hestinum, heyri ég að til mín er tal- að og sagt: „Naumast að þú hefur hraðann á, ætl- arðu ekki að heilsa“. Ég opnaði augun og leit út undan mér og á þann, er talað hafði og um tauminn hélt. Mér létti. Þetta var ekki vofa gamla mannsins, heldur Staðgengillinn, bráðlif- andi og skellihlæjandi. Hann var að koma heim af engjunum. 22 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.