Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 26

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 26
ÞÓRÐUR Ö. JÓHANNSSON ÞEGAR ÉG VAR 17 ARA í vetur hafa ýmsir snjallir menn rifjað upp endurminningar sínar frá því, þegar þeir voru 17 ára. Þættir þessir voru samdir að frumkvæði útvarpsins og fluttir þar. Nú vilja flestir í tízkunni tolla og því ætla ég að rifja upp endurminningu frá þeim tíma. Það var árið 1931. Þá var vaknandi vor meðal íslenzku þjóðarinnar. Alþingishátíð- in nýliðin, sem hafði sannfært okkur að við værum þjóð meðal þjóða. Hefðum þor og þrek til að byggja og bæta landið okkar. Það er fagur vordagur, eins og þeir geta fegurstir verið í byrjun maí. Ég hafði um veturinn gengið mín fyrstu spor á mennta- braut, við hækju og staf, meðal ungs fólks, í Flensborgarskólanum. Vonin um batn- andi heilsu og aukið starfsþrek var ekki dáin, að auðið væri fyrir atbeina lækn- andi handa að fá nokkra meinabót. Á þeim fagra vordegi haltraði ég með hækj- una mína upp Túngötima í Reykjavík á fund mannsins í hvíta sloppnum, til frek- ari skoðunar og álita um áframhaldandi lækningu, svo að mætti ganga út lif hins fullorðna sem hver annar fullveðja maður. Læknirinn, Matthías Einarsson, tók mér Ijúfmannlega, skoðaði mig og rannsakaði með æfðum læknishöndum, kvað svo upp dóminn og ég mann enn þá stuttarlegan tón orðanna: „Þú verður aldrei samur“. Þó að Matthías hefði á sér grímu hins reynda læknis, sem séð hafði mörg mann- anna mein, þá fannst mér dyljast þar á bak við samúð, sem slæfði sviða dómsins. Að skilnaði rétti ég honum hendina og haltraði út í sólskinið. Mér fannst veröldin hafa breytt um svip. Sólskinið hafði dofn- að og kuldagustur komið í staðinn. Á leið- inni niður Túngötu hugsaði ég um fram- tíðina. Hvað bíður þín? Hvernig ferðu að vinna þér brauð og gegna skyldum þjóð- félagsborgarans? — ,,Þú verður aldrei sam- ur“, hljómaði enn í eyrum mér eins og þungur dómur. Dómur hins kalda veru- leika, sem gerir vonina að tálvon. Hvar var samúð og skilningur meðbræðranna á viðhorfi þeirra, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni? Hana var hvergi að finna þá. Þú verður að gerast skóari og vinna í sessinum að því að gera við skó með- bræðranna. Ekki var það hlutskiptið, sem ég hafði hugsað mér. Hvað á að gera? Við Framhald á bls. 25. 26 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.