Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Side 30

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Side 30
Ingibjörg Guðjónsdóttir Endurmmmng Aldrei hverfur mér úr minni, hve mikið gaman það var, að hitta þig uppi í Heiðmörkinni, í hulduhvamminum þar, er þrestirnir kváðu sitt kvæðalag, í kjarrinu þennan sólskinsdag. Aldrei ég gleymi, en ávallt ég geymi, endurminning um það. Þá heyrðist kliður og kæti í runni, og kátt var fuglunum hjá, er Máríerlan með maðk í munni, mataði ungana smá. Ég hljóð og hugfangin horfði á það, hvað hreiðrið var byggt á fögrum stað. Aldrei ég gleymi, en ávallt ég geymi, endurminning um það. I blikandi laufinu blaðkrónan bærist, í brekkunni blómunum hjá, og fagnandi yfir mig friðurinn færðist, í f jóluhvamminum þá. Allt varð þá hérna svo afar hljótt, í aftanskininu þessa nótt. Aldrei ég gleymi, en ávallt ég geymi, endurminning um það. 30 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.