Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 30
Ingibjörg Guðjónsdóttir
Endurmmmng
Aldrei hverfur mér úr minni,
hve mikið gaman það var,
að hitta þig uppi í Heiðmörkinni,
í hulduhvamminum þar,
er þrestirnir kváðu sitt kvæðalag,
í kjarrinu þennan sólskinsdag.
Aldrei ég gleymi, en ávallt ég geymi,
endurminning um það.
Þá heyrðist kliður og kæti í runni,
og kátt var fuglunum hjá,
er Máríerlan með maðk í munni,
mataði ungana smá.
Ég hljóð og hugfangin horfði á það,
hvað hreiðrið var byggt á fögrum stað.
Aldrei ég gleymi, en ávallt ég geymi,
endurminning um það.
I blikandi laufinu blaðkrónan bærist,
í brekkunni blómunum hjá,
og fagnandi yfir mig friðurinn færðist,
í f jóluhvamminum þá.
Allt varð þá hérna svo afar hljótt,
í aftanskininu þessa nótt.
Aldrei ég gleymi, en ávallt ég geymi,
endurminning um það.
30 SJÁLFSBJÖRG