Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 32
Haraldur Hallsson:
SKIPBROT
Orðið skipbrot, sem ég ætla að hugleiða,
eða réttara sagt hugtakið, er það nær yfir,
er öllum gamal kunnugt. Sennilega hefur
orðið fyrst orðið til í málinu í fornöld.
Þegar hafskipin og iitlu fiskifleyturnar
brotnuðu í spón í lendingunni, ýmist í
mjúkum, fíngerðum fjörusandinum eða
stórgrýttri urð við brimótta strönd í æðis-
gegnum hamförum ránardætra, sem leika
sér oft að þessum varnarlausu skipum sem
köttur að mús, þar til yfir lýkur. Eftir það
hafa ótal atburðir og atvik í lífi og starfi
kynslóðanna, verið heimfærð undir þetta
hugtak og það með réttu.
Oftast höfum við heyrt talað um orðið
í þeirri merkingu eða í sambandi við mis-
heppnaðar athafnir og framkvæmdir ein-
staklingsins, áföll hans, heilsubrest, von-
brigði og víxlspor í ástamálum og svo
framvegis.
Ég ætla aðeins að taka eitt þessara
framan greindra atriða lítilelga til yfir-
vegunar, og sný mér þá strax að efninu,
sem á að verða uppistaða þessarar smá-
greinar. Sem sagt, þeim hinum miklu hol-
skeflum mannlífsins, heilsuleysinu. Heils-
an er dýrmætasta eign mannsins, — al-
hliða heilbrigði — andlegt og líkamlegt
atgerfi.
Heilbrigð sál í hraustum líkama er náð-
argjöf, sem fólki ber skylda að efla og
þroska, varðveita og vernda sem sjáöldur
augna sinna. Til þess er manninum gef-
inn sjálfsákvörðunarréttur, vit, vilji. En
hvernig fara mennirnir með þessar náðar-
gjafir drottins. Vissulega í sumum tilfell-
32 SJÁLFSBJÖRG
um síður en skyldi. Á meðan að allt leikur
í lindi, virðast öll gæði lífsins sjálfssögð.
Hverjum degi er látin nægja sín þjáning.
Þá er kjörorðið að lifa og leika sér. Þá er
ekki tími til að hugleiða alvarlegri hliðar
lífsins. En einn góðan dag kannski syrtir
skyndilega í lofti, ský dregur fyrir sólu.
Fram undan ríkir sólarlaus veröld og mað-
urinn innilokast í nokkurs konar hjúp, sem
nefna mætti myrkur sólarinnar. Og hon-
um finnst hann vera að detta fram af hárri
brún í hyldýpis gjá. Það er heilsan sem
hefur bilað, fram undan blasa við ýmsir
örðugleikar, vonleysi, volæði og eymd. Já,
draumaborgir framtíðarinnar hafa hrunið
í rúst, það er staðreynd sem er afhjúpuð
naprasta veruleika. Einstaklinugrinn hefur
verið sviptur lífsgleði, lífshamingju, þrótt-
urinn er þrotinn. En eitt eignast hann um
leið, hinn dýrmæta gimstein, vonina. Og
öðlast jafnframt sterkari trú á Jesú Krist
en fyrr.
Þá fyrst finnur hver og einn hvað átt
hefur, þegar misst hefur. Vissulega er það
mikið áfall og þungt fyrir fólk í blóma
lífsins að sjá og finna mátt sinn þverra.
Hugsjónir og áhugamál komast ekki í
framkvæmd. Þau verður að leggja til hlið-
ar að sinni og ef til vill fyrir fullt og allt.
En þó að svo virðist vera, er þar með ekki
sagt, að ekki geti birt um síðir, því að
vitanlega er ekki hægt að segja að fram-
tíðarstakkurinn sé skorinn á meðan lífið
varir, því að framtíðin er hulin oss og við
vitum eigi hvað hún ber í skauti sínu.
Þetta getur verið tímabilsástand, stund-