Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Qupperneq 33
arbið, reynslutími, sem gerir manninn hæf-
ari til þess að inna af höndum það köll-
unarverk, sem honum er ætlað að vinna
hér í þessum heimi. Ungt fólk sem gengið
hefur í gegnum líkamlega eða andlega
heilsubilun, en orðið heilt aftur á hinu
unga blómi, að nokkru leyti, þá er hægt
að líkja því við eldskírn. Það er tvennt sem
þer að hafa í huga í sambandi við veikindi
og heilsuleysi, því það eru tvær hliðar á
því máli eins og öllum öðrum. Það má
með sanni segja að veikindin séu fyrst og
fremst kvöl og þjáning, og það er sú hliðin
sem allir verða áþreyfanlega varir við.
Hin hliðin er fremur sálræn, skynjun
en áþreyfanleg. Það lögmál ríkir í þessum
heimi, að ekkert fæst án erfiðis né fyrir-
hafnar, og því meir sem menn leggja á sig
til þess að ná settu marki, þess dýrmæt-
ari verður sigurinn, þegar hann vinnst.
Og þá gleðst maðurinn innra með sér af
öllu hjarta og færir guði sínum þakkar-
gjörð. Þeim guði, sem í hæðum býr, og
öllu stjórnar.
Síðastliðinn áratug hef ég dvalið að
mestu á sjúkrahúsum og heilsuhælum, þar
hef ég verið samtíða og kynnzt mjög
mörgu fólki, sennilega svo þúsundum
skiptir.
Þarna hefur að sjálfsögðu verið misjafn
sauður í mörgu fé. Þetta fólk var úr öllum
stéttum þjóðfélagsins, fólk með mismun-
andi viðhorf og sjónarmið til vandamála
nútíðar og framtíðar. En þau mál hafa
undantekningarlaust verið lögð til hliðar.
Áhugamál flest allra, sem hljóta það hlut-
skipti, að gista sjúkrahúsin, er sameigin-
legt: Baráttan við sjúkdóminn.
Það er öllum Ijóst sem þessum málum
kynnast, að sjúklingarnir bregðast mis-
jafnlega við þeim vanda sem veikindin
óhjákvæmilega leggja þeim á herðar. Og
árangurinn fer líka eftir því, hvernig sjúkl-
ingurinn sjálfur lítur á viðhorf líðandi
stundar, hversu vel og mikið hann leggur
sig fram í baráttunni. Eftir eigin reynslu,
hygg ég að gott sé að dvelja á öllum
sjúkrahúsum og heilsuhælum landsins.
Þjónusta og hjúkrun er í té látin eins og
þörf er fyrir og frekast verður á kosið,
jafnvel oft á tíðum meiri og betri en sann-
gjarnt er að krefjast, því miður er það
ekki alltaf þakkað sem skyldi. Eiginleikar
mannanna eru svo ólíkir, og þeir svo mis-
gerðir að allri innri sem ytri gerð, að ekki
er að undra, þótt þeir bregðist misjafn-
lega við þeim erfiðleikum, sem mæta þeim
af völdum sjúkdóma og þjáninga. Á með-
aðnjótandi skilnings, hlýleika og uppörv-
unar. Sú aðstaða samferðafólksins er mjög
mikils virði. Á því getur byggzt að miklu
leyti hvernig honum tekst að stuðla að
endurheimta heilsuna. En aftur á móti
er of mikil meðaumkun stór hættuleg, sem
skapað getur hugarvíl og minnimáttar-
kennd þess, sem sjúkur er.Þetta ber öllu
fremur að forðast. Að minni hyggju verða
sjúkdómar bezt yfir unnir, hafi maðurinn
traust á sjálfum sér og trúi raunverulega
á batann.
1 flestum tilfellum verður fólki að trú
sinni. Sjúklingarnir ieggja alla jafnan mis-
munandi skilning í veikindi sín, og út frá
þeim hugsunum verður stundum vart
beiskju yfir eigin ástandi og ekki ósjaldan
heyrast þær raddir, er nú skulu nefndar:
Hvers vegna þurfti ég að verða fyrir
þessu? Hvers á ég að gjalda. fremur en
Pétur og Páll. Ég hygg að þessi skoðun
á málunum og hugsunarháttur sé rangur.
Maðurinn verður á hverjum tíma að setja
sig inn í aðstæðurnar, sem umhverfið
skapar honum hverju sinni. Honum verður
að skiljast að þessi veikindi sem á menn
eru lögð og þeir ganga í gegnum, eru til
þess á einn eða annan hátt að búa ein-
staklinginn undir óunnin störf, gera hann
hæfari starfsmann til þess að ynna af
höndum sómasamlega hvert það starf, sem
honum hefur verið ætlað að leysa af hönd-
um hér í þessum jarðneska heimi. Það er
Framhald á bls. 36.
SJÁLFSBJÖRG 33