Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Side 35
VIRÐIN GARVERÐ
HJÁLPSEMI
Frú nokkur hafði verið gift í fjögur ár.
Hún var hamingjusöm í hjónabandinu,
nema hvað hún þráði að eignast barn, en
ekkert benti til, að þess væri von á næst-
unni.
,,Þú verður að fara til sérfræðings",
sagði maðurinn hennar dag einn, ,,ef til
vill getur hann hjálpað þér, þig vantar
kannske hormóna eða eitthvað þess hátt-
ar“. Frúin fór fúsum vilja til eins bezta
sérfræðings bæjarins.
„Jæja, hvað gengur nú að yður, kæra
frú?“ spurði læknirinn.
,,Ja, sjáið þér til, læknir“, sagði frúin,
,,ég og maðurinn minn, okkur langar til að
eignast barn, en það er vist eitthvað ekki
í lagi“.
„Nújá, ekki í lagi. Hvað eruð þið búin
að vera gift lengi?“
„Fjögur ár“.
„Fjögur ár og ekkert barn eingnast?"
„Nei, því miður“.
„Það lítur nú ekki vel út“, sagði lækn-
irinn með samúð. „En ég skal nú gera
hvað ég get fyrir yður. Viljið þér gera svo
vel og afklæða yður“.
Frúin roðnaði og leit feimnislega niður
fyrir sig um leið og hún smeygði sér úr
kjólnum og sagði í hálfum hljóðum: „Mér
hefði nú fundizt skemmtilegra, læknir, að
eiga fyrsta barnið með manninum mín-
um“.
Hann (við konu sína, sem var að hnýta
upp á sér lausa hárið): Það get ég ekki
skilið, hvaða ánægju þú hefur af því að
hengja annarra manna hár á höfuðið á
þér.
Hún: Ójá, smekkur okkar er misjafn.
Ég fæ heldur ekki skilið, að þú skulir vilja
hafa ull á þínum skrokk af öðrum sauð-
kindum.
í SPAUGI
SJÁLFSBJÖRG 35