Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Qupperneq 36
Rdsberg G. Snædal
Nokkrar vísur úr skemmtiferð
Dagana 2.—3. júlí 1960 fóru Sjálfsbjarg-
arfélagar á Akureyri í skemmtiferð aust-
ur í Herðubreiðarlindir. Lagt var af stað
eftir hádegi á laugardag og ekið sem leið
liggur með stuttum viðdvölum til áfanga-
staðar, Lindanna, en þangað var komið
um 9 leytið að kvöldi. Veður var hið bezta
og bjartasta, og glatt yfir hópnum, sem
mun hafa talið nál. 40 manns. Fararstjóri
var Karl Friðriksson, yfirverkstjóri og
brúarsmiður.
Um nóttina gistum við í sæluhúsi Ferða-
félags Akureyrar, Þorsteinsskála, og átt-
um þar öll, að ég held, góða nótt. Margt
var sér til gamans gert í þessari ferð, bæði
í áfangastöðum og á leiðum, mikið sungið
og talsvert ort af vísum. Verða hér til-
færðar nokkrar og eru þær undirritaðs,
nema annað sé tekið fram.
SKIPRBOT
Framhald af bls. 33.
nauðsyn að temja og þjálfa skap sitt,
kunna að lagast aðstæðum hverju sinni.
Það veitir jafnvægi, líkamlega og andlega
vellíðan. Eitt mesta vandamál allra tíma.
Aðkallandi mál, sem hverju sinni krefst
að leyst sé á viðunandi hátt.
Það er að finna hæfileg störf öllum þeim,
sem hlotið hafa það hlutskipti í lífinu, að
búa við skerta starfsorku. Það að geta
haft eitthvað við sitt hæfi, er hverjum ein-
stakling nauðsyn til þess að dvelja tímann
og dreyfa hugsuninni frá líðandi stund. En
þetta ætti ekki að þurfa að vera eins mikl-
um vandkvæðum bundið, eins og reynslan
oft hefur viljað sýna oss. Af nógu virðist
vera að taka. Verkefnin eru alls staðar,
hvert sem litið er. Hvar á vegi, sem menn
eru staddir í lífsbaráttunni, eiga þeir sín
vandamál við að stríða, á mismunandi
hátt að vísu, bæði stór og smá.
36 SJÁLFSBJÖRG
Mál sem þarf og verður að hugleiða,
hugsa og ræða fyrir opnum tjöldum, eigi
lækning að fást.
Þegar ég horfi yfir æfiárin frá fyrstu
tíð, og þá jafnframt síðastliðinn áratug,
það tímabil, þegar heilsan þvarr, og geri
samanburð á aldursskeiðunum. Þá verður
mér Ijóst, að sízt af öllu vildi ég missa
þetta síðastnefnda lífsskeið úr æfibók
minni. Þótt þessi ár hafi að sumu leyti
verið erfið, þá eiga þau einnig sínar björtu
og brosmildu minningar, sem auðgað hafa
líf mitt heiðríkju, mildi og hlýju. Vinir
og félagar, þrátt fyrir allt. En það er
skylda okkar að ganga fram, með heið-
ríkju í huga og bros á vörum á leiðinni
til sólbjörtu landanna í hinztu för, þeirra
landa er sjón okkar eygir ekki að baki
móðunnar miklu. Leggjum upp djörf og
örugg, þá kallið kemur og við eigum að
sigla okkar hinztu för. Yfir móðuna miklu
að sólgyltri strönd himins hæða.